Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 74

Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 74
Erla Hulda Halldórsdóttir Þegar frumvarp um kosninga- rétt kvenna til sveitastjórna var á dagskrá á Alþingi 1881 þótti þingmönnum frumvarpið svo sjálfsagt og í takt við tímann að ekki tók því að færa rök fyrir því.1 Þrjátíu árum síðar, þegar fjallað var um rétt kvenna til embætta og menntunar var komið annað hljóð í strokkinn. Þá féllu þung orð og niðurlægjandi fyrir konur, eins og þau sem eru titill þessarar greinar. Óþroskaðar konur og, afbrigðilegar Aðalmótrök and-kvenréttindasinna hvar sem var í heiminum byggðust á því að konan væri líkamlega veikari en karlinn og mun síðri en hann andlega. Konur voru álitnar ófærar um að hugsa rökrétt og þar af leið- andi gætu þær ekki tekið skynsam- legar ákvarðanir. Konan er sköpuð af karlmannin- um til að hugsa um börn og bú, annað ekki. Þessar skoðanir voru t.d. áberandi í norskum bókmennt- um er kom fram á 20. öldina.2 í Nor- egi var mikil umræða um kvenrétt- indi og sitt sýndist hverjum. Árið 1907 var kosningaréttur kvenna til umræðu í norska þinginu og þar kom fram sú skoðun að með því að veita konum kosningarétt væri þeim fengið tvöfalt vald því þær hefðu til allrar óhamingju heilmikil völd bakvið tjöldin.1 Líklega hafa fleiri verið á sama máli án þess að gera sér grein fyrir því að konan var eftir sem áður réttindalaus þjóðfélags- þegn þó að hún gæti stjórnað manni sínum og vísast hafa þær verið fleiri konurnar sem engin áhrif höfðu á menn sína. Bretar voru manna íhaldssamast- ir hvað varðar jafnrétti kynjanna og hrifnastir af konunni í hinu litlausa viktoríanska hlutverki; fögur og föl stássbrúða að spila á píanó eða sauma út allan guðslangan daginn. Þessar konur virtust afar brothættar og skoðanalausar og því fór það svo að þegar þær kröfðust réttinda sinna þótti séntilmönnunum bresku, eins og norskum kynbræðrum þeirra, að þær væm ófærar um að taka sjálf- stæðar ákvarðanir. Tilfinningasemi Margir ooru á þeirri skoðun að með tilkomu kvenna í stjórnmálum yrðu óll skoðanaskipti hœverskari og hið pólitíska skílkast myndi minnka. Höfundur myndarinnar er greinilega á allt öðru máii. kvenna var álitin koma í veg fyrir skynsamlega hugsun og hlutlæg skoðanamyndun því ekki á þeirra færi. Margir karlar áttu auk þess erfitt með að sjá að nokkurt misrétti væri fólgið í hinni hefðbundnu hlutverka- skiptingu kynjanna því þeir töldu hana náttúrulegt og eðlilegt fyrirbæri sem ekki væri á valdi manna að breyta. Sú skoðun var einnig ríkjandi að þær konur sem tækju þátt í kvenna- baráttunni væru eitthvað afbrigði- legar eða: kynferðislega vanræktar, lesbísk- ar eða að öðrum kosti, stafi hegð- un þeirra af móðursýki af völdum tíðahringsins.4 Lífsköllun kvenna: Húsmóðurhlutverkið Andstaða við menntun kvenna og þátttöku í nefndum er höfðu með velferðarmál þjóða að gera var í sjálfu sér ekki mikil því menntun var ekki ógnun við veldi karlmannsins, enda studdu flestir karlmenn kröfur kvenna í þá átt. Aukin menntun gerði konuna hæfari móður og hús- móður því að vel upplýst kona gerði börn sín (syni sína) að nýtum þjóð- félagsþegnum. Karlarnir stóðu hvað mest á móti kjörgengis- og kosn- ingarétti kvenna auk réttar þeirra til embætta á sömu forsendum og þeir. Þ.e. öll þau réttindi sem opnuðu konum leið inn á hin hefðbundnu svið karla. Kvennaskólar áttu töluverðu fylgi að fagna og var sá fyrsti stofnaður í Reykjavík 1874. Stofnun hans var mikilvægt spor í framfaraátt þar sem konur fengu loks tækifæri til að mennta sig meira en barnaskólarnir gáfu kost á. Sú menntun sem kvennaskólinn bauð upp á miðaði fyrst og fremst að því að gera kon- una hæfari móður og húsmóður. Námið fólst einkum í hinum ýmsu hannyrðum, þrifnaði, reglusemi, sparnaði og hússtörfum. Stúlkumar fengu vitanlega tilsögn í bóklegum fræðum s.s. landafræði, sögu, dönsku, réttritun og reikningi,5 en markmið fyrstu forstöðukonunnar, Þóru Melsteð, var engu að síður að „veita ungum stúlkum tilsögn í hin- um helstu fræðigreinum, og þá verklega kunnáttu, sem þær þurfa á að halda í húsmóðurstöðu."'' Þóra taldi nauðsynlegt að mennta konur til hinna hefðbundnu starfa og áleit þær kynsystur sínar sem fara „út fyr- ir það svið sem, skaparinn hefur fyrst og fremst ætlað þeim," vera undantekningar.7 Þóra var vissulega ekki ein kvenna, hvað þá karla, um þessa skoðun. I Isafold frá árinu 1884 er að finna grein um kvenna- 72 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.