Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 64

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 64
158 vera sjálfeignarbóndi og frjáls að sínu, en jafnaðarmaðurinn segir: Einmitt þetta tvent er höfuð-skað- ræði þjóðfélagsins. En lævísin fann eina brú: Sam- vinnustefnuna. Samvinnuhreyf- ingin er í eðli sínu sjálfsbjargar- stefna, en hún geymir í sér fræ- korn að hinum hugsunarhættin- um: Að beygja einstaklinginn undir heildina. 1 höndum sjálf- stæðismanna miðar hún að því að byggja upp sjálfstæði og frelsi einstaklingsins. En í höndum só- síalistans má beygja hana yfir í hina áttina, og í þá áttina var sósíalistanum ætlað að beygja hana hér á landi. Þetta hefir tekist að talsverðu lejdi. Blað samvinnuhreyfingar- innar hefir oft verið skrifað eins og það væri hreint sósíalistablað. Kaupmenn og samkepni hafa ver- ið notuð sem sameiginlegir óvinir til þess að draga stefnurnar hvora að annari. Ríkisrekstur verið tek- inn á dagskrá í takmarkaðri mynd til þess að venja við hugsunar- háttinn, orðbragðið í blöðum flokksins verið lagað eftir skríl- blöðum stórbæjanna, og yfir- leitt unnið að því árum saman, að rugla þjóðmálaskoðanir og dómgreind bænda þannig, , að [Stefnir þeim mætti loks bjóða til fullkom- innar samvinnu. Og svo var þetta reynt í land- kjöri 1926. Það tókst að vísu ekki vel, því að kosningin tapað- ist, en á því var sá stóri gróði, að það hafði þokað ,bændaflokkn- um‘ feti nær sósíalistum. En til fulls kom árangurinn í ljós 1927, þegar þessir tveir flokk- ar gengu saman í það að mynda stjórn. Það verður þó að segjast bænd- um og sveitamönnum til verðugs lofs, að margir þeirra sáu við vélráðunum og drógu sig strax út úr ófærunni, og glögghyggnari bændur hafa aldrei fengist til fylgis við sósíalista. Og mikið má vera, ef fylgið stafar ekki nokkuð frá þeirri staðreynd, hve illa mönnum er við að játa, að þeir hafi látið fleka sig. En það fylgi hverfur fyr ent nokkurn varir, og sú er spá góðra manna, að vélráð sósíalista við bændur sé búin að lifa sitt feg- ursta. Samkomulagið. Þessi útúrdúr hefir ef til vill verið óþarflega langur í sambandi við það mál, sem hjer er verið að ræða, þingið 1929. En þetta er þó> Frá Alþingi 1929.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.