Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 69

Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 69
.Óttalegur barningur til að byrja með' t.d. settur herráðsfundur heima hjá mér til þess að gaumgæfa fjármálin en þriðji árgangurinn af ritinu var þá nýkominn út, hafði dregist talsvert og flestir nemendur farnir í sumar- leyfi. Við þurftum hins vegar að standa skil á útgáfunni og greiða reikninga sem höfðu hrannast upp. Auglýsingarnéir skiluðu sínu en engu að síður þurfti einn úr hópn- um að slá víxil á eigin ábyrgð og síðan var þrautaráðið að ganga í hús og selja nógu mikið áður en víx- dlinn félli. Hverfunum var skipt milli manna og auðvitað var reynt að velja álitlega kaupendur en í því efni var stuðst við félagatal Sögufé- lags. Á þessum árum var ekkert áskrifendakerfi í gangi. Enda þótt okkur þætti óskemmtilegt að þurfa að standa á tröppum fólks að kvöld- *agi þá bjargaði sú iðja blaðinu í Það skiptið. Við voru auðvitað orðn- lr langþreyttir á fjárhagserfiðleikun- um og lögðum hart að Félagi sagn- fræðinema að taka áskrift að Sögn- Urr> inn í félagsgjöld nemenda. ^austið 1982 tókst það loksins eftir nokkrar deilur á aðalfundi því sumir v°ru ósáttir við að skylda nemendur að kaupa ritið. Þetta fyrirkomulag jálpaði aðeins upp á sakirnar, a m.k. var þá til dálítill sjóður að Sanga í þegar nýr árgangur var ondirbúinn. Hins vegar voru nem- endur í sagnfræði tiltölulega fáir, sumir greiddu ekki sín gjöld og því reyndist stuðningurinn af árgjaldinu oft takmarkaður. Sem dæmi má nefna að vorið 1984, þegar fimmti árgangurinn kom út, fékk blaðið alls 15000 krónur af félagsgjöldum nem- enda og rúmar 5000 krónur í styrk frá félaginu, en kostnaðurinn við útgáfu ritsins var um 310000 krónur. Þannig að barningurinn í fjármálunum var sá sami þrátt fyrir þessa breytingu og ekki hafa erfiðleikarnir minnkað á síðari árum geri ég ráð fyrir. Miðlunarvakning Sp.: Nú varð stökkbreyting á ritinu er Sagnir 5 komu út. Hvað gerðist? Eggert: Breytingin á sér m.a. ræt- ur í síauknum áhuga fólks á miðlun sagnfræðiefnis, vilja til að koma sögunni betur til almennings. Þá var mikill áhugi meðal nemenda á því að fá þjálfun í útgáfustörfum. Sagnir báru þess vitni að áhuginn var til staðar en þær höfðu einnig sýnt að útgáfustarfið var afar tímafrekt og erfitt og hlóðst iðulega á fáa menn í hópnum í hvert sinn, jafnvel þótt fjölmennar ritnefndir væru settar á laggirnar í upphafi. Á lokasprettin- um vann stundum aðeins helming- ur ritnefndar að útgáfunni. Ýmsar ástæður lágu til þess, t.d. kunnu sumir einfaldlega lítið til verka í tæknilegum efnum, aðrir höfðu hreinlega ekki tíma til að standa í þessu stússi á vorin en þá kom blaðið út og stundum dróst útgáfan fram á sumar. Lokaspretturinn var alltaf í maí en þá stóðu próf yfir og afskaplega erfitt að virkja fólk. Því voru það oftast tveir eða þrír menn sem báru þungann af starfinu í lokin. í tengslum við þennan aukna áhuga á miðlun sagnfræðiefnis reyndu nemendur að knýja á um það að vinna við Sagnir yrði liður í náminu að einhverju leyti, að þjálf- un í útgáfustörfum kæmi inn í nám- ið á markvissan hátt. Þessi hugsun var aðeins hluti af stærri heild því veturinn 1982-83 hafði Gunnar Karlsson prófessor verið með sér- stakt námskeið í miðlun sagnfræði- efnis, þar sem áhersla var lögð á stíl og framsetningu og nemendur fengu m.a. æfingu í því að skrifa sögu fyrir tíu ára gömul börn og rita fyrir útvarp. Miðlunarvakningin á þessum árum er eftirtektarverð og hefur skilað verulegum árangri nú þegar. Áfram hefur verið haldið á þessari braut og nú getur enginn lokið sagnfræðinámi án þess að fá einhverja æfingu í miðlun sagn- fræðiefnis í aðferðafræðitímum hjá Gunnari Karlssyni. Ég er sannfærður um það að þessi samtvinnun rann- sóknar og miðlunar sem lögð hefur verið rækt við undanfarin ár sé ein- hver mikilvægasti áfanginn í breyt- ingum á sagnfræðináminu á síðari árum. Við sjáum þetta vel á efni SAGNIR 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.