Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 37

Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 37
Jón Eiríksson 1728—1787 sem er öðrum fremri að námfýsi og gáfum og hefst af andlegum styrk til hinna æðstu metorða. Hún er einnig sagan um hinn alsjáandi og alvitra valdamann sem bugast undir fargi ábyrgðar og ytri aðstæðna. Þannig er saga Jóns aðgengileg, einföld og áhrifarík. En þessi saga var skrifuð á ákveðnum tíma, gerðist á ákveðn- um tíma og við ákveðnar sögulegar aðstæður og það ljær henni sögu- lega dýpt. Hún er ekki frumstætt ævintýri um öskubusku eða kolbít eða einföld skýrsla um náttúrusögu- legan eða vistfræðilegan vöxt, há- mark og fall. Því miður hefur enginn tekið sér það sagnfræðilega viðfangsefni að greina nákvæmlega heimildirnar sem Sveinn Pálsson notaði við ritun ævisögu Jóns. Þó er ljóst að þegar Sveinn skrifar um ævi Jóns framan af styðst hann einkum við sjálfsævi- söguágrip Jóns sem nú er að öðru ieyti glatað. Stórþingsmaðurinn Olafur Ólafsson á Kóngsbergi er aðalheimildarmaður Sveins um Jón °g Lærdómslistafélagið og raunar fleiri atriði frá síðari árum Jóns. í lýsingunni á persónuleika og ævi- •okum Jóns nær læknirinn Sveinn Pálsson sér á strik, en styðst við fjölda heimilda, prentaðar og óprent- aðar. Þroska- og menntunarsagan er sögð af upplýsingarmanninum Jóni, en persónuleika- og hrörnunarsag- an af Sveini Pálssyni, næmum nátt- úruskoðara og ögn rómantískum. Heildin verður merkileg söguleg heimild, í senn einstæð og einkenn- andi fyrir sinn tíma. Jón Eiríksson virðist snemma á námsárum sínum í Kaupmanna- höfn (1748-58) hafa orðið fyrir mikl- um áhrifum frá hinni þýsku upplýs- •ngu, ekki síst heimspeki Christians Wolffs (1679-1754), eins mesta fröm- nðar upplýsingarinnar á Þýskalandi. Virðist Jón sjálfur segja frá námi s'nu í „heimsspeki, hvar í hann einkum féllst á Wolffs meiningar" í ævisögunni.2 Ber raunar ævistarf Jóns merki þessa. Félagar Jóns á Garði á námsárun- um eru nefndir þrír, Jón Árnason (1727-1777), síðar sýslumaður Snæfellinga, Hálfdan Einarsson (1732-1785), síðar skólameistari á Hólum og Magnús Ketilsson (1732- 1803), síðar sýslumaður Dalamanna.3 Þessa menn hvatti Jón til ritstarfa og gekk meira að segja sjálfur í að koma ritum þeirra út á prent síðar á ævinni. Viðhorf þeirra og hugsunar- háttur ber einnig merki upplýsingar- innar. Þannig gaf Jón Eiríksson síðar út rit félaga síns og nafna Árnasonar, „Historisk Indledning til den gamle og nye Islandske Rættergang ... Igjennemseet, foroget, og med An- mærkninger oplyst af John Erich- sen“, í Kaupmannahöfn 1762. Jón studdi einnig Hálfdan Einarsson til að gefa út hina íslensku bókmennta- sögu sína, „Sciagraphia historiæ lit- erariæ Islandicæ", í Kaupmannahöfn 1777.4 Enn fremur studdi hann út- gáfur Magnúsar Ketilssonar frá Hrappseyjarprentsmiðju, t.d. fyrsta tímaritið á íslandi, „Islandske Maaneds Tidender", í Hrappsey 1773-76, og hinar ágætu Hrapps- eyjarfororðningar í þremur bindum, „Kongelige Allernaadigste Forordn- inger“, í Hrappsey og Kaupmanna- höfn 1777-87.5 Jón sá einnig um út- gáfu á ferðabókum Eggerts Ólafs- sonar (1772) og Ólafs Olaviusar (1780), riti Páls Vídalíns um við- reisn íslands (1768) og svo má lengi telja. Jón má með sanni kalla höfuð- smið íslenskrar upplýsingar á síðari hluta 18. aldar. Hér á eftir verða tínd til nokkur atriði um Jón og ævitíma hans til að minna á hve áhugavert, og lítt kannað, rannsóknasvið er hér um að ræða. Árið 1759 varð Jón kennari í lög- um við akademíið í Sóreyju á Sjá- landi og starfaði þar við kennslu og stjórnunarstörf skólans til ársins 1771. Sveinn Pálsson getur þess í ævisögu Jóns að Bjarni Thorsteins- son amtmaður hafi komist yfir handrit að fyrirlestrum Jóns í Sór- eyju.6 Hafi það verið þrír partar fyrir- lestra, 1. um náttúrurétt, 2. um danska, norska og íslenska „laga- historíu" og 3. um persónurétt. Bjarni hafi glatað hinu fyrsta og hinu þriðja. Nú er þessu svo háttað að þeir hlutar sem Bjarni hafði glatað eru varðveittir í Landsbókasafni, en handritið sem Bjarni hafði enn und- ir höndum er hins vegar glatað. Fyrirlestrarnir eru á dönsku. Um náttúrurétt: 1. Lbs. 45, 4‘° Jus naturæ 2. Lbs. 46, 4to Naturrettens Historie Um persónurétt: 3. Lbs. 648, 4to Jus proces- suale 4. Lbs. 649, 4to Jus personar- um Danico-Norvegicum 5. Lbs. 650, 4to Jus rerum 6. Lbs. 651, 4t0 Jus ad rem & Jus criminale Sérstaklega er saga náttúruréttarins áhugaverð frá sögulegu sjónarmiði, þar koma fram hugmyndir 18. aldar- manna um þau efni. Náttúruréttar- hugmyndir Christians Wolffs höfðu mikil áhrif og eitt höfuðrita Wolffs heitir einmitt „Jus naturae methodo scientifico pertractum" og kom út í átta hlutum 1740-48. Líklegt er að fyrirlestrar Jóns dragi dám af því. Ekki er fráleitt að ætla að réttarheim- spekingar og lagasmiðir geti sótt röksemdir í þessar gömlu heimildir nú á tímum umræðna um mannrétt- indi og endurskoðun stjórnarskrár. Einhver fyrstu prentuðu sagnarit- in frá hendi Jóns Eiríkssonar komu út sem viðaukar við lýsingu Hol- bergs á dansk-norska ríkinu.7 Lýs- ing Holbergs hafði birst tvisvar á prenti fyrr á 18. öldinni og þótti hin fróðlegasta handbók. Jón sá um þriðju útgáfu árið 1762, enda var Holberg þá látinn. Jón bætti við verkið nokkrum sögulegum yfirlits- köflum einkum varðandi Noreg og ísland og eru þeir allir merkileg tímamótaverk. Þetta var í fyrsta skipti sem réttar- saga Noregs og íslands var prentuð og varð Jón Eiríksson þannig frum- kvöðull í réttarsögurannsóknum og sagnaritun bæði í Noregi og á ís- landi. Lýsing Jóns á frjálsu lýðveldi íslendinga (den fri Republik) til forna er einkar athyglisverð. Hún er gerð af embættismanni hins konung- lega danska einveldis og Iýsing stjórnskipunar lýðveldisins forna er laus við síðari hugmyndir um skipt- ingu ríkisvaldsins sem talsvert hefur gætt í sagnaritun um „þjóðveldið" íslenska. Frá um 870 til um 1264 var ísland, samkvæmt Jóni, frjálst ríki (en frie Stat), sem stjórnað var af göfugustu ættum landsins. Hið æðsta lagavald (den overste Juris- SAGNIR 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.