Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 40

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 40
Einar kom ekki fram sem hlutlaus sáttasemjari í mál- inu. Hann sniðgekk lögin og tók mið af eigin hags- munum, sýndi mikla óbilgirni og reyndi að sölsa arf- inn undir sjálfan sig.39 Eftir að Oddur leitaði stuðn- ings Sturlu vígbjuggust þeir báðir Einar og Sturla og létu gera virki um bæinn á Staðarhóli og um húsin í Hvammi. Er slík hervirkjagerð ágæt heimild um bar- dagaaðferð og hernaðartækni á þessum tímum. Her- væðingin hélt áfram, liðsdráttur jókst og vígamenn voru kallaðir til sögunnar.40 Bardaginn á Sælingdals- heiði markaði svo tímamót og af þeim fundi fór Sturla með algjöran sigur og þá skipti um mannvirð- ingu með þeim Einari eins og áður er getið. I þessari stuttu samantekt stöðugra átaka kemur fram að Sturlu saga fjallar að stórum hluta um hvern- ig goði með lítið og veikt goðorð sækir með góðum árangri að goða með stórt og voldugt goðorð. At- burðarás sögunnar má túlka sem baráttu um virð- ingu og völd, Sturla er í sókn, Einar er í vörn og sag- an sýnir hvernig goðorð eflast og veikjast og eins hvernig ný ætt kemst til valda á kostnað annarrar sem hverfur úr sögunni.41 Ný valdaætt Eins og fram kemur hér að framan voru það aðal- lega synir Hvamm-Sturlu og sonarsynir sem héldu nafni ættarinnar á lofti og við þá er ættin kennd. Erfðagoðorð þeirra, sem var grunnur að völdunum, kallaðist Snorrungagoðorð eftir Snorra goða sem tal- inn er hafa andast 103142 en ekki héldu þeir þeim ætt- artengslum uppi með því að kalla sig í höfuðið á Snorra heldur kenndu sig við ættföðurinn, Hvamm- Sturlu. Sturlungar eru eina stórhöfðingjaættin sem kennd er við ættföður, aðrar höfðingjaættir eru kenndar við höfuðbýli: Oddaverjar, Haukdælir, Svín- fellingar, Reykhyltingar svo nokkrar séu nefndar. Nafnið Asbirningar kemur ekki fyrir í Sturlungu og virðist vera seinni tíma tilbúningur.43 Hvamm-Sturla andaðist 1183.44 Þótt innganga Sturlunga á leiksvið sögunnar hafi hafist með honum réð hann aldrei yfir nema einu goðorði en synir hans og seinni konu hans, Guðnýjar Böðvarsdóttur og af- komendur þeirra skipuðu sér í fremstu röð höfðingja á Sturlungaöld. Jafnframt eru þeir höfundar eða söguhetjur að meirihluta sagnanna sem mynda Sturl- ungusafnið. Elsti sonurinn Þórður ríkti á Snæfellsnesi og í Dölum. Hann fékk Staðarstað og hálft Þórsnesinga- goðorð með konu sinni Helgu Aradóttur og virðist ekki hafa skilað því aftur þótt þau hafi skilið að skipt- um. Þórður var auðmaður mikill og lét mikinn arf eftir sig og tók eini skilgetni sonur hans, Böðvar, við mannaforráðum þegar hann lést 1237.45 Sonur Böðv- ars, Þorgils skarði, kemur mikið við sögu og er sér- stök saga kennd við hann. Tveir óskilgetnir synir Þórðar, Olafur hvítaskáld og Sturla sagnaritari, eiga jafnframt mikinn þátt í atburðum og valdabaráttu Sturlungaaldarinnar en eru enn frekar þekktir af fræðastörfum og söguritun. Sturlungar mynduðu aldrei eitt samstætt ríki og áttu oftar en ekki í innbyrðis baráttu um völd. Tveir yngri synirnir, Sighvatur og Snorri, sköpuðu sér hér- aðsríki á svæðum þar sem þeir áttu enga föðurleifð. Sighvatur fluttist norður í Eyjafjörð en þá voru þar / lok sögunnar er Hvamm-Sturla oröinn gjaldgengur á hinu landspólitíska sviði og bandalag hans og Jóns Loftssonar staðfestir sætaskipti á valdastól Dalamanna. „margir stórbændur, og ýfðust þeir heldur við Sighvat. Þótti þeim hann eiga þar hvorki í héraði erfðir né óðul."46 Þessi af- staða átti eftir að breytast og ríkti Sighvatur um allt Norðaustur- land til dauðadags, árið 1238. Flestir synir Sighvats koma mikið við sögu í umróti Sturlungaaldar en Sturla og Þórður kakali voru þeirra þekktastir. Eins kemur Steinvör dóttir hans sem var gift Hálfdáni Sæmundssyni af Oddaverjaætt töluvert við sögu. Snorri ríkti í Borgarfirði og virðist hafa skapað samstæða „ríkjaheild" báðum megin við Hvítá. Hann kvæntist Herdísi Bersadóttur hins auðga á Borg á Mýrum en gerði síðar félag við ríkustu konu á Islandi, Hallveigu Ormsdóttur af Oddaverjaætt. Snorri eignaðist jafnframt ýmis goðorð og einhver mannaforráð í Húnavatnssýslu og var á tímabili voldugasti stórhöfðingi á Is- landi, meðal annars fyrir mægðir dætra sinna. Snorra eru eign- uð mikil bókmenntaleg afrek. Hann átti einn son, Orækju, sem kemur mikið við sögu.47 Að hafa hönd í bagga með sagnaritun Eins og fyrr er ritað er Sturlu saga talin skráð á fyrstu tugum 13. aldar og hefur verið bent á að fyrri hluti hennar birtist frá sjónarhorni heimamanna í Hvammi og margt vísi til þess að rekja megi söguna til Guðnýjar Böðvarsdóttur, konu Hvamm- Sturlu, sem heimildarmanns. Frásögn verður nákvæmari þegar sagt er frá atburðum sem Guðný er heyrnar- og sjónarvottur að. Á ritunartímanum voru engir aðrir mikilsverðir aðilar að at- burðunum á lífi, en Guðný andaðist haustið 1221.48 Hennar er jafnframt getið sem heimildarmanns í Eyrbyggju varðandi frá- sögn er bein Snorra goða og Þórdísar móður hans voru grafin upp í kirkjugarðinum í Sælingsdalstungu.49 Einnig má benda á að frásagnir af atburðum tengdum Helga presti Skeljungssyni fá aukna nákvæmni í nærveru hans. Helgi er sagður „vitur kenni- maður og margs vel kunnandi og hinn besti læknir." Hans er fyrst getið um 1155 er hann kvænist og tekur við búi að Hvoli í Saurbæ.50 Helgi gæti hafa fæðst um 1130 og því verið sjötíu ára um aldamótin. I þessu sambandi má geta þess að Þórður Sturlu- son er talinn fæddur um 1165, Sighvatur bróðir hans um 1170 og Snorri 1179. Hvað sem þessu líður bendir margt í gerð sögunnar og af- stöðu sagnaritara til manna og málefna til þess að sagan sé runnin undan rifjum Sturlunga. Að vísu hefur verið bent á að í Deildartungumálinu virðist sjónarhornið færast frá Hvamm- verjum og frásögnin af Hvamm-Sturlu þar sem hann er talinn fara halloka fyrir Jóni Loftssyni og Reykhyltingum geti ekki bent til þess að honum nákomnir menn hafi haft hönd í bagga með ritun hennar.51 En einnig má túlka þessa frásögn á annan veg: að í lok sögunnar sé Hvamm-Sturla orðinn 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.