Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 59

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 59
SKOÐANAKUGUN. Á öllum tímum hafa verið uppi menn og stofnanir, sem hafa beitt skoðanakúgun. Þess vegna er sam- vizkufrelsi og skoðanafrelsi eitt af því fyrsta, sem reynt er að tryggja, hvar sem lýðfrelsi á að vera. Skoðanakúgunin fylgir harð- stjórninni ávalt eins og skugginn hlutnum. En aðstæðurnar valda því, að hún verður að koma fram í ýmsum myndum. Þar sem fólkið er frjálslynt og vakandi, og vald- hafinn of veikur á svellinu til þess að beita beinni kúgun, kemur hún fram í dulargerfi. Hún kem- ur þá fram í því, að menn eru ofsóttir, sviftir atvinnu og bolað frá öllu ef þeir leyfa sér að hafa aðrar skoðanir en sá, sem við völdin situr. En hugarfarið sem á bak við stendur er það sama. — Þessar stjórnarathafnir eru eins og nokkurskonar skráargöt, sem gægjast má inn um, inn í sauð- svarta kúgarasálina. Þegar þesskonar menn ná fast- ari tökum er ekki að sökum að spyrja. Þeir koma í ljós eins og tunglið, þegar fer að dimma. — Dæmin sunnan og austan úr álf- unni tala þar sínu glögga máli, og hefir Stefnir sagt nokkuð frá þessari kúgun, bæði í Rússlandi og Miðjarðarhafslöndunum. 1 þessu efni er betra að vera & verði. Hverjum frjálsbornum manni má betra þykja að láta lífið en búa við slík þrælakjör. Enda vantar ekki píslarvottana á þessari leið, menn sem hafa neitað að kalla það hvítt, sem þeir sáu að var svart, jafnvel þótt skammbyssan eða hengingar- ólin eða bálið væri við hendina. En það er þó til önnur skoð- anakúgun, sem er enn þá verri, ef mögulegt væri. Ef nota mætti það orð, þá hefir opinbera kúgunin þann kost í för með sér, að hver góður drengur finnur til hennar, og særist undan henni. Hún hleður undir sjálfa sig sprengiefninu, og þá líður sjaldan á löngu áður en einhver ber neist- an að tundrinu. En það er til önnur skoðana- kúgun, sem er að því leyti háska-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.