Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 102
Helgi Skúli Kjartansson
lungu (í raka andardráttarins). Slíkt
vökvatap fylgir miklum umhverfis-
hita, og hætt ervið að stundum hafi
verið býsna heitt á reifuðum ung-
börnum.20 Einnig er það fylgifiskur
sótthita, þannig að vökvatap hefur
bæst við aðrar afleiðingar hitasótt-
anna sem oft gengu á íslandi og áttu
mikinn þátt í ungbarnadauðanum.
Einkum mun ungbarnadauðinn
hafa tengst niðurgangspestum,21 en
niðurgangur er einmitt hin aðal-
hættan sem valdið getur auknu
vökvatapi ungbarna. Kúamjólkur-
gjöfin hefur sjálfsagt að einhverju
Tilvísanir
1 Dagný Heiðdal: „Þeir sem guðirnir
elska deyja ungir." Sagnir. Tímarit
um söguleg efni 9, Rv. 1988, 65-71.
2 Sbr. rit Gísla Gunnarssonar: The Sex
Ratio, the Infant Mortality and
Adjoining Societal Response in
Pretransitional lceland (Meddelande
frán Ekonomisk-historiska institu-
tionen, Lunds Universitet, nr. 32),
Lundi 1983, sjá einkum 8-10.
3 Sigrfður Sigurðardóttir: „Höfðu kon-
ur börn á brjósti 1700-1900?" Sagnir.
Blað sagnfrœðinema uið Háskóla Is-
lands 3, Rv. 1982, 28-33.
4 Einkum í grein Lofts Guttormssonar:
„Barnaeldi, ungbarnadauði og við-
koma á íslandi 1750-1860." Athöfn
og orð. Afmœlisrit helgað Matthíasi
Jónassyni áttræðum, Rv. 1983, 137-
169.
5 Helgi Þorláksson: „Óvelkomin börn?"
Saga. Tímarit Sögufélags 24, Rv.
1986, 79-120
6 Darby, W.J.: „Nutrition problems in
the industrialized world." í Sinclair,
H.M. og Howat, G.R. (ritstj.): World
Nutrition and Nutrition Education,
Oxford 1980, 27-35. Darby vitnar
(29) í fullyrðingar um, að brjósta-
mjólk hafi að engu leyti valdið hinni
miklu minnkun barnadauða í þróuð-
um löndum á 20. öld, enda hafi hann
minnkað óðum á sama tíma og
brjóstagjöf var að hverfa úr tísku.
7 Davidson, Stanley o.fl.: Human
Nutrition and Dietetics, 7. útg., Edin-
borg 1979, 522.
8 Guthrie, H.A.: Iritroductory Nutrition,
St. Luis 1979, 445.
9 Sjá t.d. lýsingu hjá Darby: „Nutrition
problems...“, 28.
10 Spree, Reinhard: „Die Entwicklung
der differentiellen Sáuglingssterblich-
keit in Deutschland seit der Mitte des
19. Jahrhunderts. Ein Versuch zur
leyti valdið niðurgangi.22 Hitt skiptir
þó meira máli að kúamjólkin hefur
gert ungbörn viðkvæmari fyrir vökva-
tapinu þegar þau fengu niðurgang
af völdum smitnæmra sótta.
Vökvaskortur lýsir sér fyrst í því,
að vatn minnkar í vefjum líkamans.
Þegar vatnsskorturinn er orðinn
mikill, dregur svo úr þvagmyndun
að of mikið safnast af salti og öðr-
um úrgangi í vökva líkamans. Barn-
ið verður lystarlaust og óvært og get-
ur fengið krampa. Lifi það lengi í
þessu ástandi, geta hlotist af varan-
legar heilaskemmdir.23
Mentalitáts-Geschichte." í Imhof,
A.E. (ritstj.): Mensch und Gesundheit
in der Geschichte (Abhandlungen
zur Geschichte der Medizin und der
Naturwissenschaften, 39. bindi),
Husum 1980, 251-278; sjá einkum
255-260.
11 Dagný Heiðdal: „Þeir sem guðirnir
elska...“, 68.
12 Guthrie: Introductory Nutrition, 439-
440, 444-445.
13 Davidson o.fl.: Human Nutrition,
524-525.
14 Davidson o.fl.: Human Nutrition,
526.
15 Guthrie: Introductory Nutrition, 455.
Guthrie telur pelabarnið þurfa 87 ml
vatns á dag fyrir hvert kg líkams-
þyngdar, en brjóstabarnið ekki nema
20 ml.
16 Helgi Þorláksson: „Óvelkomin börn?“,
84-87.
17 Sömu áhrif hefði það haft ef ung-
börnum hefði verið gefin sauða-
mjólk, því að hún er miklu feitari en
kúamjólk. — Jón Steffensen: Menn-
ing og meinsemdir. Ritgerðasafn um
mótunarsögu íslenzkrar þjóðar og
baráttu hennar við hungur og sóttir,
Rv. 1975, 250. Jón reiknar með 105
hitaeiningum í 100 g sauðamjólkur á
móti 65 í kúamjólk. Hafi sauðamjólk
verið notuð til muna sem ungbarna-
fæði, kynni það að koma fram í árs-
tíðadreifingu ungbarnadauðans, sbr.
nmgr. 20 hér á eítir.
18 Loftur Guttormsson: Bernska, ung-
dómur og uppeldi á einueldisöld.
Tilraun til félagslegrar og lýðfræði-
legrar greiningar (Ritsafn Sagnfræði-
stofnunar 10), Rv. 1983, 142.
19 Það er eðlilegur vandi ólæsra mæðra
í þróunarlöndum, en á Vesturlönd-
um er víst líka allrík tilhneiging til að
Niðurstaða: Vegna of hlýrra reifa,
tíðs lasleika með hita, og alveg sér-
staklega vegna smitandi niður-
gangssótta hefur íslenskum börnum
á fyrri öldum verið hætt við vökva-
skorti. Þá gat líf barnsins verið undir
því komið hvort það naut móður-
mjólkurinnar, eða hvort því var gef-
in kúamjólk, sem leiddi til meira
vökvataps með þvagi. Hinn feyki-
mikli ungbarnadauði hefur að veru-
legu leyti legið í því að börn dœju
úr þorsta, einkum á því tímabili
þegar þau voru lítt eða ekki lögð á
brjóst.
nota mæliskeiðar ögn kúfaðar frem-
ur en sýna barni sínu þann nánasar-
skap að strjúka hverja skeið slétt-
fulla. (Sjá t.d. enska rannsókn sem
greint er frá hjá Davidson o.fl.: Hum-
an Nutrition, 526.)
20 Guthrie: Introductory Nutrition, 455,
telur að við lofthita 34° C dugi óþynnt
kúamjólk ekki lengur til að bæta
ungbarni vökvatapið með svitanum
og þau hitamörk lækka eftir því sem
barnið er hlýlegar klætt. Sviti er að
vísu saltur, þó ekki eins saltur og
okkur finnst þegar við smökkum
hann hálfþornaðan á hörundi okkar,
og kúamjólkin er óþarflega sölt, jafn-
vel fyrir barn sem svitnar mikið. —
Um reifar sjá, auk greinar Dagnýjar
Heiðdal: „Þeir sem guðirnir elska...“,
lýsingu Lofts Guttormssonar: Bernska,
ungdómur..., 143-144, einkum
nmgr. 59. Loftur bendir á öðrum stað
(„Barnaeldi, ungbarnadauði og við-
koma...“, 145) á, að í sænsku byggðar-
lagi, þar sem börn voru ekki alin á
brjósti, hafi ungbarnadauði verið
langmestur að sumrinu. Þar er e.t.v.
ástæða til að gruna samverkan
sumarhitanna og hinnar söltu kúa-
mjólkur, ef ekki sauðamjólkur, sbr.
nmgr. 17 hér á undan.
21 Jón Steffensen ræðir um þetta í
greininni „Hungursóttir á íslandi" í
greinasafninu Menning og mein-
semdir, einkum 381-382, og telur
ekki ósennilegt að um 70% ungbarna-
dauðans hafi, m'eðan hann var hvað
mestur, tengst niðurgangspestum.
22 Dagný Heiðdal: „Þeir sem guðirnir
elska..." Dagný fullyrðir það (67)
einungis um rjómabland og óheppi-
legan mat annan en mjólk.
23 Davidson o.fl.: Human Nutrition,
326.
100 SAGNIR