Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 41

Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 41
Upplýsing gegn hjátrú Skynsemin tók í þinni tíð ... að reka hjátrú í útlegð, en uppgötva náttúrulegar or- sakir til margs, sem þessi áður hafði svo lengi eignað yfirnáttúrulegum og einmitt djöfulsins verkunum..."1 Þetta sagði Magnús Stephensen (1762-1833) í eftirmælum sínum um 18. öldina. Það var honum án efa mikið ánægjuefni að geta minnst hennar á þennan hátt, ef haft er í huga að hann og aðrir upplýs- ingarmenn reyndu að eyða hjátrú og innræta fólki náttúrulegan skilning á umhverfi sínu. Andúð á hjátrú er eitt af einkennum upplýsingarstefn- unnar. Tvær megin ástæður eru fyrir and- úð upplýsingarsinna á hjátrú. Sú fyrri er aukin trú manna á mátt vís- inda, sem rekja má til vísindabylt- ingar 17. aldar. Náttúrufræðin var ein þeirra vísindagreina sem þá tók miklum framförum og leituðu lærðir menn í vaxandi mæli til hennar varðandi skýringar á sjaldgæfum fyrirbærum náttúrunnar. En fyrr á óldum var umfjöllun um náttúruna mjög í skötulíki og öll þekking tak- mörkuð. Ef menn leituðu orsaka náttúrufyrirbæra, var gjarnan sótt í smiðju heimspekinga fornaldar. Það gerði Oddur biskup Einarsson (1559-1630) þegar hann vildi skýra eðli eldgosa.2 Eða þá að gripið var «1 hjátrúarinnar sem skýrði hvirfil- úyli í Reykjafirði með galdri.3 Hölluðust menn nú að því að eðli- legar orsakir væru fyrir öllum hlutum. Spurningum var beint til náttúrunnar sjálfrar varðandi sjald- §æf atvik í ríki hennar. Bjarni Páls- son (1719-1779) og Eggert Ólafsson (1726-1768) gengu á Heklu árið 1750, til að skoða með eigin augum leyndardóma hennar. í þeim rann- sóknarleiðangri féllu mörg vígi hjátrúarinnar. Þeir félagar sáu t.d. enga fugla með járnnef, en sögu- sagnir voru á kreiki um að slíkir Inglar hefðust við á Heklu.'1 Sveinn Pálsson (1762-1840) vildi leita nátt- nrulegra orsaka fremur en vísa til yhrnáttúrulegra afla, til að skýra skyndilegan öldugang á Eskivatni. Hann spurði: „Gæti ekki verið, að Þungt loft, sem lokað er í afkimum jarðarinnar, hafi losnað þarna úr læðingi vegna þess, að andrúms- loftið hafi þynnzt?"5 Breytinguna sjáum við í hnotskurn ef við athug- um hvernig Skálholtsbiskuparnir Oddur Einarsson og Hannes Finns- son (1739-1796) öfluðu sér þekk- ingar á eðli eldgosa. Oddur leitaði í smiðju forngrískra heimspekinga, eins og áður sagði, en Hannes vitn- ar í samtímamann sinn Magnús Stephensen sem samdi rit um elds- umbrotin í Lakagígum 1783, byggt á þeirri þekkingu sem jarðfræðin kunni besta á þeim tíma.6 Með nátt- úrufræðina að vopni gengu upplýs- ingarsinnar sigurvissir fram til orustu gegn hjátrú og hindurvitnum. Hin ástæðan fyrir gagnryni upp- lýsingarsinna á hjátrú, var andúð þeirra á alþýðlegri menningararf- leifð, en hjátrúin var angi hennar. Þeim fannst hugarheimur almúgans mótast um of af óhollri lesningu á borð við „enn ein og önnur ósið- samleg æfintýri, riddara- og trölla sögur, um hnútuköst og knífilyrði jötna,' með öðrum sómalitlum eða aldeilis ótrúlegum athöfnum þeirra."7 Upplýsingarmennirnir töldu að hefðbundin menningariðkun og dægradvöl alþýðu, sem einkum saman stóð af sagnalestri og rímna- kveðskap, væri ekki til að ýta undir dyggðugt líf almúgafólks eða upp- lýsa það og fræða um nytsama hluti. Þess vegna áttu þeir í stríði við al- þýðlega menningararfleifð.8 Magnús Stephensen kvartaði undan því að hin upplýsta útgáfustarfsemi Lands- uppfræðingarfélagsins, hafi átt und- ir högg að sækja vegna fastheldni sumra presta og almúga við dulhyggju og djöflatrú.9 Hjátrúin varð að víkja svo lýsa mætti upp hugarheim al- þýðu manna, en það var einmitt markmið upplýsingarmanna. Hér verður reynt að gera grein fyr- ir skrifum lærðra manna á upplýs- ingaröld um hjátrú. Ekki er um heildarúttekt að ræða, heldur stuðst við valin rit helstu frumkvöðla upp- lýsingarstefnunnar. Það er trú mín að þannig megi bregða upp trúverð- ugri mynd af gagnrýni upplýsingar- sinna á hjátrú. Um galdur og galdratrú Upplýsingarmenn voru yfirleitt mjög vantrúaðir á galdur og gætir víða fyrirlitningar í umfjöllun þeirra um galdratrú. Þó eru dæmi þess að þeir treysta sér ekki til að hafna galdra- sögum sannorðra manna. Jón Espólín (1769-1836) varvan- trúaður á galdra. Hann sagði frá því að Svarti dauði hefði ekki gengið á Vestfjörðum og „þat var sídar af hin- um óvitrari mönnum eignad fiöl- kíngi Vestfyrdinga."10 Taldi Jón að fjölkynngistrú hefði vaxið í kjölfar siðskiptanna er trú á helga dóma og helga menn þvarr og áhrif páfadóms minnkuðu.11 Þegar kom að galdra- fári 17. aldar hvatti hann stílvopn sín og var ómyrkur í máli í garð hinna vitru manna og lærðu er þá voru uppi, er þat var látit vidgángast, er sumir voru brendir fyrir stafi eina ok fjölkýngisgrun, enn ekki vard eydt með röksemd- um slíkum hindrvitnum ok ill- girni, er þeim fylgdi...12 Jón vildi ekki bera blak af þeim löndum sínum, sem mest trúðu á galdra og hörðustum refsingum beittu. Samt leit hann á galdrafárið sem alþjóðlegt fyrirbæri, sem breiddist út um alla Evrópu eins og eldur í sinu og hlaut um síðir að ná til íslands líka. Galdrafárið rénaði svo þegar mönnum skildist að gald- ur var í raun lítils megandi.13 Eggert Ólafsson taldi galdur og galdratrú hina mestu firru. Hann áleit að hjátrúarfullir einfeldningar hefðu stundað hvítagaldur í ímynd- uðum guðsótta eða blindu trúarof- stæki og nefndi hann athæfið „ímynduð töfrabrögð".14 En þegar allar kaþólskar særingar, hjátrú og helgisiðir var bannað með siðaskiptunum, fundu ýmsir guð- lausir menn upp nýja tegund galdra. ... Alþýða manna, sem bæði var einföld og hjátrúar- hneigð, var auðtrúa á þetta og ótt- aðist lævísi, fláræði og allt atferli þessara misindismanna, enda voru hættir þeirra villtir og íburðar- miklir.15 Eggert taldi að galdratrú hefði kom- ist á nýtt stig eftir siðskipti. Honum var einnig ljóst að í sambandi við galdramál var ísland hluti af stærri heild16 en benti jafnframt á að hinir löngu og dimmu vetur hefðu magn- SAGNIR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.