Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 62

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 62
156 Skoðanakúgun. [Stefnir ólánsræfil. Fólkið er á valdi þess, sem það fær að sjá og heyra. Þetta er skoðanakúgun að marki. Þetta er sú mesta andlega neyð, sem hægt er leiða yfir nokkra þjóð, að halda fyrir henni þeim meðfædda rétti, sem hver maður á að hafa til þess að mynda sér skoðanir í fullu frelsi og eftir bestu samvizku. Og þetta fremja þeir, sem eru sitalandi um aukin mannréttindi. Sumir ganga með þá flugu, að sósíalisminn berjist fyrir frelsi, og snúast í lið með honum af þeirri ástæðu. Þetta efni þarf síðar að skrifa nánar um. En hér hefir nú verið nefnt eitt dæmið upp á það frelsi, sem hlýtur að sigla í kjölfar sósíalismans, þar sem hann nær að „þjcðnýta" alt, og þá líka skoðanir manna. 0g þetta ófrelsi þarf ekki að stafa af neinni mannvonsku þeirra, sem við völdin eru eða misnotkun. Það er ekkert annað en rökrétt afleið- ing sósíalismans. Hann er, eftir öllu eðli sínu, ófrelsisstefna. Og skoðanakúgun hans er einn þáttur þessa ófrelsis. SMfiVEGIS. Brezka heimsveldið er lang stærsta ríki, sem nokkru sinni hefir verið til á jörðinni svo sög- ur fari af. 1 því er um fjórði part- ur alls mannkynsins, eða um 450 miljónir manna. Til samanburð- ar má nefna, að Rómverska ríkið 1 fornöld, sem oft er vitnað til, var ekki að stærð nema um það bil eins og hálf Ástralía. Það er mikill vandi að græða fé með heiðarlegu móti, en það er þó margfalt erfiðara að græða fé svo nokkru nemi með óheið- arlegu móti.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.