Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 108
Magnús Hauksson
að loka bænum, loka fyrir símann
og loka fyrir útvarpið, þannig að
íbúar úti um land fréttu ekkert af því
sem var að gerast í höfuðstaðnum
þar til rödd Helga Hjörvars heyrðist
í útvarpinu þegar það var opnað á
ný. Vitaskuld gefur það þáttum sem
fjalla um söguleg efni aukið gildi að
geta notað upptökur af þessu tagi.“
Hljóðbandaefni, og auðvitað ekki
síður myndefni, hefur þanníg í sér
þætti sem ritheimildir geta ekki
miðlað. Þetta gerir að verkum að
auk þess sem þetta efni hefur ótví-
rætt heimildagildi lífgar það upp á
dagskrána og gerir hana áhugaverðari
og áheyrilegri, og vonandi skemmti-
legri. „Hlustendur komast í mun
nánari tengsl við hið sögulega efni
sem verið er að flytja þegar persón-
ur fortíðarinnar eru leiddar fram
ljóslifandi. Slíkt er afar mikilvægt og
þar kemur gildi útvarpsins ótvírætt
fram," segir Eggert. Og hann heldur
áfram: „Talsverður munur er t.d. á
því að leiða saman Einar Olgeirsson
og Stefán Jóhann Stefánsson í hita
baráttunnar, þegar sá síðarnefndi
leiddi ríkisstjórn sem hinn fyrrnefndi
gagnrýndi óspart, frekar en að lesa
upp úr Alþingistíðindum það sem
þeir voru að segja. Og ef við fáum
einnig tónlist frá sama tíma, jafnvel
flutta af samtímahljómsveitum eða
-söngvurum nálgumst við tíðaranda
tímabilsins enn betur."
En það getur verið dálítið fyrir-
hafnarsamt að nota heimildir á
hljóðböndum. Oft þarf að hlusta á
heilu þættina frá upphafi til enda tii
að finna það sem leitað er að. Að
þessu leyti eru ritheimildir þægi-
legri því fljótlegt er að renna augum
yfir grein eða heila bók til að ganga
úr skugga um hvort eitthvað nýtist
manni. Þetta var einmitt reynsla
Heimildarmenn
Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur.
Elín Kristinsdóttir, deildarstjóri safna-
deildar Ríkisútvarpsins.
Gunnhildur Björnsdóttir, filmusafni
sjónyarpsins.
Jóhanna Hafliðadóttir, aðstoðarfrétta-
Eggerts Þórs: „Sá sem hefur tak-
markaðan tíma getur varla leyft sér
að hlusta á gamalt útvarpsefni
klukkustundum saman dag eftir
dag. Viti maður hins vegar nákvæm-
lega að hverju maður er að leita er
þetta yfirleitt lítið vandamál. Oftar
en ekki er þó nauðsynlegt að sitja
við segulbandið langtímum saman
til þess að finna eitthvað bitastætt
og þegar upp er staðið getur upp-
skeran í krónum talið, laun dag-
skrárgerðarmannsins, stundum ver-
ið æði rýr, ef við lítum á þá hlið
mála. í samanburði við þá vinnu
sem fer í leit að efni á hljóðböndum
er ritun eigin texta og flutningur
hans fremur fyrirhafnarlítí11. Býsna
langur tími fór nefnilega oft í það að
hlusta á efni sem kom síðan að litl-
um eða engum noturn."
Þar eð spjaldskrárnar gefa tiltölu
lega litlar upplýsingar um efni þátta
verður leitin enn fyrirhafnarsamari
og Eggert telur flokkunina í þeim
skrám sem hann þurfti að nota á
sfnum tíma „frekar óhagstæða"
sagnfræðingum. „Auðvitað er einn
vandinn við spjaldskrárgerðina eða
flokkunina í heild fólginn í því að í
ýmsum þáttum er minnst á mál sem
hefði kannski verið áhugavert að
nota, e.t.v. eitthvað örstutt sem var
alls ekki meginefni þáttanna.
Kannski er drepið á einhver atriði í
5-10 mínútur af klukkustundarlöng-
um þætti en slíkt kemur þá yfirleitt
ekki fram á spjaldinu. Oft eru þó
ítarlegri upplýsingar á blöðum sem
fylgja spólunum en til þess að kom-
ast yfir þær þarf maður að hafa vit á
að biðja um viðkomandi spólur.
Vandinn þarna er svipaður og ann-
ars staðar. Allir sem flokka efni
lenda í erfiðleikum með það hvort
sem þeir fást við bækur, blöð, tíma-
maður á fréttastofu hljóðvarps.
Jón Sigbjörnsson, fyrrverandi deildar
stjóri tæknideildar hljóðvarps.
Máni Sigurjónsson, starísmaður við segul-
bandasafn safnadeildar hljóðvarpsins.
rit eða eitthvað annað. En vissulega
fylgja því ókostir að hafa ekki góða
efnisflokkaða skrá yfir útvarpsefnið.
Ef slík skrá væri til gætu sagn-
fræðingar án efa nýtt útvarpið mun
betur sem miðil og heimildagildi
segulbandasafnsins kæmi glögglega
í ljós.“
Lokaorð
Af því sem nú hefur verið rakið má
sjá að lengi vel í sögu útvarpsins var
lítið hugsað um að útvarpsefni gæti
haft þýðingu fyrir seinni kynslóðir
sem sögulegt heimildaefni. En fram-
undan er vonandi betri tíð því auð-
sjáanlega er skilningur að vaxa á
menningarlegu og sögulegu gildi út-
varps- og sjónvarpsefnis og þýðingu
góðs skipulags á vistun þessa efnis
og skráningu. Með tilkomu safna-
deildar útvarpsins hafa aðstæður
breyst til batnaðar. Ávegum þessar-
ar deildar er unnið að samræmdum
reglum um grisjun útvarps- og sjón-
varpsefnisins. Enn sem komið er, er
tölvutæknin fyrst og fremst notuð
við ritvinnslu, t.d. á fréttastofu
hljóðvarps, en lítið fram undir þetta
við skipulagningu og skráningu vist-
aðs efnis. Á filmusafninu hafa er-
lendar fréttir verið tölvuskráðar í
u.þ.b. eitt ár og nýlega var farið að
tölvuskrá innlent fréttaefni. í fram-
tíðinni hlýtur þessi tækni að koma
meir við sögu í sambandi við geymslu,
skráningu, efnistöku og leit. Það
sem einkum virðist valda erfiðleik-
um við að nota gamalt útvarpsefni
er að það er ekki nema að mjög tak-
mörkuðu leyti efnistekið. Allir hljóta
að sjá að það er afar tímafrekt og
kostnaðarsamt að efnistaka allt efn-
ið sem er vistað.
Tilvísanir
1 „Sagnfræði og fjölmiðlun." Sagnir.
Tímarit um söguleg efni 9, Rv. 1988,
42—49.
2 Lög um Þjóðskjalasafn íslands, nr. 66
frá 27. júní 1985, Stjórnartíðindi 1985,
A, Rv. 1985, 206.
106 SAGNIR