Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 72

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 72
166 Frá Alþingi 1929. [Stefnir hans að kveða á um það, hvaða kaupgjald sé sanngjarnt, þegar aðilja greinir á, og vinnustöðvun af völdum annarshvors þeirra er yfirvofandi. Fyrst skal sáttasemjari leita samkomulags, alveg eins og nú er samkv. lögum frá 1925. En takist þær tilraunir ekki kemur til kasta vinnudóms. Dómudnn var svo skipaður eftir frumvarpinu, að forseti hans var jafnan héraðsdómarinn á staðnum. Hann nefndi svo tvo menn af hálfu hvors aðilja, en þeir ruddu sí'num manni hvor úr, svo að einn maður af hvorum sat dóminn. Þessu var síðar svo breytt, að aðiljar nefndu sjálfir þessa menn, 3 hvor, og ruddi hvor aðili 2. — Loks nefnir svo hæstiréttur 2 menn í dóminn, og er hann þá skipaður 5 mönnum. Er vert hér að gefa því gaum, að í þessum dómi eiga málsað- iljar aðeins sinn manninn hvor, en óháðir dómendur eru 3. Er þetta vissulega miklu tryggari dómskipun en þegar aðiljar eiga alla menn nema oddamann og á honum einum hvílir því eiginlega úrskurðarvaldið. Þá er enn svo ákveðið að máls- aðiljar geti sjálfir flutt mál sitt eða falið öðrum að gera það. Dómurinn getur krafizt allra upplýsinga í málinu, látið leggja fram bækur og leitt vitni, en öllu skal hraða sem mest. Afl atkvæða ræður, og úrskurður gildir sem venjulegur dómur. Þó gilda ákvæði um vinnukjör ekki lengur en 2 ár, og eftir 6 mán- uði getur hvor aðili krafizt, að málið sé tekið til meðferðar af nýju, ef aðstaðan hefir breyzt. Meðan á málsmeðferð stendur, bæði sáttatilraun og vinnudómi, má ekki hefja verkbann eða verkfall, og varðar brot á því ákvæði 500—10000 króna sekt. Það eru einu viðurlög, sem nefnd eru í frumvarpinu. Varlega í sakir farið. Þetta eru þá þau ósköp, sem ætluðu að trylla sósíalistana á þingi, og að því er reynt var að láta líta út, verkalýðinn um alt land. Með þessu frumvarpi er gerð mjög vægileg og mild tilraun til að draga undir dóm óvilhallra manna deilur, serri hingað til hafa oft verið háðar með hnefarétti og ofsa. Og það eru deilur, sem ekki snerta aðilja eina, heldur alt þjóðfélagið, og það miklu meira en margar þær deilur, sem nú þykir sjálfsagt að láta dómstóla

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.