Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 92

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 92
Makokí'i Gi \ \ I K 1)1) ÁRII) K>7I. I 11'N UISKKII ADISr H MI.D 1)A l'KOI HHHb ÍSLANDS ÁRIÐ 1995- Ungbarnaeldi á Íslandi á árunum 1890-1930 „Það gæti því vel átt sér stað að læknirinn ræki sig á rúsínu við naflann og dúsu í rúmshorni, þó komið sé fram á 20. öldina". Þannig komst Jón Jónsson (1868- 1942) héraðslæknir í Blönduósslæknishéraði að orði í skýrslu sinni til landlæknis árið 1910. Jón var tals- maður breyttra siða við eldi ungbarna um aldamótin 1900. Hann vildi auka hreinlæti og stuðla að brjósteldi, en hérlendis hafði ekki tíðkast að leggja ungabörn á brjóst eins og gert var víðast hvar annars staðar í grannlöndum okkar. Heilbrigðisyfirvöld, læknar og ljósmæður reyndu þess vegna um alda- mótin 1900 að koma í veg fyrir að gömlum uppeldis- venjum væri viðhaldið. Þær gátu reynst kornabörn- um banvænar. Kappkostað var að draga úr ung- barnadauða m.a. til að efla þjóðina og mæðrum var bent á að leggja börn sín á brjóst. Á seinni hluta 19. aldar og fram yfir aldamót lækkaði dánartíðni ungbarna á Islandi mikið en um miðja 19. öldina var hún mjög há samanborið við flest ríki í Vestur-Evrópu. Á áttunda áratug 19. aldar létust 189,3 af hverjum 1000 lifandi fæddum börnum, en dánartalan var komin niður í 52,8 á þriðja áratug 20. aldar og hélt áfram að lækka næstu árin.11 þessari grein verður fjallað um helstu ástæður fyrir mikilli lækkun ungbarnadauða á árunum 1890 til 1930. Rannsóknir á ungbarnadauða hafa leitt í Ijós að einn mikilvægasti áhrifaþátturinn í tíðni hans eru barn- eldishættir.21 samræmi við það er ætlunin að skoða útbreiðslu brjósteldis og pelagjafar íslenskra barna og leggja mat á þær breytingar sem verða á meðferð ungbarna og eldi þeirra á umræddu 40 ára tímabili. Ungbarnadauði er að sjálfsögðu háður mun fleiri þáttum en eldisvenjum auk þess sem eldisvenjur er varla hægt að aðskilja frá almennum aðbúnaði og samfélagsháttum. Á þessu tímabili áttu sér stað gíf- urlegar samfélagsbreytingar á íslandi. Mikil fólks- fjölgun varð á tímabilinu, m.a. vegna þess að veru- lega dró úr ungbarnadauða.3 Heilbrigðiskerfið efldist og héraðslæknar og menntaðar ljósmæður tóku til starfa um allt land. Miðlun fræðslu til almennings Störf Ijósmæðra áttu drjúgan þátt í að ungbamadauði minnkaði. Ljósmæður urðu boðberar bættra þrifnaðarhátta og hvítur búningurinn er til vitnis um hreinlætið. varð einnig mun auðveldari eftir því sem leið á tímabilið. Helstu heimildir sem stuðst er við eru ársskýrslur lækna, bæði prentaðar og óprentaðar, sá liður skýrslnanna sem ber yf- irskriftina meðferð ungbarna. Rýnt var í skýrslur héraðslækna sem varðveittar eru í skjalasafni landlæknis í Þjóðskjalasafni ís- lands. Skýrslurnar eru frá árunum 1900-1902, 1907, 1910-1915, 1920, 1924, 1925, 1927 og 1929. Lögð var áhersla á að kanna skýrslur úr öllum héruðum landsins því svo virðist sem eldis- hættir hafi verið mismunandi eftir svæðum. 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.