Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 67

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 67
Stefnir] Frá Alþingi 1929. 161 vörpuveiðum, þó að það væri ekki langt eða léti mikið yfir sér. Var aðalatriði þess frumvarps það, að selja ekki upptæk veiðarfæri sekra botnvörpuskipa fyr en eftir 14 daga, banna að selja útlendum botnvörpuskipum veiðarfæri í sömu ferð, sem þau höfðu brotið, og skipa svo fyrir, að íslenzk skip skuli vera kyrsett í 10 daga frá dómsuppsögn ef veiðarfæri þess sé gerð upptæk. Þetta frumvarp er eftirtektar- vert á margan hátt. Það er nú f yrst og f remst ávöxtur þess greind- arlausa og úrelta hugsunarhátt- ar, að ætla að koma í veg fyrir brot með gífurlegum hegningar- ákvæðum. Sektirnar fyrir land- helgisbrot eru nú þegar svo háar, að alveg sýnist vera komið á takmörk þess, sem fært má telj- ast, og ekkert annað en hatur og hefnigirni við einhvern ímyndað- an óvin ræður, þegar menn vilja enn herða á. En því næst er hér um heimskulega aðferð að ræða, að kyrsetja og tefja veiði- skip af þessum sökum, og hamla með því stórfeldustu framleiðsl- unni hér við landið. Ekkert brot afsakar slíkar ráðstafanir, sem snerta fjölda al-saklausra. En hér er liður í sósíalista-stefnuskránni: Að gera út af við einstaklingsfyr- irtækin með einhverju móti eða að minsta kosti lama þau. Einkaaölur. Sósíalistarnir sýndu engin þreytumerki á sér, við það, að bera fram einkasölufrumvörp og ríkisrekstrar. Voru efri deildar þingmennirnir einkanlega iðnir við þennan kola. Frá þeim komu: Frv. um einkasölu á lyfjum, einkasölu á saltfiski og einkasölu á tóbaki, og átti nú að halda toll- hækkuninni, sem sett var á þegar verzlunin var gefin frjáls. Þessi frumvörp eru flest gamlir kunn- ingjar og útrædd mál. Ekkert styður þau annað en þessi óbif- anlega einokunartrú, sem flytur fjöll allra röksemda úr stað. En svo kom eitt nýtt einokunarfrum- varp, sem líklega tekur hinum fram í vitleysunni, og það var frumvarp Erlings um heimild fyr- ir bæjarfélög og sýslufélög til þess að taka einkasölu á nauðsynjavör- wn, í þeim héruðum, þar sem hætta getur verið á siglingateppu vegna hafísa eða annara hindr- ana. Má það í raun og veru heita alveg undur, að önnur eins hugsun skuli geta komið upp, jafnvel í heila ringluðustu sósíalista, að ætla að fyrirbyggja hallæri með því að gera verzlunina ófrjálsa. 11

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.