Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 12

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 12
98 HELGAFELL kirkju, harðstjórn, ójöfnuð og ranglæti, væru ekki að öllu leyti nýstárlegar fyrir íslendinga að efni til og ættu að sumu leyti fremur við það, sem við gekkst úti í heimi, en hérlendar aðstæður, blésu þær að öllum þeim uppreisnarhug, sem bæði æskumenn og ýmsir hinna eldri báru meir eða minna falinn í brjósti með þjóð, sem enn var að nudda stírurnar úr augunum. Þær komu líka nógu fast við kaun ýmissa máttarstólpa gamals skipulags til þess, að þeir yrðu uppvægir, og með því móti kviknaði brandur af brandi. En þessi kvæði urðu líka enn áhrifaríkari fyrir það, að þau voru risin upp af eðlisgrunni viðkvæmni og meðaumkvunar, þýðlyndis og ræktar- semi. Þau voru ekki nein kaldræn storkun, heldur logandi af sárri gremju. Jafnvel þar sem orðin voru heldur stór, urðu þau aldrei innantómt glamur, enda lærði Þorsteinn snemma að vefa inn í bersögli sína hóg- láta meinfyndni, sem beit ekki lakar en stóryrðin Annars var það á þessum árum oft við- kvæðið hjá þeim, sem minnst var gefið um ýmsar skoðanir Þorsteins, að Islendingum hætti til að gína við öllu, sem væri nógu vel kveðið og léti vel í eyrum, án þess að hugsa um, hvort efnið væri illt eða gott — eða jafnvel nokkurt. Hinu gat sem sé enginn neitað, að búningur kvæðanna, um hvað sem þau fjölluðu, væri óvenjulega sléttur og fágaður. Mál þeirra og stíll bar þess hvergi merki, að skáldið hefði þurft að leita dauðaleit að orðum vegna ríms og stuðla, og þau voru blessunarlega laus við það málskrúð, sem sum eldri skáldin höfðu freistazt til að nota meira en góðu hófi gegndi og Guðmundur Friðjónsson kall- aði „reginsvásleg Urðar orð, ort á fimbul- gandi“. Ekkert skáld hafði komizt nær því að brúa bilið milli daglegs tungutaks og ströngustu lögmála íslenzkrar braglistar. Margir rithöfundar og aðrir listamenn, sem tornæm samtíð hefur tregðazt við að meta. eins og þeim sjálfum þótti hæfa, hafa lifað og dáið sælir í þeirri trú, að skjót- fengnar vinsældir sumra eftirlætisgoða þessarar samtíðar væru öruggur fyrirboði þess, að verk þeirra mundu úreldast fyrr en hinna, sem ættu sín lengur að bíða. All- ir vita, að þessi trú er langoftast einber hégómi En samt eru duttlungar aldarfars- ins og hverflyndi þessa heims nógu algeng fyrirbæri til þess, að við sum tækifæri sé erfitt að stilla sig um að renna spyrjandi augum inn í framtíðina. Hvernig mun hún meta það tvennt í skáldskap Þorsteins Erlingssonar, sem hér hefur einkum ver- ið vikið að, braglistina og ádeilurnar? Er ekki þessu hvoru tveggja alveg sérstak- lega hætt við að fyrnast, eins og nú horfir? Spurningarnar eru bornar fram í alvöru, þótt fæst í svörunum geti orðið nema til gamans. II. Mesta og vinsælasta nýjungin í ljóða- formi Þorsteins var vafalaust rækt hans við hina gömlu rímnahætti og meðferð þeirra. Þó að rímurnar væru alla 19. öld- ina talsvert um hönd hafðar meðal almenn- ings, hvíldi á þeim skugginn af dómi Jón- asar Hallgrímssonar, listaskáldsins góða. Jafnvel annar eins þjóðfræðaþulur og Jón Arnason hafði „skömm á rímum“. Þetta vissi fólkið og fyrirvarð sig í aðra röndina að hafa gaman af því, sem mennta- mennirnir litu svo niður á. Og rímnahætt- irnir guldu rímnanna. Jónas Hallgrímsson sjálfur hafði að vísu ort ódauðlegar fer- skeytlur og yngri þjóðskáld gripið til þessa bragarháttar við og við, en yfirleitt fannst mönnum slíkir hættir ekki vera nema fyrir hagyrðinga alþýðunnar, meiri háttar skáld ættu að yrkja í öðru og rýmra formi. Þarna kom nú Þorsteinn Erlingsson, ann- ar eins snillingur og lærður maður úti í Ivaupmannahöfn í þokkabót, og orti hvorki meira né minna en ellefu af 38 kvæðum í Þyrnum undir rímnaháttum, ferskeytt, ný- hendu og braghendu. Og meira en það: hann orti hringhendar ferskeytlur og ný- hendur, jafnvel oddhendar hringhendur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.