Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 113

Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 113
Magnús Þorkelsson Umsögn um 9. árgang Sagna Tímaritið Sagnir á sér orðið nokkra sögu og hefur haslað sér öruggan völl á markaðs- torgi þeirra sem versla með söguleg efni. Blaðið hefur tekið miklum stakkaskiptum frá því fyrsta heftið birtist í fjölrituðu formi. Undanfarin ár hefur það birst í stóru mynd- skreyttu broti og komið út árlega á hóflegu verði. Nú hefur maður það á tilfinningunni að næsta skref hljóti að vera tímarit með mörgum lit- myndum og poppaðri framsetningu, einskonar Sagnalíf? Vonandi er langt í það. Að sama skapi hefur ritstjórnar- stefna blaðsins breyst í gegnum tíð- ina. Fyrst var það einskonar byltingar- rit sagnfræðinema því næst árangur útgáfunámskeiðs og síðan sjálfstætt rit sagnfræðinema í allglæsilegu broti. Innihaldið hefur einnig verið misjafnt en víst má þykja að þetta rit sé lífseigt í hillum og ósjald- an stendur maður sig að verki við að fletta upp greinarkorni úr fyrri heft- um og vísa öðrum á þau. Þannig eiga fræðitímarit að vera og eru í raun bestu meðmæli ritraðar. Helsti veikleiki Sagna gegnum tíð- 'na er að það hefur orðið vettvangur kaflabrota úr misjafnlega merkileg- um B.A. ritgerðum. Væntanlega fyrt- 'st nú einhver við. En það er nú meining mín að venjulega séu B.A. ritgerðir mun minni vísindaleg þrek- virki en maður heldur að þær séu á meðan maður skrifar þær og sjaldn- ast mjög prenthæfar. En með mikilli ritstjórnarvinnu má bæta þar úr. Og víst er að allir sagnfræðistúdentar hafa gott af að því að vinna við út- gáfu og kynnast því starfi vel. Skiptir þá ekki öllu máli fyrir tímarit þó hver einasta grein heftisins veki ekki jafnmikla athygli hjá öllum. Það gera ekki einu sinni stóru bræður þessa tímarits. Og fjarri því. Með styrkri ritstjórn geta Sagnir í senn orðið nokkuð merkilegur vettvangur frumlegrar umræðu sögumanna og þjálfað sagnfræðinema í útgáfumál- um. Ef það fyrra er uppfyllt eitt og sér þá eiga Sagnir meiri rétt á sér en mörg tímarit hérlendis. í 9. árgangi er aðaláherslan lögð á umbreytingarskeið 19. aldar. Rit- nefnd sendir bréf til lesenda og varpar því fram að kannski hafi merkilegar atvinnulífsbreytingar fallið í skuggann af sjálfstæðisbaráttunni. Nú er jafnframt lögð áhersla á að birta frumrannsóknir, sem er gott. Auk þess eru umræður um sagn- fræði, bæði við hringborð, sem og innlegg frá þremur starfandi fræði- mönnum. Þá eru greinar um verslunar- mál, ungbarnadauða, rjómabú og mjólkurskóla. Auk þessa eru skrár um höfunda, myndaskrá og yfirlit um lokaritgerðir í sagnfræði árin 1987-8. Slík yfirlit eru reyndar mikil- væg því innan um þessi verkefni leynast óneitanlega frumleg og for- vitnileg efni. Heftið er jafnframt afar smekklega myndskreytt. Atvinnulíf á nítjándu öld í greinaflokknum um atvinnulíf á 19. öld kemur fyrst grein eftir Gísla Kristjánsson. Hann fjallar um þá umbreytingu sem var að verða í Isa- fjarðardjúpi, þegar í senn breyttust verslunarhættir og atvinnulíf. Hann sýnir fram á hvernig þessi mál tengjast. Því er lýst að útgerð hafi alltaf verið mikilvæg þar í Djúpi og þá í höndum bænda. Höfundur fjall- ar um það hvernig bændur knúðu fram bætta verslunarhætti, betra verð og jafnframt er greint frá því hvernig þeir komu af sér fiskverkun með því að selja kaupmönnum fisk- inn blautan. Smám saman verður þessi verslun að peningaverslun og þar með er fjármagnshreyfing kom- in af stað á svæðinu. Síðan snýr höf- undur sér að útgerðarháttum þar vestra, þilskipa- og bátaútgerð. Hann sýnir fram á það að breytingar í verslun og útgerð tengdust, hvort um sig studdi hitt. Athyglisverð grein um lítið svæði, — í raun byggða- SAGNIR 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.