Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 27
Mygluskán og hálfblautur ruddi
Og því svarar hann aftur:
at vísu er þetta fátækum ein-yrkja
ofklif, en þó tapar hann á 10
árum, jafnvel allvídazt á skemmri
tíma, miklu meiri tíd og verki
med torf-verkum at heyi sínu, enn
kostnadrinn verdr til hlodunnar;
en her hiálpar eigi um at tala:
Hann má ómoguliga hafa á því
eina ári, sem hladan skal byggiaz
þann kostnat, sem gengr til bygg-
ingarinnar.44
Þetta tvennt - hversu nálægt tyrfð
hey eru því að varðveita hey jafn vel
°g hlöður og hversu dýrt var að
byggja þær, verður að hafa í huga
Þegar leitað er að ástæðum fyrir því
að hætt var að nota hlöður í stórum
landshlutum.
Nautgripum fækkar
Eins og áður var rakið voru hlöður
fyrst og fremst við fjós. Þær voru
yggðar yfir besta fóðrið sem ætlað
var dýrmætustu skepnunum. Á ár-
unum 1552-1580 geisaði nautafár í
landinu. Á Suðurlandi er sagt að 10-
18 nautgripir hafi drepist á hverjum
bæ. Það gefur nokkra hugmynd um
nautgripaeign landsmanna og
mikilvægi nautgriparæktar í efna-
hagslífinu. Hvort sem nautgripa-
stofninn hefur náð sér á strik eftir
fárið eða ekki, er ljóst að nautgrip-
um fer fækkandi hér á 17. og 18.
öld.45
í Gnúpverjahreppi og Biskups-
tungum voru árið 1709 að meðaltali
13-15 nautgripir á hverju lögbýli, en
um 10 á bæ ef hjáleigur eru taldar
með.46 Flest uppgröfnu fjósin eru á
sama svæði, en í þeim hafa rúmast
um og yfir 20 gripir. Þessi saman-
burður gefur vísbendingu um
hversu mikil fækkunin var, a.m.k. á
Suðurlandi.
Eftir því sem nautgripum hefur
fækkað og mikilvægi þeirra í efna-
hagslífinu minnkað, þeim mun
minni ástæða hefur verið til að eyða
fé og vinnu í að byggja hús yfir hey-
ið sem þeim var ætlað.
Hlöður — fyrir hvern?
Árið 1695 voru hér um það bil 94%
lögbýlisbænda leiguliðar.47 Sam-
kvæmt Jónsbók áttu landeigendur
að leggja við til húsa á leigujörðum
sínum en leiguliðar að halda þeim
við. En í tilskipun frá 1622 er strang-
lega boðið að leiguliðar skuli sjálfir
leggja við til húsa á jörð sinni og
bera þannig allan kostnað af bygg-
ingu og viðhaldi þeirra. Þessu mun í
fyrstu aðeins hafa verið framfylgt á
konungsjörðum, en þegar komið er
fram á 18. öld mun þetta hafa verið
orðin regla á öllum leigujörðum.48
Við þetta bættist að leiguábúðin
var ótrygg, jarðir voru leigðar út til
eins árs í senn eða um óákveðinn
tíma. Leiguliðinn gat því alltaf átt á
hættu að þurfa að flytja á aðra jörð
eftir nokkur ár. Það var því ekki
endilega hagur leiguliðans að eyða
miklu fé eða vinnu í byggingu jarð-
arinnar þegar alls óvíst var hvort
hann nyti þeirrar vinnu sjálfur. Enn
síður var það hagur hans að leggja í
óhóflegar jarðabætur sem ykju verð-
mæti jarðarinnar, því þá gat hann
átt á hættu að landeigandinn hækk-
aði landskuldina.49
Það þarf því ekki annað en að
setja sig í spor leiguliða í byrjun 18.
aldar, með sínar 5 eða 6 kýr, kvíg-
una, kálfinn og kannski nautið, og
spyrja sig hvort maður legði í þann
kostnað að byggja hlöðu - sem ekki
færi að borga sig fyrr en eftir 6-10 ár
og allt eins líklegt að þá yrði maður
farinn að hokra á annarri jörð - tala
nú ekki um úr því að taðan fer ekkert
mikið verr í heygarðinum og varla
mikið á sig leggjandi fyrir þessar fáu
kýrstirtlur.
Gömul hlaða í Skaftafelli.
Tilvísanir
* Horrebow, Niels: Tilforladelige efter-
retntnger om Island með et nyt Land-
kort og 2 Aar Meteorologiske Obser-
uationer, Kbh. 1752, 313. Þýðingin er
ur Jónas Jónasson: íslenzkir þjóð-
bœttir, 3. útg., Rv. 1961, 439.
Gísli Gunnarsson: Upp er boðið
Isaland. Einokunarverslun og is-
lenskt samfélag 1602-1787, Rv.
1987, 255-256.
3 Á hvorugum staðnum sást til stoðar-
steina eða annars sem gæti bent til
þess að þak hafi verið yfir. Rannsókn-
irnar voru ófullnægjandi og upp-
graftarskýrslur óljósar. Sjá Kristján
Eldjárn: „Eyðibyggð á Hruna-
mannaafrétti." Árbók hins íslenzka
fornleifafélags 1943-1948, Rv. 1949,
6-31, og Þorsteinn Erlingsson: Ruins
of the Saga time, being an account
of Trauels and Explorations in lce-
land in the Summer of 1895, London
1899, 46-49.
4 Sveinbjörn Rafnsson: „Sámsstaðir í
Þjórsárdal." Árbók hins íslenzka
fornleifafélags 1976, Rv. 1977, 83.
5 Þór Magnússon: „Sögualdarbyggð í
Hvítárholti." Árbók hins íslenzka
fornleifafélags 1972, Rv. 1973, mynd
nr. 3, 11. - Aage Roussel: „Stöng,
SAGNIR 25