Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 11

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 11
Fréttir að heiman Aðkallandi vandamál sem íslendingar í Þýskalandi áttu við að etja meðan á stríðinu stóð var fréttaskortur að heiman. Mörgum reyndist vistin á meginlandinu þungbær án frétta af heimaland- inu, ættingjum og vinum. Snemma árs 1941 sendi Helgi P. Briem Félagi Islendinga í Þýskalandi, auk fleiri íslendinga utan Ham- borgar, fréttabréf sem var eins konar annáll ársins 1940. Bréf þetta gekk sem umferðarbréf milli félagsmanna og varð það upphafið að reglulegum fréttabréfasendingum til félagsins.23 Samkvæmt meðfylgjandi leiðbeiningum áttu félagsmenn að lesa bréfið án tafar og senda það innan 18 stunda til næsta manns á meðfylgjandi lista. í æviminningum sínum sagði Björn Sv. Björnsson frá frétta- bréfunum. Hann sagði að þrátt fyrir að tíðindin sem í bréfunum voru væru sjaldnast spánný hefðu þau náð að slökkva mesta fréttaþorstann. Oft bárust íslendingum á þennan hátt þungbær- ar harmafregnir að heiman, einkum er árásum á íslensk skip fjölgaði. Þessum fréttabréfum fylgdu einnig listar yfir þá sem látist höfðu undanfarna mánuði og Helga höfðu borist fréttir af. Fengu sumir á þennan hátt fréttir af andláti nákominna ætt- ingja. „Helgi gleymdi þó ekki að segja frá menningarmálum, árferði og afkomu og ýmsum spaugilegum tíðindum, til dæm- is af vandræðum íslenskra neftóbaksmanna vegna þess að sam- bandið við Bradrene Braun í Kaupmannahöfn, sem einir kunnu að útbúa tóbak svo að hæft þætti í íslensk nef, hafði rofnað við hernámið."24 Þessi bréf þykja kannski lítilfjörleg nú á dögum en gerðu þó mikið gagn í að hughreysta fólk, sem fékk annars litl- ar sem engar fréttir frá heimalandi sínu. Þau bættu mjög úr fréttaskorti og nutu mikilla vinsælda hjá íslendingum á megin- landinu.25 Hinn 1. júlí 1942 gerðist Helgi P. Briem aðalræðismaður íslands í New York og gat því ekki haldið áfram að senda frétta- bréfin til Þýskalands. Félagið leitaði því til Sendiráðs Islands í Svíþjóð og bað um að það tæki við fréttabréfasendingunum.26 Vilhjálmur Finsen, sendiherra Islands í Stokkhólmi, kvaðst ekki eiga þess kost að setja saman slík fréttabréf, því íslensk dagblöð hefðu ekki borist til Svíþjóðar síðan fyrir áramótin 1941-1942.27 Hann óskaði því eftir því að sendiráðið í Kaupmannahöfn tæki að sér þetta verkefni.28 Nokkur dráttur varð á að úr sendingun- um yrði og gerði fréttaskorturinn fólk órólegt. Stjórn F.I.Þ. reyndi að ýta á eftir málinu og voru þeir Magnús og Björn afar ósáttir við töfina sem varð og kvörtuðu yfir frammistöðu sendi- ráða íslands.291 byrjun desember brást sendiráðið í Kaupmanna- höfn loks við kröfum F.Í.Þ. og sendi fréttabréf til Þýskalands en vegna pappírsskorts urðu aðeins tvö eintök að nægja þeim tug- um Islendinga sem þar dvöldu.3"Dr. Sveinn Bergsveinsson, sem fór fremstur í flokki í félagsmálum Islendinga í Berlín fékk einnig send eintök til afnota fyrir Islendinga í höfuðborginni.31 Þessar bréfasendingar héldu áfram, með hléum, allt fram á árið 1945 þrátt fyrir erfiðar póstsamgöngur innan Þýskalands.32 Matarskortur og skyrsendingar Strax í upphafi ófriðarins dró úr framboði á ýmsum munaðar- vamingi í Þýskalandi og fljótt tók að bera á matvælaskorti og skömmtun matvæla var tekin upp strax árið 1939.33 Síðla árs 1940 var þó enn ekki farið að bera á skorti meðal fslendinga þar í landi en matvælaframboðið var þó æði fábrotið. Til dæmis þótti það hið mesta „raritet" þegar Árna Siemsen tókst að út- vega sætar möndlur og marsípanbrauð fyrir jólin 1940.34 Síðar, þegar matarskorturinn var farinn að segja meira til sín, reyndi F.Í.Þ. að fá senda matarpakka frá Danmörku, með aðstoð send- irráðsins í Kaupmannahöfn. Þetta reyndist þó ekki unnt vegna Skömmtun matvæla var tekin upp í Þýskalandi strax árið 3939. Félag tslendinga í Þýskalandi reyndi að útvega löndum sínum matarsendingar frá Danmörku, en án árangurs, ef frá eru taldar skyrsendingar til fjölskyldufólks. þess að útflutningsleyfi fékkst ekki hjá dönskum yfirvöldum. Þeir einir gátu fengið slíka pakka sem vom ráðnir til starfa í Þýskalandi, í gegnum þýskar ráðningarskrifstofur í Danmörku og þeir sem áttu nána ættingja í Danmörku. íslendingar á meginland- inu urðu margir hverjir afar bitrir vegna þess hve sendiráðunum gekk illa að útvega þeim matarsend- ingar. Bjöm Kristjánsson, sem flutti til Kaupmanna- hafnar um mitt ár 1943, reyndi árangurslaust að út- vega mat fyrir landa sína í Þýskalandi í gegnum sendiráðin.35 í jólakveðju F.Í.Þ. í Þýska Ríkisútvarpinu jólin 1944, sendi Árni Siemsen, þá orðinn fram- kvæmdastjóri félagsins, Rauða krossi fslands beiðni um að hugsa til landanna suður í Þýskalandi.36 Árni og Björn kvörtuðu mjög yfir viljaleysi sendiráðanna til þess að hjálpa og veltu fyrir sér hvort „þessir herr- ar skoði íslendinga í Þ[ýskalandi] sem annars flokks landa."37 Allt kom þó fyrir ekki. Þegar stríðinu lauk, í maí 1945, hafði félaginu ekki tekist að verða sér úti um matarsendingar frá sendiráðum íslands þrátt fyr- ir ítrekaðar tilraunir árin þrjú þar á undan. Þar semþjað mistókst að fá þessar matarsending- ar til þorra íslendinga í Þýskalandi sótti Björn Krist- jánsson um leyfi til að fá sent íslenskt skyr frá Dan- mörku, sem framleitt var þar í landi.38 Leyfi fékkst til að senda 20 kíló af skyri á mánuði til íslendinga í Þýskalandi en þessar sendingar vom aðallega hugs- aðar fyrir fjölskyldufólk.39 Ekki leið á löngu þar til að skyrsendingarnar fóm að berast og komu þær hálfs- mánaðarlega.40 Jón Leifs tónskáld fékk sína fyrstu sendingu í lok desember 1942. Dregist hafði að af- greiða hana svo að skyrið lá undir skemmdum.41 Næsta sending komst þó nánast alveg óskemmd á leiðarenda og var Jón mjög ánægður með það. Hins vegar kvartaði hann undan því að trékassarnir sem skyrið var í væm brotnir eftir tollskoðun og hefði mikill vökvi lekið úr þeim. „Við þomm ekki annað en 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.