Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 98

Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 98
Gísli Gunnarsson Hvað varð um ómagabörnin, sem skýrt var frá í manntalinu 1801 úrvinnsla úr fjórum nemendaritgerðum Avormisserinu 1988 var ég kennari á námskeiði í fjöl- skyldusögu. Það var vel sótt og sextán nemendur luku því. Námskeiðseinkunn var að hálfu leyti próf og að hálfu leyti ritgerð. Meðal ritgerðarverkefna var efnið „Hvað varð um ómagabörnin í manntalinu 1801?“ Skrifa átti nöfn og aldur ómagabarna (0-14 ára) í manntalinu og reyna að finna ómaga- börnin fyrst eftir nafnaskrá Mannt- als 1845 og ef þau fundust þar að athuga stéttar- og hjúskaparstöðu þeirra í manntalinu sjálfu. Síðan átti að vinna heilstæðar upplýsingar um hver var staða ómaganna frá 1801 á árinu 1845. Ef ómagabarn fannst ekki 1845 var gengið út frá því að það væri ekki lengur í lifenda tölu. Til samanburðar var valinn á handahófskenndan hátt hópur bændabarna, sem var jafnstór og ómagahópurinn, og voru örlög bændabarnanna skoðuð á sama hátt og ómaganna. Eina „reglan" við val bændabarnanna var sú að reynt var að velja ekki börn sem báru mjög algeng nöfn. Það skal endur- tekið að valið var handahófskennt að öðru leyti, þannig að úrtakið telst vera marktækt fyrir öll bændabörn 1801. Fjórir nemendur tóku að sér að leysa verkefni þetta og skiptu þeir hinum ýmsu héruðum landsins á milli sín. Reynt var að skipta land- inu í fjóra nokkuð jafnstóra hluta (miðað við heildarfólksfjöldann 1801) og skyldi hver þeirra mynda nokkuð samstæða heild. Ásgeir Hilmar Jónsson athugaði örlög ómagabarnanna í þeim sýslum, sem nú mynda Austurlands- kjördæmi og Norðurlandskjördæmi eystra. Oddný Finnbogadóttir valdi Norðurlandskjördæmi vestra og Vest- firði; Óskar Bjarnason Vesturlands-, Reykjanes- og Reykjavíkurkjördæmi og Guðni Björnsson Suðurlands- kjördæmi. Þau Oddný, Óskar og Guðni höfðu náið samráð sín á milli við verkefnin og notuðu í meginatriðum svipaðar vinnuaðferðir. Mér var tjáð að Oddný hefði mótað þær að miklu leyti. Rannsóknarniðurstöðurnar, sem hér eru birtar, endurspegla því bæði tilmæli kennara um úrvinnslu heimilda og fyrrnefndar vinnuað- ferðir þremenninganna. Ásgeir Hilmar fór nokkuð aðrar leiðir en hin þrjú við samningu ritgerðar sinnar en upplýsingasöfnun hans var sömu gerðar og átti hann því auðvelt með að samræma úrvinnslu sína niðurstöðum hinna. Ásgeir og Guðni röktu örlög allra barnaómaga 1801 á „rannsóknar- svæðum" sínum, en þeir voru alls 95 + 105. Oddný og Óskar gerðu hins vegar handahófskennd úrtök af ómagafjöldanum, sem' að vísu voru nokkuð stór: Oddný valdi 100 ómaga af 121 og Óskar 105 af 149. Örlítið misræmi var við val ómag- anna. Oddný valdi aðeins þá ómaga „sem ólust upp hjá vandalausum", en sleppti þeim „sem nutu ölmusu á heimili foreldra sinna eða þar sem heilu heimilin voru á ölrnusu". 96 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.