Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 53
segir Magnús. En hann setur fyrir-
vara og kemst að þeirri niðurstöðu að
fólksfjölgun við sjó geti aðeins orðið
landinu „sá þungbærasti skattur".45
Fjarstæðukenndar lýsingar Magn-
úsar4G og fleiri höfunda á siðferði-
legri upplausn í þurrabúðunum má
ef til vill rekja til almennrar hræðslu
við fólksfjölgun í landinu. í sveitum
voru möguleikar fólks á að stofna
fjölskyldu takmarkaðir af því jarð-
næði sem fáanlegt var,47 með þeim
afleiðingum að giftingarhlutfall á
Islandi var óvenju lágt.48 En vinnu-
fólk sem ekki fékk jarðnæði gat flust
> þurrabúð „til að geta þar börn“
eins og Magnús segir. Ekki fór á
niilli mála að landbúnaður var sá at-
vinnuvegur sem guð hafði mesta
velþóknun á49 og allir lifnaðarhættir
1 þéttbýli voru af þeim sökum tor-
tryggilegir. En hræðsla við stjórn-
lausa fólksfjölgun umfram það sem
landið gat borið kann að hafa vegið
enn þyngra á metunum.
Vitnisburð um þá skoðun að best
væri að þjóðin væri fámenn er helst
að finna í ritum upplýsingarmanna
sem reyndu að kveða þennan hugs-
unarhátt niður. „Oft hefur mér sárn-
að að heyra, hvað mjög sumir kvört-
uðu yfir fólksfjöldanum,"50 segir
Hannes Finnsson og mótmælir þess-
um gamla „þenkingar-máta“.51 Jón
Espólín mótmælir líka, en samræð-
ur um þetta efni í skáldsögu hans
hljóma næsta ótrúlega í eyrum nú-
tímafólks. Hreppstjóri einn heldur
því fram að fólk sé orðið of margt
> landinu; „væri betur það fækkaði
nokkuð."52 Bóndi að nafni Grímur
mótmælir þessu og telur að ekkert
gott leiði af mannfalli í harðindum.
En hreppstjórinn á svar við því:
Það væri besta fólksfækkunin ef
barnadauðinn kæmi sem gekk
hér eftir 1820, og héldist við, væri
það minnstur söknuður á verka-
fólki, létti á heimilum, og þar
með væri börnunum sjálfum best
að komast í Guðs ríki; en óneit-
anlega væri það mikill hagur að
fólkið væri færra.5:!
Bóndinn samþykkir það „að börn-
uhum er best að deyja sem fyrst"54
ef guð vill taka þau til sín, en segist
þó hvorki mega óska dauða sínum
e'gin börnum né „börnum almenn-
'ngs manna".55
Lútherskur rétttrúnaður og lögmál hallæranna
Þvílík ósk er það að auki af illum
rökum, því þegar grundvöllur
hennar er sá að við vildum fólkið
fækkaði til þess í landinu að því
gengi betur sem eftir lifði, sýnir
það að við höfum bæði vantraust
á Guði, og erum óánægðir með
hans fyrirhyggju, og líka að við
erum svo skammsýnir að ætla að
landsins lukku leiði af fólksfæð.36
Nálægð himnaríkis
Eggert Ólafsson (1726-1768) for-
dæmir „þá bölvaða heimsku (og
máske stundum illmennsku)“5‘ að
börnin séu best komin hjá guði, en
„djöfullinn hefur haglega komið
þeirri villu inn hjá of mörgum"58
segir hann. Á síðari hluta 18. aldar
voru skrif af þessu tagi orðin algeng;
foreldrar voru ásakaðir um hirðu-
leysi og ástleysi til barna sinna.59
Hér eins og víðar eru það gagnrýn-
endur hugarfarsins sem gefa vitnis-
burðinn um að ákveðið viðhorf hafi
tíðkast — og leggja það um leið út á
versta veg. Þó má finna heimildir
sem ekki eru litaðar af gagnrýni:
Börnin eru best komin,
þó bráðgjör séu og vel gefin,
hyggin, fríð og hagfeldin
hjá þér Jesús, fóstri minn.60
Líkt og saknaðarljóð Hallgríms Péturs-
sonar um Steinunni dóttur sína,
sem dó á fjórða ári,61 ber vísan vitni
um ást og söknuð, en lýsir um leið
þeirri sannfæringu að eftir dauðann
taki við það líf sem öllu máli skiptir.
Og aðeins saklaus börn sem ekki
höfðu komist í tæri við syndina gátu
verið örugg um himnavist. Ebenezer
Henderson þótti þetta viðhorf svo
framandi þegar hann rakst á það hér
árið 1815 að hann vitnar beint í orð
íslenskrar móður. Frá honum er því
komin einstæð heimild um lífs-
skoðun íslendinga:
Ekki gat ég annað en veitt því at-
hygli, hvernig húsfreyja talaði um
börn sín. Þegar ég spurði hve
mörg hún ætti svaraði hún: „Ég á
fjögur. Tvö eru hjá okkur, hin tvö
eru hjá guði. Þau eru betur komin
sem hjá honum eru; og það sem
mér þykir mestu skifta um hin,
sem eftir eru, er að þau eigi vísa
himnavist."1’-’
í Atla, sem út kom árið 1780, nefnir
sr. Björn Halldórsson dæmi um
„hversu að beiskustu hörmungar
geta slökkt þann kærleika, serh að
náttúrunni er viðkvæmastur",63 en
gagnrýnir harðlega þá sem vilja
börn sín dauð til að létta á heimil-
inu og hafa trúna að yfirvarpi.64
„Þessi þín hræsni getur þó ekki náð
yfir ræktarleysi þitt svo það hyljist",65
segir bóndi við Atla, og gefið er í skyn
að hugsunarháttur íslenskra foreldra
sé siðferðilega spilltur. En að mínu
mati gefur fordómalaus lýsing
Hendersons réttari mynd af viðhorfi
íslenskrar alþýðu til lífs og dauða,
enda hefur hann djúpa samúð með
fátækum fjölskyldum sem óttast að
verða settar á sveit og „sverja það,
að hungur, og jafnvel dauðinn sjálf-
ur sé betri kosturinn en að þurfa að
skilja."66
Kærleikurinn stóð af sér ýmsar
•hörmungar. En barnmörgum for-
eldrum sem bjuggu við hungur-
mörkin verður varla láð þótt þeir
leituðu huggunar í eftirfarandi orð-
um Jóns Vídalíns, og tækju þau
jafnvel enn bókstaflegar en senni-
lega var ætlast til:
Því skyldu menn ... syrgja þeirra
burtför af heiminum, allra helst
þar vér höfum ekkert misst, held-
ur undan oss sent og munum
finna eitt heilagt barn fyrir syndugt,
ódauðlegt fyrir forgengilegt og
englunum samjafnt fyrir það, sem
áður var þó ekki nema mold og
aska. Levfið því börnum vðar til
drottins að koma, kristnir menn
og bannið þeim það ekki ...6'
Að mínum dómi sýnir viðhorfið til
barnadauða betur en nokkuð annað
eðli þeirrar trúarsannfæringar sem
einkenndi gamla samfélagið. Það
sýnir að himnaríki var fólki Ijóslif-
andi og nálægur raunveruleiki frek-
ar en óljós hugmynd. Og það sýnir
að fyrirheitið um betra líf að loknu
þessu var það sem umfram allt ann-
að gaf lífinu gildi.
Rétttrúnaður og
upplýsing
Umræða um nauðsyn þess að verja
íslenska tungu og íslenska menn-
ingu fyrir erlendum áhrifum var haf-
SAGNIR 51