Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 13

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 13
ÞORSTEINN ERLINGSSON 99 lék sér að því að kveða heila bragi undir þessum dýru háttum, eins og ekkert væri, án þess að þurfa nokkurn tíma að grípa til kennninga eða torskilinna heita, skálda- leyfa, rangrar áherzlu eða annarra óynd- isúrræða sem gömlu rímnaskáldin höfðu syndgað á. Ekki svo að skilja, að beztu vísur hans væru betri en t. d. vísur Sig- urðar Breiðfjörðs, þegar honum tókst upp. Því mundi Þorsteinn sjálfur hafa neitað allra manna harðast. En Sigurður var mis- tækari, ekki jafnvandlátur, bæði hroðvirk- ur og smekkurinn stopull. Aðrir eins bragir og Lágnætti og Fyrsti maí færðu mönnum heim sanninn um, hvernig stilla mátti hið gamla langspil, svo að enginn tónn væri hjáróma. Á 20. öld hafa fleiri hringhendur og betur kveðnar verið gerðar á íslandi en nokkuru sinni fyrr. En því miður hafa suinir snjallir hagyrðingar gleymt því, að glíma forms við efni er því aðeins fræki- leg, að efnið sé þess virði að fella það í hendingar. En hvernig munu Islendingar framtíðar- innar líta á þessa braglist feðra sinna, ef allt bundið mál, sem svo hefur verið nefnt, stuðlar og höfuðstafir, hendingar, rím og jafnvel hrynjandi, yrði dæmt eintóm til- gerð og ef til vill smekkleysi? Hér er ekki stund né staður til þess að fara út í rökræður um það, sem oft er manna á milli af lítilli þekkingu og skiln- ingi kallað „órímuð ljóð“. Það væri allt of mikið mál. Eg er þeirrar skoðunar, að sléttubönd og prósakvæði og allt, sem þar er á milli, geti verið góður skáldskapur, ef það er góður skáldskapur, formið eitt geti aldrei úr því skorið til né frá og fleiri skáldum en Jóni Þorlákssyni sé heimilt að kalla hvern reiðskjóta sinn Valcra Skjóna, ef þeim líkar það svo að hafa. En eg ætla að gera annað, þótt það sé í trássi við hið gamansama heilræði, að maður eigi aldrei að spá — og allra sízt um framtíðina! En sem betur fer er hér dálítið úr reynslu fortíðarinnar við að styðjast. Mannkynið þarf sífelldrar tilbreytingar. Kyrrstaða er ekkert líf. En þessar tilbreyt- ingar eru með tvennu og furðu ólíku móti, eftir því efni, sem úr er að vinna, og því svigrúmi, sem þær hreifast í. Mann- leg tæki geta, að því er virðist, tekið nær því takmarkalausum framförum, morð- vopn frá kylfu til vetnissprengju, farkostir frá eikju til þotu og tunglflauga og hver veit hvers. En svo eru aðrar breyting- ar, sem að vísu virðast mannkindinni nauðsynlegar, en þar sem tilbrigðunum eru takmörk sett, svo að þær verða alltaf að vera að snúa við, þegar ekki verður komizt lengra í tiltekna átt, og eru þess vegna í rauninni fremur á hringsóli en beinni braut. Þetta er tízkan, og ein al- gengasta hugsanavilla er að ruglast á framförum og tízku, einkanlega á tím- um óðfluga tækniframfara, svo að menn lialdi, að hver tízkubreyting horfi til ótvíræðrar framsóknar mannsandans. Menn geta t. d. verið skeggjaðir eða skegg- lausir, að vísu með dálítið mismunandi skorna kampa, en framfarirnar eru svo takmarkaðar, að sumir menn ganga með tjúguskegg enn í dag, eins og Sveinn Dana- konungur forðum, og í aðalatriðum er elcki nema um skegg eða ekki skegg að velja. Pils geta verið skósíð eða svo stutt sem tæpasta velsæmi leyfir, víð eða þröng eða eitthvað þar á milli. En þegar krínólínan er orðin svo víð, að hún kemst með naum- indum inn um stofudyr, eða tunnugjörðin svo þröng, að rétt er hægt að setja hvern fótinn fram fyrir annan og varla að ganga upp venjulegan stiga, þá er takmörkunum náð á báða bóga og verður aftur að fara að þrengja eða víkka, til þess að kvenfólkinu finnist ekki það sé í görmum frá því í fyrragær. Svona er líka með skáldskapinn. Ljóð geta t. a. m. verið stuðluð eða ekki stuðl- uð, rímuð eða ekki rímuð, prentuð í mis- löngmn línum eða jafnlöngum, með eða án upphafsstafa, með eða án greinarmerkja o. s. frv. En sviðið er samt svo takmarkað, að algerðar nýjungar í formi eru óskaplega

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.