Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 89
Gaddavírsgirðingar
Réttardagur i Borgarrétt í Eyjafirði árið 1938. Ekki er uitað með uissu huenœr réttin uar gerð, en
líklega hefur það uerið snemma á 19. öld eða jafnuel fyrr. Kletturinn hefur uafalaust ráðið miklu
um ual réttarstæðis þar sem hann sparar mönnum mikla uinnu uið byggingu og uiðhald hennar.
kvæmd laganna.
Ymislegt fleira þótti athugavert
við lögin. Til dæmis þótti lánstím-
inn of langur. Eðlilegra væri að
miða við þann tíma sem girðingarn-
ar muni endast, 15-18 ár, og þá
losni menn við að greiða af láninu
löngu eftir að girðingarnar séu ónýt-
ar. Mönnum var heldur ekki ljóst
hvað gerðist þegar girðingarnar
væru ónýtar. Á landssjóður þá að
leggja út nýja upphæð fyrir girðing-
um? var spurning sem heyrðist.
Úr vörn í sókn
Skoðanir Guðjóns Guðmundssonar
virðast vera nokkuð dæmigerðar fyr-
ir álit margra á gaddavírslögunum.
Með þeim sé verið að bjóða ónytj-
ungum og ráðleysingjum
takmarkalítið og mjög illa trygt lán,
til þess að girða tún sitt með út-
lendu og lítt þekktu girðingaefni,
og jafnframt séð um að enginn
eyrir af þessu mikla fé... lendi hjá
innlendum mönnum, heldur alt í
vasa útlendra verksmiðjueigenda
og auðmanna. Atorkumaðurinn
aftur á móti, sem vill girða tún sitt
með grjóti eða öðru góðu inn-
lendu efni, fær enga hjálp til þess,
enda þótt nóg og gott grjót sé alveg
við hendina.21
Fleirum þótti nóg um eyðsluna og
sveið að sjá á eftir svo miklum pen-
■ngum út úr landinu; nær hefði verið
að veita lánum til allra girðingarteg-
unda, því girðingaraðstæður séu
mismunandi." Innflutningur á girð-
ingarefni var í andstöðu við sjálfs-
þurftarhugsunarháttinn, sem taldi
Srjót og torf efni sem fólk ætti að
nota, þar sem það kostaði ekkert.
Þegar þau sjónarmið, sem fram
hafa komið, eru skoðuð þarf ekki að
koma á óvart þótt frumvarpið hafi
breyst í meðförum Alþingis. En for-
vitnilegt er að athuga hvaða þing-
nienn voru meðmæltir girðingar-
iögunum og hverjir ekki. Afstaðan
^empr glöggt fram í viðhorfum
Þeirra til landbúnaðar og sjávarút-
Vegs. Formælendur gaddavírsins
sögðu að sjávarútvegurinn tæki fólk
frá landbúnaðinum í góðærum en
skilaði því svo á sveitina þegar svik-
nli sjávarafli brygðist. Nú verði land-
búnaðurinn að snúa vörn í sókn og
girðingarframkvæmdirnar voru hluti
af þeirri sókn. Þessir þingmenn voru
á sömu skoðun og Guðjón Guðlaugs-
son:
menning þjóðarinnar og hagsæld
byggist á engu fremur, en á nýti-
legum landbúnaði; eyðileggist
hann, þá mun skamt að bíða
eyðileggingar landsins sjálfs;
verði land vort einungis fiskiver,
þá gef eg ekki mikið fyrir framtíð
þess.23
Ekki þarf að koma á óvart að þeir
þingmenn sem mæltu á þessa leið
voru flestir kjördæmakjörnir fyrir
landbúnaðarhéruð og jafnframt
bændur. Þegar það er haft í huga er
ekki að undra þótt þeim væri mikið í
mun að rétta landbúnaðinum hjálpar-
hönd.
Þeim þingmönnum sem voru á
móti gaddavírslögunum fannst
óréttlátt að veita svo miklum fjár-
munum til einnar atvinnugreinar.
Kristján Jónsson sagði að landbún-
aðurinn væri ekki lengur þýðingar-
mestur heldur hefði sjávarútvegur
og iðnaður bæst í hópinn. Þessir
þingmenn voru flestir annaðhvort
konungkjörnir, stunduðu embættis-
störf og bjuggu í Reykjavík eða þjóð-
kjörnir fyrir staði þar sem sjávarút-
vegur skipti meira máli en landbún-
aður. Því er eðlilegt að þeir hafi ekki
viljað veita peningum í atvinnugrein
sem þeir töldu sig hafa lítilla hags-
muna af að gæta.
Framkvæmd laganna
Eftir 1904 þagna þær raddir sem
töldu gaddavírinn hættulegan, enda
var komin nokkur reynsla á hann og
flestir sammála um nytsemi hans.
Ekki var lengur minnst á að heppi-
legra væri að girða með torfi og
grjóti og verður ekki annað séð en
almennt hafi verið viðurkennt að
gaddavír væri framtíðargirðingar-
efni. Deilur almennings í blöðum
og tímaritum hljóðna með öllu og
þingmenn deila nú eingöngu um
framkvæmd laganna og þann kostn-
að sem þeim sé samfara.
En þegar farið var að framfylgja
lögunum frá 1903 kom í ljós að þau
hafa ekki verið nægilega vel kynnt,
að minnsta kosti var mönnum sem
sóttu um lán hafnað, bæði af því að
fyrirframgreiðslu vantaði hjá sumum,
en hjá flestum voru skýrslur skoðunar-
manna það ófullkomnar að ekki var
SAGNIR 87