Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 24
Orri Vésteinsson
„Hlöður eru almennar, oft 4-5 á bæ,
en víðast mjög smáar.“21
Hinsvegar eru þær sem rúma fóð-
ur fyrir um helming gripanna í fjós-
inu, eins og í Hvítárholti og Gröf.
Ætla má að þar hafi kýrnar setið fyrir
um töðuna úr hlöðunni, en geld-
neytin hafa fengið moðið og rekj-
urnar, ef þeim hefur þá ekki verið
beitt út á gaddinn þeim mun gróf-
legar. Líklegra er þó að þeim hafi
verið gefið úthey sem geymt var í
heystökkum utandyra.
Það er ekki alveg út í hött að
ímynda sér að stærð hlaðanna
geymi upplýsingar um mismunandi
áherslu sem lögð var á mjólkur- og
kjötafurðir. Þar sem hlöðurnar eru
litlar, þar hafi nyt aðeins verið hald-
ið í tveimur eða þrem kúm til heim-
ilisbrúks, en aðaláherslan lögð á
kjötafurðirnar. En þar sem þær eru
stórar hafi mjólkurafurðirnar skipt
meira máli í efnahagslífi heimilis-
ins.
„Todur eda
jafnkraptagód hey...“
Markús Eyjólfsson segir, eftir að
hafa rætt um nytsemi hlaða í grein
sinni um heyannir sem birtist 1781,
að hann vilji að það
mikinn part skilit se um todur eda
jafnkraptagód hey, því adra med-
ferd má allvída hafa á út-heyium,
enda er og skadinn minni, þó mis-
takiz.22
Sama hefur að líkindum gilt á mið-
öldum. Uppgröfnu hlöðurnar eru
svo naumlegar að óhætt er að full-
yrða að þær hafa fyrst og fremst ver-
ið ætlaðar fyrir töðuna - besta og
kjarnmesta heyið sem fyrst og
fremst var ætlað kúnum. Útheyin
hafa oftast verið geymd í stæðum
úti við.
Það er þannig langt frá því að
hægt sé að segja að allt hey hafi ver-
ið geymt í hlöðum á miðöldum eins
og 18. aldar menn virðast hafa
haldið.23 Það má líka benda á að
a.m.k. tvö fjós hafa verið grafin upp
- í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum
og Gjáskógum í Þjórsárdal, þar sem
engar hlöður virðast hafa verið. í
Herjólfsdal sást til heygarðs við
fjósið.24 Auk þess styðja skriflegu
heimildirnar þetta; í ís/endinga-
sögunum og Sturlungu er víða getið
um heygarða og stakkgarða. Þar eru
þeir ýmist hafðir í túnum eða upp
um holt og verður ekki önnur álykt-
un dregin af þessum heimildum en
sú að heygarðar og -stæði hafi verið
algeng sjón, a.m.k. á 13. öld.25 í
Þar sem heyinu uar sjaldnast komið öl/u í hlöðu uarð að byggja heygarða eða -tóftir hjá gripa-
húsunum. Myndin sýnir dœmi um þetta frá Gilhaga í Skagafirði í lok 19. aldar. I eru heygarðar,
II hlaða og III fjós.
Fjárhús (!) og Hlaða (2) á Þórarinsstöðum.
Fornbréfasafni má finna staði þar
sem engar hlöður virðast hafa verið
og aðra þar sem fjós, hlaða og hey-
garður eru nefnd í sömu andrá.26 I
lögbókunum, Grágás og Jónsbók,
er gert ráð fyrir að jafn líklegt sé að
menn geymi hey sín í hlöðum og
heygörðum.27
Það má þannig setja fram þá
kenningu að á miðöldum hafi hlöð-
ur verið byggðar yfir töðu, en allt
annað hey hafi verið geymt úti.
Undantekningar voru auðvitað;
sumstaðar voru engar hlöður, stund-
um hefur úthey verið geymt í
hlöðum, a.m.k. ef marka má höfund
F/jótsdœ/asögu, en hann lætur
Sveinung bónda - sem áður var
minnst á, fylla hlöðu sína af út-
heyi.28 Einhverjir hafa svo byggt fjár-
húshlöður.
Fjárhúshlöður
Ein slík hefur verið grafin upp á Þór-
arinsstöðum. Hún er örlítil - aðeins
9,9 m2. í fjárhúsinu hafa rúmast tæp-
lega 90 sauðir samkvæmt reikningi
Búalaga eða litlu fleiri gripir því
lömb hafa líklega verið höfð þar
líka.29 Engin leið er að segja til um
hvað heyið í hlöðunni hefur dugað
ofaní allan þennan fénað, því
ómögulegt er að giska á hversu
lengi vetrar fénu var haldið á beit.
Það hefur þó klárlega verið skemur
22 SAGNIR