Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 70
Sigrún ValgeirscLóttir
Sagna. Merkjanlegur munur er á
fyrstu árgöngum ritsins og þeim
sem hafa komið út síðustu ár. Fram-
an af var lítið spáð í stíl og fram-
setningu en nú er greinilegt að nem-
endur hafa náð æ betri tökum á
þessum þætti. Kennslan er auðsjá-
anlega farin að skila árangri. Þegar
þriðji árgangur ritsins kom út árið
1982 var einn ritdómari dagblað-
anna nokkuð óhress með málfar og
stíl en sami dómari ritaði þremur
árum síðar að sagnfræðinemum
hefði tekist það ætlunarverk sitt að
skrifa skiljanlegt mál.
Auðvitað má framsetningin
ekki bera rannsóknina ofurliði og
eitt af því sem vakti fyrir nemendum
þegar þeir óskuðu eftir sérstöku út-
gáfunámskeiði árið 1983, þar sem
vinnsla Sagna yrði grunnur, var að
læra til verka í því efni samhliða
grundvallaratriðum í útgáfustarfi.
Helgi Þorláksson sagnfræðingur
hafði sýnt slíkum hugmyndum mik-
inn áhuga og tók síðan að sér leið-
sögn á útgáfunámskeiði veturinn
1983-84, sem var fjölsótt. Helgi var
þaulvanur útgáfuvinnu og ritstjórn
og á námskeiðinu var farið inn á
ýmis svið og velt vöngum yfir hinum
aðskiljanlegustu þáttum sem snerta
útgáfu almennt og sagnfræðiefni
sérstaklega. Fyrri árgangar Sagna
voru gaumgæfðir og krufðir til
mergjar, spáð í stíl og framsetningu,
legið yfir innlendum og erlendum
tímaritum og athugað hvað af þeim
mætti læra, hugað var að fjárhags-
grundvelli tímarita og höfundarétti,
prentsmiðjur heimsóttar og sérfræð-
ingar komu í tíma til að miðla nem-
endum af visku sinni, erlend fræði-
rit um útgáfumál voru lesin og Helgi
skrifaði sjálfur dálítið kver fyrir okk-
ur um útgáfumál. Síðan skrifuðu
nemendur ritgerðir á námskeiðinu
sem jafnframt voru greinar í Sagnir.
Gríðarleg vinna lá í þessu öllu sam-
an og að lokum spreyttu nemendur
sig á því að gefa tímaritið út og
koma því á markað. Fimmti árgang-
ur ritsins sem leit dagsins ljós í íok
námskeiðsins var gjörólíkur þeim
sem áður höfðu komið. Brotið var
mun stærra, myndir skipuðu vegleg-
an sess, textinn var í þremur
dálkum, pappírinn góður og svo
mætti lengi telja. Blaðið var ágæt-
lega skrifað, skýrt og skipulegt, og
þemað áhugavert. Þetta var algjör
bylting.
Sp.: Hverjar voru viðtökurnar?
Eggert: Viðbrögð lesenda voru
yfirleitt mjög góð og áður en árið
1984 var liðið höfðu nærri eitt þús-
und eintök selst. Ekki veitti af góðri
sölu til að hafa upp í kostnað við út-
gáfuna. Ætli starfsfólk bókasafna
hafi ekki verið hvað óhressast með
breytinguna. Sagnir höfðu sífellt
verið að breytast þótt almennir les-
endur tækju kannski ekki eftir því.
Fyrsti árgangurinn var t.d. fjölritaður
Hetgi Þorláksson sagnfrœdingur átti stóran
þátt í því að gera Sagnir að veglegu tímariti.
og heftur í kjölinn, annað blaðið
fjölritað og límt í kjölinn, þriðja ritið
var sett, offsetprentað og saumað í
kjölinn. Fjórði árgangurinn var síð-
an unninn með nýjustu tækni og
saumaður en í allt öðru og smærra
broti en hinir fyrrnefndu. Síðan
komu Sagnir fimm, miklu stærri en
áður. Það ku víst vera æði erfitt að
binda ritið inn svo vel fari á bóka-
safni! Harkalegasta gagnrýnin sem
ég man eftir að hafi komið fram á
Sagnir eftir breytinguna birtist í
greinarkorni í fréttabréfi íslensku-
nema. Þar var ritinu líkt við sagn-
fræðilega „rás 2“ og kallað „eitthvert
huggulegt glansprent" sem ætti að
geta höfðað til allra en væri „dæmt
til að mistakast". Einn ágætur sagn-
fræðinemi svaraði þessum pistli
snöfurlega og nemendur létu ekki
svona gagnrýni hafa mikil áhrif á
sig.
Áfram var haldið á þeirri braut
sem mörkuð hafði verið á útgáfu-
námskeiðinu. Upphaflega höfðu
nemendur hug á því að námskeið af
þessu tagi yrði haldið með reglu-
legu millibili, jafnvel annað hvert ár.
Hugmyndin var sú að þeir sem sætu
sfíkt námskeið yrðu fullfærir í Sagna-
vinnuna árið eftir og hrifu nýgræð-
ingana með sér. Síðan kæmi útgáfu-
námskeið og koll af kolli. Ég held
að árangurinn hafi ekki látið á sér
standa og að sjötti árgangurinn sýni
vel hversu mikilvægt slíkt námskeið
68 SAGNIR