Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 50
Gunnar Halldórsson
Jón Þorkelsson Vídalín fæddist í Görðum á Álftanesi 21. mars 1666. Hann missti föður sinn ellefu
ára gamall og þrátt fyrir œttgöfgi kynntist hann skorti og erfiðisuinnu afeigin raun á unglingsár-
unum. Hann reri meðal annars tuœr uertíðir i Vestmannaeyjum, en fór 21 árs gamall til Kaup-
mannahafnar með frábœran uitnisburð frá rektor Skálholtsskóla. Að loknu guðfrœðinámi gerði
hann misheppnaða tilraun til að komast til metorða í danska hernum, en eftir heimkomuna
uarð frami hans skjótur. Hann uarð biskup í Skálholti árið 1697 og gegndi þuí embætti með
mikilli reisn til dauðadags árið 1720.
í Postillunni, sem oft uar nefnd Jónsbók eftir höfundi sínum, uoru kenningar rélttránaðarins
boðaðar þjóðinni með óuiðjafnanlegri mœlsku, andríki og trúarhita. Hún uar fyrst prentuð á
Hólum 1718, fyrri partur, og 1720, seinni partur, en 13. útgáfa af fyrri parti og 11. útgáfa afseinni
parti uoru prentaðar í Kaupmannahöfn árið 1838. Útgáfufjöldi og ártöl segja sína sögu, en óhætt
mun að fullyrða að á þessum tíma hafi engin bók önnur haft meiri áhrif á hugmyndaheim ís-
lendinga.
Islendingar töldu einnig að nátl-
úran hegðaði sér í samræmi við
fyrirfram ákveðin lögmál, en þekk-
ing á þeim gaf ekki loforð um aukið
vald mannsins.
Hringrás og jafnvægi
Jafnvel upplýsingarmaðurinn Hann-
es Finnsson treysti sér ekki til að
mótmæla því lögmáli hallæranna
sem hér á landi var viðtekinn sann-
leikur: „„Það er mælt að 18di vetur í
öld skuli því einn eyða, sem allir
hinir afla.““10 Stórfellt hallæri, sem
gert var ráð fyrir á 18 eða 19 ára11
fresti var í hugum manna upphaf og
endir langtíma hringrásar sem gerði
fjarlæg efnahagsleg markmið að
hégóma. Alvarlegar landplágur voru
taldar gera boð á undan sér með
ýmiskonar náttúruteiknum sem allir
áttu að geta skilið,12 en hörð ár
komu oft þrjú saman; það í miðið
linast en seinasta harðast.13
Hinum almenna bónda veittist
nógu erfitt að komast skaðlaust í
gegnum skammtímahringrás árstíð-
anna. Náttúran gaf honum hættu-
merki á úrslitastundu, — og annað
þegar hættan var liðin hjá:
almennast er á íslandi, að fé og
hestar horfalla mest um og eftir
sumarmál, þegar gróandi er í jörð
kominn og horaði peningurinn
dregur sig eftir nálinni ... er hjá
oss hestum og fé hættast, eftir
það fyrst hefir til hrossagauksins
heyrt. Aftur á móti hafa íslending-
ar annan málshátt, sem reynslan
hjá þeim sannar. Þá eru vetrar-
hörkur úti, þegar spóinn vellir
graut.14
Engin varanleg uppbygging í mann-
virkjagerð né verðmætasköpun
benti til þess að mögulegt væri að
rjúfa hringrás hallæranna. Höfuð-
stóll leiguliðans, hins almenna
bónda var skepnur, en þegar hall-
æra var stöðugt von var auður talinn
valtastur vina. Hið raunhæfa tak-
mark góðrar búsýslu var því að verja
heimilið gegn fátækt og í besta falli
að vera aflögufær til hjálpar sveit-
ungum sínum. En fáir töldu sér
stætt á því, bæði mannorðsins
vegna og kristilegrar innrætingar, að
halda fast um sitt á meðan nágrann-
ar þeirra liðu skort.15 Kristileg auð-
söfnun leit til lengri tíma en kapítal-
ísk.
Hvar þú finnur fátækan á
förnum vegi,
gerðu’ honum gott, en grættu eigi.
Guð mun launa á efsta degi.16
Ágirnd var talin „alls hins illa, undir-
rót“17 og Jón Vídalín vildi „heldur fá
hinum volaða tíu peninga en kasta
hundrað á mangarans borð."18 Ríki-
dæmi taldi hann yfirleitt þannig til
komið að menn hefðu „tekið nokk-
uð ranglega trá öðrum“.19
Kristin siðfræði sem taldi auð-
söfnun hættulega sáluhjálp fór
þannig hönd í hönd með svartsýni
sem gerði ráð fyrir því að náttúran
tæki gjafir sínar til baka. í jafnvægis-
leit náttúrunnar hallaði þó frekar á
ógæfuhliðina. Árið 1814 höfðu lands-
menn lifað þrjá góða vetur í röð, en
Henderson lýsir viðbrögðum Islend-
inga við góðæri: „margir eru teknir
að gerast kvíðandi um það, að þetta
hlé kunni meir en jafnast með hörk-
um næsta vetur.“20 Þegar óvenju vel
voraði á Suðurlandi árið 1829 kvað
við sama tón:
Héðan er að frétta árgæsku þá
mestu, sem ég man, bæði til
lands og sjávar, svo surnir eru
ekki án ótta, að þetta muni betal-
ast síðar.21
Hvers vegna urðu menn „kvíðandi"
48 SAGNIR