Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 12

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 12
Loftárásir á þýskar borgir settu líf almennings úr skorðum. Margir íslendingar urðufyrir tjóni þeirra vegna og misstu jafnvel aleigu sína. heima hjá Jóni Leifs og fjölskyldu/' Eftir hinar stórkostlegu árás- ir á Hamborg í júlílok 1943, þar sem borgin var nánast lögö í eyði, skrifaði Björn til Magnúsar: að borða alla sendinguna á tveim dögum, svo að hún komist óskemd í magann, en það er máske óþarfa hræðsla" skrifaði Jón.42 Aðrar sendingar sem Jón fékk voru þó yfirleitt mun meira skemmdar og því ekki hægt að borða nema hluta af stykkjunum.43 Allur gangur var á því hvort skyrið kæmist óskemmt til viðtakenda en það var þó vel þegið, sérstaklega handa börnunum, að mati Björns Kristjánssonar.44 Þessar sendingar hættu að mestu leyti sumarið 1944, að ósk móttakenda, vegna þess að skyrið barst þeim ekki óskemmt, sérstaklega yfir sumartímann.45 Undir sprengjuregni Þessar línur aðeins til að láta þig vita, að hjá mér er alt heilt eftir hinar voðalegu loftárásir á borgina undanfarn- ar nætur og daga. Því miður hefi ég ekki getað haft nein- ar fréttir af löndunum inni í bænum ennþá, þar sem sím- inn er ekki kominn í lag enn og ég hefi ekki farið inn eft- ir, því að það tekur þrjá tíma hvora leið. Eyðileggingar í borginni eru óskaplegar og í flestum borgarhlutum. Hingað út er komið margt flóttafólk, ein stúlka hefir fengið húsaskjól hjá mér.50 Loftárásir á þýskar borgir voru snar þáttur í daglegu lífi fólks í Þýskalandi á stríðsárunum. Þegar árásirn- ar hörðnuðu reyndist sífellt erfiðara fyrir Félag Is- lendinga í Þýskalandi að halda uppi félagslífi. Árið 1943 reyndist ekki unnt að halda aðalfund af stríðsá- stæðum46 og reyndist það ómögulegt það sem eftir var stríðsins. Það vekur þó athygli hve lítið félags- menn tala um loftárásir í bréfum sínum. Það er helst í kringum þær allra stærstu sem minnst er á þær af einhverri alvöru en það sýnir hvernig vist í kjöllurum og loftvarnarbirgjum var orðin daglegt brauð. Björn Kristjánsson talar fyrst um loftárás í bréfi til Árna Siemsen í lok maí 1940: „Við höfum haft tals- vert ónæði á nóttunni undanfarið af flugárásum. Fyrstu nóttina féll mjög stór sprengja í Harmburg og hristust húsin hér all mikið. Eg heyrði líka hvellina í fyrri nótt af sprengjunum, sem kastað var í Wedel og Bergedorf, var þá úti á balkon að líta eftir. Það eru óskemmtilegar heimsóknir."47 Björn varð fyrir skaða vegna loftárásar aðfaranótt 27. júlí 1942, þegar þakið á húsi hans skemmdist nokkuð og rúður brotnuðu.48 í febrúar 1943 brann „eitthvað ofan af" húsi Kristjáns Albertssonar í Berlín og „eitthvað af bókum hans skemmdist". Hann yfirgaf húsið og gisti um nóttina Hús Björns var eitt af fáum húsum í Hamborg sem enn voru lít- ið skemmd og var því notað af yfirvöldum sem skjól fyrir fólk sem misst hafði heimili sín í loftárásunum.51 I loftárásunum á Berlín í nóvember 1943 varð dr. Sveinn Bergsveinsson heimilislaus. Hann lét þó ekki deigan síga og sýndi enn áhuga á félagsmálum. Hann skrifaði Magnúsi: „Já nú er ljótt um að litast í gömlu Berlin. Sjálfsagt 50% eru ... aðeins rústir, ef maður sleppir ytri hverfunum. Ég er einn þeirra, sem varð heimilislaus á mánudagskvöldið. Ég hefi nú von um að fá herbergi. Við ætlum að reyna að koma saman 1. des., býst þó varla við að margir komi."52 Loftárásirnar á Berlín héldu áfram og næst varð vinnustaður Sveins, Kaiser Wilhelm Institut fur Phonometri, fyrir skaða. Sveinn skrifaði: „í síðustu árásinni, núna á fimmtudaginn, skemmdist Institutið alvarlega. Milli- veggir hrundu af loftþrýsting og hurðir brotnuðu, þannig er mín hurð klofin í tvennt og lá annar hlutinn inni í herberginu. Dyraumgjarðir losnuðu líka."53 í Morgunblaðinu, 22. september 1945, sagði íslensk kona, Helga Einarsdóttir Munch, frá hrakningum sínum. Hún bjó í Hamborg, þar til hún missti hús sitt og allar eigur í stórárás Bandamanna í júlí 1943. „Þeirri stundu gleymi ég aldrei" sagði Helga í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins eftir að hún kom heim: 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.