Sagnir - 01.06.2003, Síða 23

Sagnir - 01.06.2003, Síða 23
I ÞJONUSTU SNORRA ♦ ♦ Upphaf staðar i Reykholti ♦ ♦ Upphaflega voru allar kirkjur á íslandi einkakirkjur. Sú kirkjuskipan hafði verið ráðandi meðal germanskra þjóða frá því snemma á miðöldum. Þá reistu efnaðir bændur kirkju á landareign sinni og sáu um og fóru með hana eins og hveija aðra einkaeign.4 Fáeinar kirkjur hafa eflaust verið reistar fljótlega í kjölfar kristnitökunnar en tahð er að það hafi ekki verið fyrr en upp úr miðri 11. öld og á seinni hluta aldarinnar sem kirkjur fóru að vera almennar. Flest bendir til að kirkjumar á þessum tíma hafi verið smáar heimiliskirkjur - eitthvað í líkingu við bænhúsin seinna meir - og ekki er ósennilegt að þær hafi aðaflega verið reistar í tengslum við nýja greftrunarsiði fremur en að þar hafi farið fram guðsþjónustur fyrir heilu söfnuðina.1 Undir lok 11. aldar og á fyrstu áratugum 12. aldar virðist mikið uppbyggingar- og skipulagsstarf hafa farið fram innan íslensku kirkjunnar og gmnnurinn að henni sem stofnun í raun lagður. Biskupsstóll fyrir allt landið var settur í Skálholti á síðustu árum 11. aldar og árið 1106 var nýr biskupsstóll stofnaður fyrir Norðlcndingafjórðung. ísland var fyrst Norðurlanda til að samþykkja tíund árið 1096/97 og lög kirkjunnar, Kristinna laga þáttur, voru færð í letur á ámnum 1122-1133.6 Samfara þessu hófst nýtt skeið í kirkjubyggingum og stærri og reisulegri kirkjur, sem gátu tekið við söfnuði, vom settar. Oft hafa smáu heimiliskirkjurnar verið endurbyggðar og stækkaðar en eflaust hafa nýjar kirkjur einnig verið reistar á þessum ámm.7 Þegar kirkjur vom vígðar og máldagar settir var nauðsynlegt að leggja til kirkjunnar nægilegar eignir sem mættu standa undir almennu helgihaldi við kirkjuna. Eignir sem lagðar vom til kirkju vom yfirleitt hluti í kirkjujörðinni eða annarri jörð sem kirkjueigandinn átti en einnig gátu þær náð til búpenings, ýmissa ítaka og ískyldna. Gjöf þessi kallaðist heimanfylgja kirkju og samsvarar latneska hugtakinu dos, enda var kirkjan oft nefnd brúður Krists. Nægileg heimanfylgja var forsenda þess að biskup vígði kirkju.8 Hefur verið giskað á að lágmarksheimanfylgja alkirkju hafi numið 20-30 hundmðum en það jafngilti góðri meðaljörð.9 Algengt var að kirkjur ættu helming í heimajörð, stundum þó minna, og vom slíkar kirkjur nefndar á miðöldum bændakirkjur. Fyrir kom að heimanfylgja færi langt umfram það sem taldist vera lágmarksheimanfylgja. Kirkjueigandi gaf þá alla heimajörðina til kirkju sinnar, með gögnurn og gæðum, og stundum einnig aðrar jarðir sem vom í hans eigu, auk mikils búpenings, ítaka og kirkjuskrúða. Slíkar kirkjur vom kaflaðar staðir. Hugtakið staður var einnig notað um biskupssetrin og klaustrin enda átti kirkjan þær jarðir að öllu. Staðir vom því kirkjubú þar sem jörðin og búreksturinn þjónaði kirkjunni og stóð alfarið undir rekstri hennar. Magnús Stefansson hefur einna ítarlegast kannað staði á miðöldum. Hann segir: „Þegar kirkjan eignaðist aflan kirkjustaðinn, varð jörðin með öflum gögnum og gæðum - staðurinn - að eins konar sjálfseignarstofnun á vegum kirkjunnar."10 Absalon Taranger færði rök fyrir því að hugtakið staður væri tökuorð og bein þýðing á latneska hugtakinu locus, locus sacer eða locus sacrosanctus og tekur Magnús Stefansson undir það.11 Almennt mun vera taflð að hinir elstu og stærstu staðir hafi verið stofnaðir í byijun 12. aldar eða að minnsta kosti á fyrstu áratugum aldarinnar. Enn var þó verið að stofna stóra og ríka staði um miðja öldina og firam á síðasta fjórðung 12. aldar.12 I íslendingabók Ara ffóða segir af því þegar Gissur ísleifsson (1082-1118) biskup gaf Skálholtsland til biskupsseturs og er það fyrsti staðurinn á Islandi, svo vitað sé, en þetta mun hafa gerst skömmu fyrir 1100. Magnús Stefánsson segir að greinilegt sé af heimildum að Skálholt teljist fyrst þá vera staður. Þegar Skálholt kemur við sögu fyrir þann tíma er það ekki nefnt staður, heldur land eða jörð, líkt og þegar talað er um venjulega bæi eða jarðir með bændakirkjum.13 Aðrir meiriháttar staðir sem að öllum hkindum voru stofnaðir snemma á 12. öld voru til dæmis Oddi á Rangárvöllum, Breiðabólstaður í Fljótshlíð, Staður á Olduhrygg (Staðarstaður) og Grenjaðarstaður.14 Staðurinn í Stafholti í Borgarfirði, sem hlaut einhveija ríkulegustu heimanfylgju sem um getur í íslenskum heimildum, var hins vegar settur nær miðri öldinni, um 1140 að því að talið er.15 Reykholt er vísast einnig í hópi meiriháttar staða sem settir voru á öndverðri 12. öld. Reykholtsmáldagi, elsta varðveitta skjal í frumriti á íslandi, er fyrsta heimild um stað í Reykholti. Elsti hluti máldagans er talinn vera frá seinni hluta 12. aldar.16 Eldri heimild um kirkju í Reykholti er þó til en það er skrá um íslenska kynboma presta ffá árinu 1143, en skráin hefur verið eignuð Ara fróða. í skránni em nöfn 40 presta - tíu úr hveijum fjórðungi - og er Páfl Sölvason þar nefndur síðastur Sunnlendinga.17 Páll var prestur og goðorðsmaður í Reykholti og þótti lærdómsmaður mikill, hinn mesti búþegn og „dýrhgr maðr eins og komist var að orði í Þorláks sögu hinni elstu. Hann var einn þriggja manna sem kom til greina í biskupskjöri á Alþingi á 8. áratug 12. aldar þegar Þorlákur Þórhallsson var valinn.18 Páll lést árið 1185 og var þá orðinn gamall maður. Að öllum líkindum hefur hann því verið fæddur á fyrsta áratug 12. aldar en hann var óskilgetinn sonur Sölva Magnússonar úr Reykholti. Föðurfaðir Páls, Magnús Þórðarson, er sá sem flestir ætla að hafi stofnað stað í Reykholti um það leyti sem Páll sleit barnsskónum. I Kristni sögu er Magnús talinn í hópi níu vígðra höfðingja sem vom samtíða Gissuri Isleifssyni og sennilegt er að hann hafi gerst sporgöngumaður biskups og sett stað i Reykholti á fyrstu ámm aldarinnar.19 Orð Hungurvöku styðja einnig þá hugmynd að staður hafi verið settur í Reykholti á þessum ámm. Þar segir: „Þorlákr [Runólfsson (1118-1133)] var vígðr til byskups ... ok var hann vígðr til staðar í Reykjaholti í Borgarfirði.“ Helgi Þorláksson telur þetta vera sterka vísbendingu um að Reykholt hafi verið orðinn mikilvægur staður fyrir árið 1118.20 Af heimildum má ráða að Reykhyltingar 12. aldar hafa verið stórbokkar á veraldlega sviðinu en einnig höfðu þeir sterk tengsl við áhrifamenn innan kirkjunnar og vom álitnir merkir klerkar. Ólafur Sölvason var, líkt og Páll bróðir hans, prestur. Kona hans var Hallgerður dóttir Runólfs prests Dálkssonar. Runólfur Dálksson er nefndur í fyrmefndri skrá Ara fróða og þótti hann göfugur kennimaður. Hann var bróðursonur Ketils Þorsteinssonar Hólabiskups (1122-1145). Ólafur bjó ásamt eiginkonu sinni og tengdafólki á Helgafefli og var prestur þar.21 Páll Sölvason var kvæntur Þorbjörgu Bjarnardóttur en hún var systir Auð-Helgu sem Brandur Sæmundarson Hólabiskup SAGNIR 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.