Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 27

Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 27
Mygluskán og hálfblautur ruddi Og því svarar hann aftur: at vísu er þetta fátækum ein-yrkja ofklif, en þó tapar hann á 10 árum, jafnvel allvídazt á skemmri tíma, miklu meiri tíd og verki med torf-verkum at heyi sínu, enn kostnadrinn verdr til hlodunnar; en her hiálpar eigi um at tala: Hann má ómoguliga hafa á því eina ári, sem hladan skal byggiaz þann kostnat, sem gengr til bygg- ingarinnar.44 Þetta tvennt - hversu nálægt tyrfð hey eru því að varðveita hey jafn vel °g hlöður og hversu dýrt var að byggja þær, verður að hafa í huga Þegar leitað er að ástæðum fyrir því að hætt var að nota hlöður í stórum landshlutum. Nautgripum fækkar Eins og áður var rakið voru hlöður fyrst og fremst við fjós. Þær voru yggðar yfir besta fóðrið sem ætlað var dýrmætustu skepnunum. Á ár- unum 1552-1580 geisaði nautafár í landinu. Á Suðurlandi er sagt að 10- 18 nautgripir hafi drepist á hverjum bæ. Það gefur nokkra hugmynd um nautgripaeign landsmanna og mikilvægi nautgriparæktar í efna- hagslífinu. Hvort sem nautgripa- stofninn hefur náð sér á strik eftir fárið eða ekki, er ljóst að nautgrip- um fer fækkandi hér á 17. og 18. öld.45 í Gnúpverjahreppi og Biskups- tungum voru árið 1709 að meðaltali 13-15 nautgripir á hverju lögbýli, en um 10 á bæ ef hjáleigur eru taldar með.46 Flest uppgröfnu fjósin eru á sama svæði, en í þeim hafa rúmast um og yfir 20 gripir. Þessi saman- burður gefur vísbendingu um hversu mikil fækkunin var, a.m.k. á Suðurlandi. Eftir því sem nautgripum hefur fækkað og mikilvægi þeirra í efna- hagslífinu minnkað, þeim mun minni ástæða hefur verið til að eyða fé og vinnu í að byggja hús yfir hey- ið sem þeim var ætlað. Hlöður — fyrir hvern? Árið 1695 voru hér um það bil 94% lögbýlisbænda leiguliðar.47 Sam- kvæmt Jónsbók áttu landeigendur að leggja við til húsa á leigujörðum sínum en leiguliðar að halda þeim við. En í tilskipun frá 1622 er strang- lega boðið að leiguliðar skuli sjálfir leggja við til húsa á jörð sinni og bera þannig allan kostnað af bygg- ingu og viðhaldi þeirra. Þessu mun í fyrstu aðeins hafa verið framfylgt á konungsjörðum, en þegar komið er fram á 18. öld mun þetta hafa verið orðin regla á öllum leigujörðum.48 Við þetta bættist að leiguábúðin var ótrygg, jarðir voru leigðar út til eins árs í senn eða um óákveðinn tíma. Leiguliðinn gat því alltaf átt á hættu að þurfa að flytja á aðra jörð eftir nokkur ár. Það var því ekki endilega hagur leiguliðans að eyða miklu fé eða vinnu í byggingu jarð- arinnar þegar alls óvíst var hvort hann nyti þeirrar vinnu sjálfur. Enn síður var það hagur hans að leggja í óhóflegar jarðabætur sem ykju verð- mæti jarðarinnar, því þá gat hann átt á hættu að landeigandinn hækk- aði landskuldina.49 Það þarf því ekki annað en að setja sig í spor leiguliða í byrjun 18. aldar, með sínar 5 eða 6 kýr, kvíg- una, kálfinn og kannski nautið, og spyrja sig hvort maður legði í þann kostnað að byggja hlöðu - sem ekki færi að borga sig fyrr en eftir 6-10 ár og allt eins líklegt að þá yrði maður farinn að hokra á annarri jörð - tala nú ekki um úr því að taðan fer ekkert mikið verr í heygarðinum og varla mikið á sig leggjandi fyrir þessar fáu kýrstirtlur. Gömul hlaða í Skaftafelli. Tilvísanir * Horrebow, Niels: Tilforladelige efter- retntnger om Island með et nyt Land- kort og 2 Aar Meteorologiske Obser- uationer, Kbh. 1752, 313. Þýðingin er ur Jónas Jónasson: íslenzkir þjóð- bœttir, 3. útg., Rv. 1961, 439. Gísli Gunnarsson: Upp er boðið Isaland. Einokunarverslun og is- lenskt samfélag 1602-1787, Rv. 1987, 255-256. 3 Á hvorugum staðnum sást til stoðar- steina eða annars sem gæti bent til þess að þak hafi verið yfir. Rannsókn- irnar voru ófullnægjandi og upp- graftarskýrslur óljósar. Sjá Kristján Eldjárn: „Eyðibyggð á Hruna- mannaafrétti." Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1943-1948, Rv. 1949, 6-31, og Þorsteinn Erlingsson: Ruins of the Saga time, being an account of Trauels and Explorations in lce- land in the Summer of 1895, London 1899, 46-49. 4 Sveinbjörn Rafnsson: „Sámsstaðir í Þjórsárdal." Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1976, Rv. 1977, 83. 5 Þór Magnússon: „Sögualdarbyggð í Hvítárholti." Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1972, Rv. 1973, mynd nr. 3, 11. - Aage Roussel: „Stöng, SAGNIR 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.