Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 49
Lútherskur rétttrúnaður og lögmál hallæranna
Lúther brennir hér lagasafn kaþólsku kirkjunnar, Summa theologia eftir Thomas Aquinas og páfa-
bréf, árið 1520. Rétttrúnaðurinn gaf fólki ekki suigrúm til persónulegrar túlkunar á orðum ritn-
ingarinnar heldur var því œtlað að lesa og lœra utanað hina einu réttu túlkun.
Auðvitað má deila um þessa túlkun
mína, enda er hún sett fram hér til
umhugsunar, en ef við náum að
lesa og túlka Vídalínspostillu á
svipaðan hátt og forfeður okkar
erum við komin vel á veg með að
skilja hugsunarhátt gamla íslenska
kyrrstöðuþjóðfélagsins. Að setja sig
•nn í hugmynda- og tilfinningaheim
lútherska rétttrúnaðarins er hins veg-
ar ekki auðvelt því að verðmætamat
og viðhorf til lífs og dauða ganga að
mörgu leyti þvert á það sem nútíma-
mönnum finnst sjálfsagt og eðli-
legt.
Hér verður leitast við að skýra
nokkur af þeim viðhorfum sem enn
einkenndu íslenskt þjóðlíf um
miðja 19. öld, löngu eftir að kapítal-
ísk þróun tók að umbreyta efna-
hags- og menningarlífi annarra Evr-
ópulanda. Einkum verður horft á
gagnvirk áhrif viðhorfa til náttúrunn-
ar og lúthersks rétttrúnaðar og at-
hugað með hvaða hætti blöndun
þessara viðhorfa í heilsteypta lífs-
skoðun hafði skapað íslendingum
nokkra sérstöðu meðal Evrópu-
Þjóða á 18. öld og jafnvel fyrr. Val
mitt á viðfangsefni ræðst meðal
annars af því að ég tel æskilegt við
ritun hugarfarssögu að skýra grund-
vallarlífsviðhorf (skilning mannsins
á hlutverki sínu, umhverfi og handan-
heimi) áður en reynt er að lýsa við-
horfum til einstakra þátta mannlífs-
*ns (t.d. barnauppeldis).
Að fengnum niðurstöðum ætti að
vera ljóst hvort túlkun mín á orðum
Jóns Vídalíns hér að framan fær
staðist. En áður en lengra er haldið
er ekki úr vegi að bera þau saman
við ljóð eftir Bjarna Gissurarson
(1621-1712) sem hefur líka skoðun
a hlutverki íslendinga og stöðu
meðal þjóðanna.
Fyrir það skelfist fávís þjóð,
að felliveturnir koma,
og læðist héðan í löndin góð
að lifa í sældarblóma.
Orðið guðs úr sálarsjóð
selur þá burtu margur hver
— sumar kveður, sól fer —
fyrir það dapra dalanna hljóð,
sem dvínar í seinni tíðum.
Það skulum allir þakka drottni
blíðum.2
Ógn hins óþekkta
Árið 1794 gengu Sveinn Pálsson og
félagar hans á Snæfell. Bændur í
nágrenninu óttuðust að sú ferð gæti
haft alvarlegar afleiðingar:
Þau munnmæli loða við fjall þetta
— eins og mörg önnur — að eng-
inn megi ganga upp á það og sé
út af brugðið, verði slíkri ofdirfsku
jafnan refsað með illviðri.3
Þegar Ebenezer Henderson gekk á
Snæfellsjökul 20 árum síðar var
hann einnig varaður við slíku athæfi:
„Sumir halda að Bárður, verndar-
vættur jökulsins muni hefna sín á
þeim sem ganga á hann.“4
Hér eru greinilega enn við lýði
leifar af heiðnum animisma, en það
er sú trú að öll náttúran hafi vitund
og stjórnist af dularfullu afli sem
gefur henni líf.5 Þrátt fyrir viðleitni
tókst kristninni ekki að uppræta
þessa trú meðal íslendinga. Þeir ótt-
uðust að sönnu guð, en þeir óttuð-
ust einnig náttúruna sjálfa og töldu
sig ekki mega misbjóða henni á
nokkurn hátt. Þetta má meðal ann-
ars sjá á þeim lífsreglum sem sjó-
mönnum voru lagðar:
Varastu búra, hross og hund;
haltu svo fram um langa stund:
stökklinum stýrðu frá;
nautið ekki nefna má
nokkur maður sjónum á.6
Óttinn við yfirvofandi hættu gerir
víða vart við sig þar sem náttúran er
annarsvegar, jafnvel í kyrrð hennar
skynja menn dulda ógn:
Bármikill sjór
blekkir mig ekki,
við logn er ég hálfu hræddari.7
Hræðslunni má líkja við þá ögn sem
myrkfælnum manni stafar af myrkr-
inu. Hann þykist skynja í því líf sem
gerir það hættulegt. Áður fyrr fannst
mönnum náttúran búa yfir vitund og
vilja og vera manninum fjandsam-
leg, líkt og myrkrið. Lognið var því
svikalogn, en óvenju góð tíð varð
mönnum sérstakt áhyggjuefni eins
og fram kemur hér á eftir.
Meðan óttinn gekk laus var loku
fyrir það skotið að fslendingar gætu
tileinkað sér það kristna viðhorf
annarra Evrópubúa að maðurinn
væri herra náttúrunnar. En sigur
kristninnar á animisma hefur verið
talin ein höfuðorsök þess að Evrópu-
menn náðu að tileinka sér það hlut-
læga viðhorf sem gerði náttúruvís-
indin og gernýtingu náttúruauðæva
mögulega.8 Með því að fullyrða að
aðeins maðurinn hefði sál gerði
kristnin mögulegt að líta á allt
sköpunarverkið, að manninum frá-
töldum, sem vél er hegðaði sér í
samræmi við skynsamleg og skiljan-
leg lögmál. Og manninum var gefið
vald yfir sköpunarverkinu.9
SAGNIR 47