Sagnir - 01.06.2003, Qupperneq 76

Sagnir - 01.06.2003, Qupperneq 76
í bókinni Af menningarástandi. Halldór skrifaði formála að þessu greinasafni og taldi að skrifarinn ungi hafi „ ... sumsstaðar tekið meira uppí sig en góðu hófi gegnir, líklega til þess að vekja þjóðina upp með andfælum og skaprauna yfirvöldum”.6 An efa er mikið til í þessum orðum. Sumum kann að þykja Halldór hafa viðhaft óþarfa hroka í mörgum greinanna sem þama birtust. Hann gerði margar einkennilegar athugasemdir við útlit, siði og venjur Islendinga. Greinarnar em fullar af mjög djarflegum staðhæfingum og þverstæðum.7 Kannski hefur íslenskri alþýðu manna þótt erfitt að taka tillit til tilskrifa þessa sérstaka manns sem var hneykslunarhella margra. Lífemi hans var sérstakt. Klausturlíf, kaþólska, heimshornaflakk og bóhemlíf var flestum Islendingum framandi og fair gátu samsamað sig skáldinu ffá Laxnesi. Eitt helsta einkenni þeirra greina sem Halldór skrifaði á millistríðsárunum er greinileg afstaða hans með evrópskri borgarmenningu andspænis íslenskri sveitamenningu.8 Honum mislíkaði mjög hvernig íslenskir menntamenn dásömuðu sveitalífið, hvernig þeir vildu viðhalda hfnaðarháttunum þar og spoma við því að fólk flyttist úr sveitum landsins og á möfina.9 Hugmyndir hans um „bætta” siði héldust mjög í hendur við þessar skoðanir því þær lífsvenjur sem hann dásamaði vom fýrst og fremst borgaralegar lífsvenjur. Arið 1925 skrifaði Halldór Kiljan Laxness greinabálk um menningarástand þjóðar sinnar. Þá dvaldist hann á Sikiley og vann að Vefaranum mikla frá Kasmír. Greinaflokkurinn birtist í Verði sama ár og vakti töluverð viðbrögð. Þetta var stórt og erfitt verkefni sem hann fékkst við en greinamar eru ekki síður greining á menningar- og hugarástandi HaOdórs sjálfs. Hann sjálfur var að skapa sér lífsrými í þessum greinum. HaUdór gaf það mjög sterklega í skyn að hann væri hentugur gagnrýnandi á íslenskt ástand. Hann var jú heimsmaður mikiU eins og hann tíundaði ótal sinnum í greinunum en jafnframt var hann hluthafi í íslensku þjóðemi. Því taldi hann sig vera betur fallinn en útlending til að gagnrýna ástandið.10 I fýrstu greininni gaf HaUdór tóninn, hann lýsti því þegar hann fór einsamaU fótgangandi um Borgarfjörð. A ferð sinni rakst hann á gamlan rnann og spurði hann um þann kost sem hann hafði lifað við alla sína tíð. Samtal þeirra hófst þannig að HaUdór tók upp af jörðinni sérstaklega formaðan stein og spurði hvað þetta væri. Gamli maðurinn svaraði því til að þetta væri til þess að mylja bein því „ ... í mínu ungdæmi lifði fólk á beinastijúgi.”11 Svo lýsti ganfli maðurinn sínu lífi og jafnframt lífi íslensku þjóðarinnar um aldir. HaUdór spurði hann spjömnum úr um mat, húsakost, hreinlæti og spurði jafnvel hvort hann hafi verið glaður eða hamingjusamur. Við þessa frásögn er rómantíska hulan fljót að rjátlast af sveitalífinu. Eftir stendur fatæklegt fæði, kuldalegt húsnæði og botnlaus vinnuharka. Heimur laus við gleði og snauður af mannúð. En hvers vegna skrifaði HaUdór þessa sögu og birti hana í Verði? Hann segir sjálfur: Eg segi þessa sögu um beinasleggjuna vegna hins, að mér finst það svo merkilegt og svo gaman að kynslóðin sem nú lifir á Islandi sé sprottinn uppúr þeim aumasta öreigalýð sem kanski nokkurntíma hefur séð dagsins ljós.12 Guðmundur Friðjónsson frá Sandi. Hann tók túlkun Halldórs Laxness mjög nærri sér og taldi það skyldu sína að bera hönd fyrir höfúð sveitafólks. Frásögn HaUdórs á augljóst erindi inn í samtímaumræðuna. Verið var að upphefja sveitirnar og lífshætti mannsins sem situr og bíður upp í Borgarfirði um leið og borgarmenningin var litin homauga. HaUdór segir með nokkmm rétti, að sú rómantíska hula sem sé yfir íslensku bændamenningunni sé fölsk og ósönn með öUu. Þeir menn sem höfðu hæst um dásemdir gamla bændasamfélagsins hefðu vart getað hugsað sér að lifa slíku lífi. Þessar hugmyndir Halldórs um að sveitalífið væri ekki jafn dásamlegt og margir vildu halda fram komu svo fram á afar áhrifamikinn hátt í Sjálfstœðu fólki sem kom út á ámnum 1934- 35. Sú skáldsaga kom illilega við margan sveitamanninn og urðu nokkrir til þess að andnræla af krafti þessari birtingamiynd sveitamenningarinnar. Guðmundur Friðjónsson frá Sandi fór framarlega í flokki gagnrýnenda HaUdórs og flutti erindi í Reykjavík árið 1937 þar sem hann andmælti HaUdóri.13 Hann tók túlkun HaUdórs Laxness mjög nærri sér og taldi það skyldu sína að bera hönd fyrir höfuð sveitafólksins. Deila má um hversu vel þessi texti Guðmundar hefur elst. Til dæmis sagði hann um HaUdór: „Hann larnar fegurðartflfinning og gerir henni lágt undir höfði.”14 Engu að síður hafa andmæh Guðmundar verið mörgum kær því ekki er því að neita að HaUdór Laxness gat verið mjög óvæginn í gagnrýni sinni á arf hinnar íslensku sveitar. ♦ ♦ ,,Sóðaskapur og ókurteisi helst í hendur“ ♦ ♦ HaUdór Laxness skrifaði grein er hann nefndi „Um þrifnað á 74 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.