Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 8
Þóra Kristjánsdóttir
Mér verður
hússins dæmi...
Um húsafriðun á íslandi
Mér uerður hússins dœmi,
í hallri hrekku er stendur,
búið er hrátt muni falla
(böl í skap er runnið).
Svigna súlur fornar,
en salviðrinn bognar.
Svo kveðr mann hver, er morgnar,
mæddur í raunum sínum.
Úr vísurn Fiðlu-BjarnarJ
Skólauarðan i Reykjavík, reisl upphaflega af skólapillum í Hólauallaskolu um 17!)0, erulurbytigð
Ivisvar sinnum, en rifin 1931 lil þess að rýrna fyrir nýju skipulagi.
Vistfræði er fræðigrein sem
tekur til umhverfis mannlegs
lífs. En umhverfi er fleira en
iðnaður og ár, fjöll og fúlir pyttir.
Skilyrði mannsins felast í andlegum
og efnislegum eigindum. Líf hans er
hvorki einangrað í rúmi né tíma.
Partur af þroska hans og andlegu
jafnvægi felst í vitundinni um hið
sögulega samhengi allra hluta. Frakk-
ar hafa ágætt orð um þennan nestis-
mal, sem menn eignast til kjölfestu
allri menningu og kalla „patri-
moine", arf feðranna, og láta sér
mjög annt um. Slíkan arf eigum við
íslendingar eins og aðrar þjóðir, en
lengi vel var okkur tamt að sjá hann
aðeins í fornum bókum. Samfélag,
sem hefur breyst jafn skjótt á
skömmum tíma og hið íslenska,
þannig að um raunverulega umbylt-
ingu er að ræða í atvinnuháttum og
6 SAGNIR