Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 97

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 97
Fæða ungbarna um 1924 skv. upplýsingum úr samrannsókn lækna 90% ■ - 70% ■ c _2 50% • « 40% ■ X 30% ■ — - 10% ■ Akraness Ólafsvlkur Flateyrar Hesteyrar Hofsós Akureyrar Vopnafjarð Fáskrúðsfjarðar Eyrarbakka |d Brjóstabörn □ Brjóst og peli □ Önnur faeða | EIdisvenjur ungbama voru æði ólíkar eftir landsvæðum. Heimild: Katrín Thoroddsen, „Brjóstabörn og pelaböm". skýrslum Ijósmæðra lögð á brjóst, „sum 2-3 mán., önnur heilt ár."“ Aðra sögu er að segja úr Norðfjarðarhéraði árið 1929 þar sem því er haldið fram að algengast sé að mæður hætti með börn sín á brjósti um leið og ljósmóðirin fer.57 Líklegt er að flokkun eldishátta í brjóstagjöf eingöngu, pela- gjöf eingöngu eða brjóstagjöf samfara pelagjöf eins og tíðkaðist hafi gefið skakka mynd af ungbarnaeldi. Því pelagjöf og brjósta- gjöf getur ekki hafa viðgengist lengi samtímis eins og héraðs- læknir Reykdæla bendir á í skýrslu sinni árið 1923. Hann segir brjóstagjöf fátíða „að minsta kosti eingöngu ... Þegar svo er far- ið að gefa pela með, geldist móðirin."58 Þrátt fyrir að erfitt geti verið að skilgreina nákvæmlega tíma- lengd brjósteldis virðist mega slá því föstu að konur leggi börn sín í auknum mæli á brjóst og hlutfall brjóstabarna er víðast hvar hærra árið 1930 en á árunum 1915-1920 og 1923-1924 sam- kvæmt skrám ljósmæðra. Vitnisburður lækna virðist styðja þetta. „Brjóstabörn og pelabörn" - svæðisbundnar eldisvenjur Upplýsingar um ungbarnaeldi verða áreiðanlegri er kemur fram á 20. öld; þær eru teknar saman úr skýrslum ljósmæðra fyrir árin 1915-1920 og birtast síðan árlega eftir það í heilbrigð- isskýrslum. í áðurnefndri grein sinni um eldisvenjur íslenskra ungbarna studdist Katrín Thoroddsen læknir við skýrslur lækna, sem byggja aftur á ljósmæðraskýrslum.59 Til samanburð- ar eru einnig tölulegar upplýsingar um ungbarnaeldi úr skýrsl- um ljósmæðra 1915-1920 og tölur um eldishætti ársins 1930 samkvæmt skýrslum ljósmæðra. Grein Katrínar „Brjóstabörn og pelabörn", er skýrsla um „samrannsókn lækna" sem fram fór árið 1923-1924. í upphafi bendir Katrín á að þær skýrslur sem bárust í rannsóknina séu ótraustar heimildir um eldishætti. Læknar séu almennt áhuga- lausir um ungbörn og því sé skiljanlegt hversu slælegur árang- ur hafi orðið af rannsókninni. Greinargerð Katrínar tekur á ýms- um þáttum er varða ungbarnaeldi, eins og lengd brjóstagjafar og pelagjafar og greint er frá stöðu feðra brjóstabarna annars vegar og pelabarna hins vegar. Þá eru raktar ástæður fyrir því hvers vegna börn voru ekki lögð á brjóst og einnig hafa mæður verið spurðar um ástæður ef börn voru tekin af brjósti innan þriggja mánaða. í greinargerð Katrínar er einnig tekið fram hversu lengi börn voru á brjósti. Þó að fyrirvarar60 séu fjöl- margir eru þetta í raun bestu almennu upplýsingarn- ar sem völ er á um lengd brjóstagjafar.61 Tímalengd brjósteldis er greinilega breytileg eftir svæðum. Svarfdælahérað sker sig úr, þar eru börn alin lengur á brjósti en viðgengst á öðrum svæðum. Einnig vek- ur athygli að tæplega 80% barna í Ólafsvíkurhéraði eru brjóstmylkingar þar til um sex til níu mánaða ald- ur. A sama tíma er greinilegt að brjósteldi var miklu fátíðara meðal siglfirskra mæðra og sömu sögu er að segja frá Eyrarbakka. Alyktanir á grundvelli þessara talna eru ekki ábyggilegar m.a. vegna þess hversu fá böm hafa víða fæðst á árinu. Þær hljóta þó að gefa hugmynd um tímalengd brjósteldis og svæðisbund- inn mun. Eins og sjá má em tölur úr samrannsókn lækna um eldishætti, líkt og tímalengd brjósteldis, afar breytilegar eftir landsvæðum. Það er hugsanlegt að á þeim svæðum þar sem brjóstagjöf var tiltölulega al- geng hafi tíðni ungbarnadauða verið lægri en þar sem flest ungabörn fengu pela. Það sem er einkenn- andi fyrir tölur Katrínar er hinn greinilegi svæðis- bundni munur sem er á eldisvenjum hvort sem litið er á tímalengd brjósteldis eða á almennar eldisvenjur. Katrín Thoroddsen gerir sambandinu á milli stéttarstöðu og eldishátta skil í grein sinni. Sam- kvæmt niðurstöðu hennar hafa bændabörn ekki síð- ur en börn sjómanna og verkamanna verið lögð á brjóst.62 Barnaeldishættir vel stæðra og fátækra mæðra virðast þó hafa verið ólíkir. Á tímabilinu 1890-1930 urðu miklar breytingar á búsetu og at- vinnuháttum á Islandi. í kjölfar breyttra atvinnuhátta varð mikil þéttbýlismyndun við sjávarsíðuna. Árið 1890 bjuggu 12% landsmanna í þéttbýli en 44% árið 1920.63 Ungbarnadauði var mikill í þéttbýli. Þar var aðbúnaður oft lakur og fátækt ríkjandi. Vel stæðar mæður hneigðust til að gefa börnum sínum pela fremur en brjóst. Gunnlaugur Claessen vitnar í orð „greinargóðrar ljósmóður" í Reykjavík sem tók eftir því að þrátt fyrir betri aðbúnað efnaðra séu meltingarkvillar tíðari meðal barna þeirra en hinna fátækari. Fátæku mæðurnar leggi börnin á 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.