Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Page 15

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Page 15
ÞORSTEINN ERLÍNGSSON 101 vits undir merki ranginda og misferla og leiki sér að því að bíta höfuðið af skömm- inni. Þó að Þorsteinn Erlingsson lifði ekki þessi miklu aldahvörf, komst hann ekki hjá því að reka sig einstöku sinnum á það sjálfur, að honum hafði skjátlazt í hugmyndum sínum um það, sem hann í bili hugði til fyrirmyndar. Svo var t. d. í kvæðinu um Vestmenn. Þegar honum gafst tækifæri til þess að skyggnast ofurlítið inn í þjóðfélag Bandaríkjanna, varð honum Ijóst, að það var ekki sú paradís frelsis og jafnréttis, sem hann hafði séð í hillingum, þótt þar væri hvorki konungur, aðall né þjóðkirkja. En hann lét kvæðið samt ekki fyrir róða. Hann vissi, að hann hafði talað af einlægni, þegar hann orti það, og hvað sem hugmyndunum um Ameríku leið, þá fannst honum öll ádrepan í því til Norður- álfunnar standa í jafngóðu gildi eftir sem áður. Þessu megum við ekki gleyma, ef við eigum að lesa ádeilukvæði Þorsteins rétt og meta þau að verðleikum. Þar varðar ekki mestu, hvernig hann hugsaði sér hina umbættu veröld í einstökum atriðum eða hvað honum fannst standa sér næst og veia brvnast að rísa á móti, heldur sjálfur uppreisnarandinn, djörfungin, sannfæring- arhitinn. Það væri að brjóta beint á móti anda þessara kvæða, láta þau fjötra í stað þess að leysa, ef við ætluðum að finna í þeim sígildar niðurstöður um einskorðaða skipun allra mála. En þau eggja til þess að athuga og spyrja: á móti hverju er okkur og nú skyldast að rísa? í þessu ljósi verð- um við að líta á kvæði eins og Skilmálana, þar sem boðuð er uppreisn gegn öllu og öllum, en hverjum lesanda í rauninni sjálf- um látið eftir að gera sér grein fyrir, hvar honum finnist skórinn kreppa verst og hverju oki liann þurfi helzt af sér að hrinda. Um slíkt er ekki unnt að setja reglur, sem eiga við allt og alla. Lífið væri brotaminna en það er, ef lvgin og ranglætið kæmu alltaf til dyranna í sömu gömlu og slitnu flíkunum. En þau kunna sannarlega að tolla í tízkunni. Það getur t. a. m. verið nógu vandasamt að þekkja sundur öryggi og kúgun, þangað til svo langt er komið, að við náum ekki andan- um í fangi allrar þessarar blessaðrar um- hyggju fyrir velferð okkar. Og það má í nafni jafnréttis og jafnaðar stýfa svo hvern brumhnapp og vaxtarbrodd, sem teygja sig í hærra lagi í átt til Ijóssins, að korka komi í allan skóginn. Þessum vanda hvers tíma, hverrar kyn- slóðar, hvers einstaklings, því sem innst og dýpst vakti fyrir honum, hefur Þor- steinn Erlingsson lýst allra bezt í Bókinni minni: að sjá með eigin augum, hugsa upp á eigin spýtur, láta ekki gera sér sjón- hverfingar, heyja sér frelsi til að leita þess, sem hver maður getur fundið sannast og réttast, vera sjálfum sér trúr. Þar er ekki um tilteknar skoðanir að ræða, hvorki þær, sem helgaðar eru af erfðum og hefð, né hinar, sem hrópað er liæst um á torgum og gatnamótum, heldur einlægar skoðanir, sem reistar eru á eigin athugun og raun. Þetta er hörð kenning, en það er sjálft aðal þess að vera lifandi manneskja. Það kostar ekki minna. Og það eru örðugustu kröfurnar, sem úreldast sízt. En — hvort við nú erum nær þessu takmarki eða fjær en á Þorsteins dögum, hvort okkur er nú gert auðveldara eða erfiðara að sækja í áttina að því, — það verður hver ein- staklingur að gera sjálfur upp við sál sína og samvizku.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.