Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 42

Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 42
Hilmar Garðarsson að ótta og sjúklega ímyndun hjá fólki.17 Þau fyrirbæri sem fólk eign- aði göldrum reyndi Eggert að skýra með aðstoð náttúrufræðinnar. Um meint galdraveður í Reykjafirði sagði hann: Hvirfilbylurinn stafar af því, að fjörðurinn er mjór, en að honum liggja há fjöll með hnjúkum og skörðum á báða bóga. í gegnum þau kemst loftstraumurinn ekki nema með sérstökum ofsa og krafti. ... þyt og hljóðgangi, sem heyrist langt að.18 Þegar tal náðist af viðkomandi „galdramanni", kom í ljós að hann var einungis gæddur góðum gáfum en galdurs varð ekki vart hjá honum.19 Besta vörnin gegn galdri var að mati Eggerts, hreinn guðsótti og vandað líferni eða m.ö.o. skynsam- legur hugsunarháttur og lífsvenjur. Enda hafa, sagði hann, ýmsir galdra- meistarar orðið að játa að skyn- sömu fólki væri ekki hægt að vinna mein með galdri. Skynsamir og djarfir menn lausir við alla hjátrú og hugaróra voru óhræddir við að taka á móti galdramönnum með vel úti- látnum löðrung svo dreyrði úr nös- um þeirra en við það misstu þeir all- an mátt samkvæmt hjátrúnni.20 Að alþýðu trú var einnig gott ráð að hýða galdramenn með brenninetlu. Þetta fannst Eggerti hreint ekki svo óskynsamlegt, því líklegt þótti hon- um að galdralöngunin myndi dvína ef slík hýðing væri sá tollur, sem galdrameistararnir þyrftu að greiða fyrir kukl sitt.21 Þótt ekki fari vantrú Eggerts á galdri milli mála, varar hann menn þó við því að afneita alfarið tilvist anda og mætti þeirra. Það leggur hann að jöfnu við að bera brigður á guðs orð og að samþykkja skaðlega villu „aðeins vegna þess að vor tak- markaða skynsemi og ófullnægj- andi heimspeki getur ekki gefið skýringar á þeim hlutum, sem vor alvísi skapari hefir talið, að væri mönnunum fyrir beztu að halda leyndum."22 Sveinn Pálsson sagði frá því að al- þýða manna hefði álitið séra Snorra Björnsson á Húsafelli rammgöldr- óttan og trúað því að hann gæti vak- ið upp draug og látið kölska sjálfan þjóna sér. „Orðrómur þessi hefur skapazt af því, að síra Snorri er óvanalega vel að sér í eðlisfræði, landafræði og sögu.“23 Ummæli Sveins um Snorra minna á það, sem Eggert Ólafsson sagði um galdra- manninn í Reykjafirði. Eggert átti þess kost að skoða nokkra þá, sem sýkst höfðu af völdum galdurs. Ekki greindi hann á þeim neina galdra- veiki en taldi mennina alla veiklaða og haldna þunglyndi, flogaveiki og hugarórum, enn fremur slagi og krapateygjum í innyflum. „Á öðrum var engin sérstök sjúkdómseinkenni að sjá, en þá skorti sýnilega skyn- semi og þrótt á sál og líkama. ímynd- að'ur galdur hafði sýkt þá ,..“24 Hannes Finnsson og Magnús Steph- Galdra-Leifi. „Þorieifur heiti eg Þórðarson, þekktur af mönnum fínum: Hafði eg aldrei þá heimsku uon að hafna skapara mínum." ensen fjalla fremur lítið um galdur en samt er ljóst að hvorugur trúði á hann. Hannes setti galdur óðar í samband við hjátrú og hindurvitni og sagði börn sín hæðast að galdra- sögum.25 Magnús lofaði 18. öldina í eftirmælum um hana, fyrir að „öll- um ofsóknum fyrir kukl, öllum brennum og líflátum saklausra fyrir svonefndan galdur" var þá „öldungis hætt“.26 Draumar og fyrirboðar Trúðu upplýsingarsinnar á fyrir- boða? Hannes Finnsson virðist ekki hafa lagt trúnað á slíka hluti og ekki er laust við að hann hæðist að Giz- uri nokkrum sem þóttist kunna að ráða flesta fyrirboða. Hannes sagði: „Fyrir bólunni dreymdi hann ekki, ... fyr en eptir að hún var víða geingin ...“27 Þetta kallast að vera vitur eftir á og fannst Hannesi lítið til koma. Jón Espólín kunni heldur ekki að meta slíkar gáfur. Þóru nokkurri Helga- dóttur vitraðist eitthvað í draumi árið 1628, sem menn töldu boða ófrið mikinn og hernað „enn þat var hellst at lesti at þær vitranir skédu allar eptir hernadinn, enn engar ádr, oc var sídan ecki rænt þat er telja megi hjér vid land .,."28 Austur í Álftafirði dreymdi tvo menn að mána- myrkvi sem þeir höfðu séð myndi boða sótt og blóðsúthellingar. Þetta vildu menn ekki bera brigður á, jafn- vel þótt ósannaðist. Og fannst Jóni það skiljanlegt þar sem slíkur hé- 40 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.