Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 82

Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 82
Egill Ólafsson Þegar Darwin var að ferðast um Patagóníu, sá hann mæður bera ný- fædd börn alsnakin þó ísing væri úti, og regndroparnir frysu, svo húð- ina hélaði. Það er augljóst, að ekkert veiklað barn hefði staðist þann kulda, þess vegna komust að eins hraustu börnin upp. Hér erum við þá komin að einni aðalorsökinni til hnignunarinnar í menningar- löndunum, sem einungis verður úr bætt með því að finna ráð til að herða og styrkja veiku kynslóðina, sem nú er verið að nostra við að halda lífinu í, iíkt og suðrænum jurtum í vermireitum, en sem áður var gefið á gaddinn. Ef vér eigum að halda þessari veikluðu kynslóð við, þá verðum vér að lækna veiklunina og koma í veg fyrir margföldun allra veiklunarmerkja við erfðir mann fram af manni, með kynbóta- ráðum og skynsamlegu viti, því ella drýgjum vér sjálfsmorð á kyn- flokki vorum með undanrenningarvorkunnsemi við lítilmagnann. Heimild: Steingrímur Matthíasson: „Heimurinn versnandi fer.“ Skímir 1913,263. þurfi að beita vondum ineðulum til að lifa af. Það er spurning hvort rúm er fyrir nokkra siðfræði í þessari kenningu. Siðfræði er marklaus nema einhver möguleiki sé á því að breyta umhverfinu til samræmis við það sem maður kýs. Ef að siðferðið væri bara eitthvert lögmál þá er það ekki í mannlegu valdi að breyta einu eða neinu til góðs. Þjóðareinkenni íslendinga Umræður um mannbætur voru all- miklar á íslandi á fyrri hluta þessar- ar aldar. Ýmsir íslenskir mennta- menn, sérstaklega læknar, hrifust af mannbótastefnunni. Erfitt er að skýra þetta fullkomlega en þó má fullyrða að menn hafi aðhyllst þess- ar hugmyndir fyrst og fremst vegna einlægrar framfaratrúar sem hefur verið í góðu samræmi við þær fram- farir sem voru að verða á íslensku samfélagi á þessum tíma. Framfarir í erfðafræði, en þær voru örar í kjölfar uppgötvana austurríska munksins Gregors Mendels (1822- 1884), vöktu áhuga íslenskra lækna á mannbótastefnunni. Mannbótaumræðan tengist um- ræðu um þjóðareinkenni íslend- inga sem var mikil í upphafi þessar- ar aldar. Guðmundur Finnbogason taldi að landið hefði mótað íslend- inga og gert þá öðruvísi en aðrar þjóðir. Hann gekk út frá þeirri kenn- ingu franska náttúrufræðingsins Jean de Lamarchs (1744-1829) að umhverfi móti stofninn, að gíraffinn sé svona hálslangur vegna þess að hann hafi alltaf verið að teygja sig upp í laufið í trjánum. Guðmundur nefnir t.d. að fjallaþjóðir séu al- mennt taldar glaðlyndar og fjörugar án þess að skýra það frekar og að sveitamenn sem sífellt gangi á ósléttu verði öðruvísi í göngulagi en borgarbúar sem sífellt gangi á þil- sléttu." Guðmundur hélt því fram, eins og fleiri, að til íslands hefðu upphaf- lega flust sérstakir „úrvalsmenn". Skýringarnar á þessu eru eftirfar- andi. Norðurlönd eru harðbýlt svæði og þar gat aðeins þrifist harð- gert fólk. Þetta fólk lifði frekar ein- angrað frá umheiminum svo að það spilltist lítt eða ekki af öðrum kynjum. Frá Noregi flutti síðan til ís- lands áræðið og harðgert fólk sem þoldi illa ófrelsi Haralds hárfagra. Þessi söguskoðun kemur víða fram t.d. í íslands sögu eftir Jónas Jóns- son (1885-1968) frá Hriflu sem var kennd í barnaskólum í 70 ár. í grein sem Guðmundur Finnbogason skrif- aði vitnar hann í Elsworth Hunting- ton prófessor við Yale háskóla í Bandaríkjunum. Prófessor þessi virðist hafa haft meira en lítið álit á íslandi og íslendingum. Niðurstaða prófessorsins er þessi: ísland er undraland. Þrátt fyrir eðlisgalla sína hefir það um 1000 ár staðið í fylkingarbroddi menn- ingarinnar. Er það sanni næst, að það hafi, að tiltölu við fólks- fjölda, lagt stærri skerf til fram- fara mannkynsins en nokkurt annað svæði, að undanteknu Grikklandi hinu forna og Gyðinga- landi.12 Hungur og hallæri hefur sam- kvæmt þessu haft jákvæð áhrif á landsmenn. Þetta er í góðu sam- ræmi við það sem Spencer sagði um að erfiðleikar væru af því góða. Óblíð veðrátta hefur t.d. þessi góðu áhrif. „Hún beygir dáðleysingjann, en kveikir upp karlmennskuna og glæðir þróttinn í hinum hrausta og hugprúða, og það mundi vera í anda Bjarna: „frostið oss herðir", kveður hann.“13 Guðmundur ræðir fleiri tegundir af erfiðleikum en efast um að drepsótt- ir virki mannbætandi því að þær virðast leggjast jafnt á gáfumenn sem heimskingja. Sama segir hann að gildi um sjóslys. Hugmyndir um jákvæð áhrif af hallærum og hungursneyðum koma víða fram. Þorvaldur Thoroddsen (1855-1922) náttúrufræðingur segir t.d.: Stórabóla gekk yfir landið sem kunnugt er 1707-1708, og er talið að 18 þúsundir manna hafi dáið. Gerði sótt þessi landinu mikið tjón, en hreinsaði jafnframt til, því þá dó mikið af flökkulýð, holdsveiku fólki og öðrum aum- ingjum.14 Svipuð viðhorf koma fram hjá Steingrími Arasyni (1879-1951) kennara, í bók hans Mannbœtur. Hann fer mörgum orðum um dýr- asta auð þjóðarinnar sem sé lífs- kraftur hennar, andlegur, líkamleg- ur og siðferðilegur. Þessi mikli lífs- kraftur er tilkominn vegna þess hve fósturjörðin hefur „agað oss strangt". Sem dæmi um þennan aga nefnir hann ungbarnadauðann. Áður fyrr dó á fyrsta aldursári sem svaraði þrem og jafnvel fjór- um hundruðum af hverju þús- undi — eða eins mikið og mest á sér stað meðal hálfvilltra þjóða. Vont loft í baðstofum, fáfræði og óþrifnaður varð þeim að fjörtjóni, sem voru ekki því sterkari. Nú 80 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.