Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 12

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 12
106 og Dawes-samþyktin var kend við formann þeirrar nefndar, sem bar hana fram. Þessi sérfræðinga- nefnd starfaði í París, og innti af höndum geysilega mikið starf. Bar hún fram ákveðnar tillögur. Álit nefndarinnar er bæði langt og flókið, og fárra meðfæri að lesa það niður í kjölinn. Það er í 12 greinum og mörgum „viðbæt- um“ og loks er „sérstök athuga- semd“ síðast. Fyrsti „viðbætir- inn“ er 12 kapítular. Eftir þessum tillögum eiga Þjóðverjar að greiða hernaðar- skaðabætur í 59 ár. Fyrstu 37 ár- in eiga þeir að greiða 100 miljón sterlingspund á ári, og svo í 22 ár 75 miljón pund. Þá er þeim heimilað að greiða meira í vörum en áður, og skaðabótunum skift í nokkurskonar forgangsskuldir og venjulegar skuldir, sem mæta afgangi, ef Þjóðverjar geta ekki greitt alt. Þá er breytt skifting- unni milli bandaþjóðanna, þann- ig, að Englendingar fá minna af vissum greiðslum en áður, en Belgir og Italir meira. Alþjóðabanki. Eitt merkilegasta ákvæði Young- álitsins telja margir það, að sleppa á öllum eftirlitsnefndum og Frá öðrum löndum. [Stefnir

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.