Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 88

Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 88
Hulda Sigurborg Sigtrggsdóttir Reykjauík, líklega fyrir 1910, séð í norður frá Huerfisgötu, en fyrir miðri mynd má sjá gamla Söluhólsbœinn. A myndinni sjásl flestar tegundir girðinga. tylltu þetta skilyrði.14 Endurgreiðslu skyldi þannig háttað að árlega í 30 ár ættu ábúendur jarðanna að greiða fjórar krónur af hundraði, frá þeim tíma er efnið kæmi í heima- höfn. Frumvarpið mætti harðri and- stöðu í þinginu og utan þings enda tók það allmiklum breytingum áður en það varð að lögum. í lögunum var upphæðin sem heimilt var að veita úr landssjóði orðin 100.000 krónur á ári á tímabil- inu 1905-1909, að báðum árum meðtöldum en hlutfall þess sem landssjóður lánaði af verði girðingar- efnis aukist í % hluta. Það sem upp á vantaði greiddi lántakandinn um leið og hann pantaði efnið. Endur- greiðslukjörin höfðu hins vegar versnað; greidd skyldu „árlega-í 41 ár 5 krónur af hundraði hverju í 4% vexti og afborgun."15 Viðbrögð við vöxtunum létu ekki á sér standa. Ari Brynjólfsson þingmaður S-Múlasýslu, taldi að með gaddavírslögunum væri verið að „læða skatti á alla fast- eign í landinu, eða hvað er afborg- un og vextir annað en útgjöld?"16 Sérstaklega voru margir þingmenn á móti því að landssjóður lánaði til þessara framkvæmda. Júlíus Hav- steen þingmaður Reykjavíkur, sagði að menn ættu að sjá sjálfir um að girða eigur sínar, en ekki landssjóð- ur. Lánið væri illa tryggt og yrði lík- lega eitt af þeim lánum sem aldrei væru greidd.17 í sama streng tók Kristján Jónsson þingmaður Reykja- víkur. Með frumvarpinu sé ætlast til að landssjóður eða landsstjórnin fari að búa í landinu og með því sé stoðunum kippt undan einstaklings- framtakinu.18 En landssjóður var ekki eini sjóð- urinn sem átti að veita fjármunum í þessar framkvæmdir, því í lögunum er gert ráð fyrir að sýslusjóðir greiði uppskipun og geymslu efnis og einnig þann kostnað sem hljótist af því að skoða og mæla girðingarstæði á öll- um jörðum sýslunnar, en í lögunum er sýslunefndunum falið að sjá um þá framkvæmd.19 Sýsiunefndir skyldu einnig fá sérstaka skoðunar- menn til að skoða girðingarstæði og ákveða hversu mikið hver bær skyldi greiða ef girt væri utan um tún margra bæja eða á milli bæja og einnig hvort meira en túnið var girt. Hins vegar náðu lögin ekki yfir þær girðingar sem skiptu túni ef ábúend- ur voru fleiri en einn. Hreppstjórar áttu að hafa eftirlit með viðhaldi girðinganna. Bændum var að vonum illa við þessi auknu útgjöld úr sýslu- sjóðum, töldu þau leiða til hærri út- svara, sem væru nógu þungbær fyrir. Ennfremur vakti það gremju að sýslunefndin léti „einhverja útvalda gæðinga sína skoða og mæla öll garðstæði um öll tún í sýslu hverri."20 Reyndar er athyglisvert hversu mikla ábyrgð og völd sýslunefndir á hverj- um stað eru látnar bera á fram- 86 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.