Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 41

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 41
gjaldgengur á hinu landspólitíska sviði. Með gerðum hans er grunnur lagður að ættarveldi Sturlunga, m. a. með því að setja Snorra í fóstur til Jóns. Sterk ættarvitund Sturlunga sést í síðasta hluta sögunnar ... Sæmd og virð- ing Sturlu hefur verið byggð upp smátt og smátt í sög- unni, og birtist nú sem yfirlýsing. Sturla býðst sjálfviljug- ur til að lækka seglin, gegn því að vera tekinn í tölu höfð- ingja. Það er það sem Jón Loftsson gerir.52 Það undirstrikar einnig þá skoðun að Sturlungar hafi kunn- að á því skil að nota frásagnarlist sér og ættinni til framdráttar að sérstök saga skuli hafa verið skráð um ættföður þeirra, Hvamm-Sturlu. Og þegar gerð er grein fyrir niðjum Þórðar Gils- sonar meðal helstu höfðingjaætta landsins, þrátt fyrir að völdin séu nýleg og ættirnar raktar í gegnum kvenlegg til Þórðar og konu hans frá Snorra goða og Guðmundi ríka, hefur það tví- mælalaust verið gert til að færa sönnur á góða félagsstöðu þeirra. Athygli vert er í þessu sambandi að engin sérstök saga hefur verið skrifuð svo vitað sé um valdamestu höfðingja 12. aldar, Oddaverjann Jón Loftsson og Haukdælinn Gissur Halls- son sem gátu þó báðir rakið ættir sínar til norskra konunga.53 Réttlætanleg valdabreyting Seinni hluti 12. aldar eða tímabilið sem Sturlu saga spannar er undanfari stórbreytinga á samfélaginu. Breytingin endur- speglast vel í samanburði á Hvamm-Sturlu og sonum hans. Hvamm-Sturla er dæmigerður gamaldags goði en synir hans og Guðnýjar Böðvarsdóttur eru gott dæmi um stórgoða eða héraðs- höfðingja. Hvamm-Sturla háði valdabaráttu sína við aðra goða á þingum og heima í héraði og jók hægt og bítandi við kjarna- svæði sitt sem var við dauða hans mun öflugra en það sem hann tók við. Vopnuð valdabarátta var í lágmarki og einungis af illri nauðsyn og er réttlætt í sögunni. Megináhersla er samt lögð á virðingarverðar sættir og sáttargerðarmaðurinn Jón Loftsson leikur þar lykilhlutverk. Engan veginn er tilviljun hvað sögurit- ari leggur mikla áherslu á hvað hann ber af öðrum landsmönn- um að virðingu og mikilleika. Stórgoðarnir mynduðu aftur á móti með mægðum, auðsöfnuði og pólitískum klækjum það sem gjarnan hefur verið kallað héraðsríki þar sem fleiri en eitt og fleiri en tvö goðorð söfnuðust á fáar hendur. Þessi breyting sem er hin mikilvægasta á stjórnkerfi þjóðveldisins leiddi til mun alvarlegri vopnaðra átaka þegar á leið og síðar til upp- lausnar og loka þjóðveldisins. Hún er að gerjast í byrjun 13. ald- ar eða á ritunartíma Sturlu sögu en þá er jafnframt uppgangur Sturlusona hvað mestur og er það ef til vill lykillinn að skilningi á tilgangi söguritara. Freistandi er að ætla að heildarhugmynd að baki Sturlu sögu sé innganga Hvamm-Sturlu, valdalítils goða, sem ryður sér til rúms með framtakssemi og dugnaði í hóp heldri goða landsins og hvernig sú upphefð opnar braut fyrir seinni tíma uppgang sona hans. Færa má rök fyrir því að Sturlu saga sé bókmennta- legt verk og að Sturlungar sjálfir hafi haft hönd í bagga með frá- sögninni og hvernig innganga þeirra á leiksvið sögunnar eigi að líta út. Auðvitað leggur slík bókmenntaleg mótun eigið pund sanninda á vogarskál sögunnar en þrátt fyrir allt rýrir það ekki heimildargildi hennar. Jafnframt má draga þá ályktun að Sturlu- saga kunni einnig að vera að hluta til dæmisaga sem sýni að þótt deilumál beri að leysa með sáttum og vopnuð átök skuli forðast, geti verið nauðsynlegt að dugmiklir goðar stækki goð- orð sín á kostnað þeirra veikari. Óhæfur og heimskur goðorðs- maður er ekki fær um að vernda þingmenn sína fyrir ágangi og yfirgangssemi og því sé réttlætanlegt að gera breytingar, jafnvel þótt um erfðagoðorð sé að ræða. % Ur Króksfíarðarbók. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.