Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 18

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 18
104 HELGAFELL Og Þórbergur heldur áfram: Ég hef aldrei skilið, hvað menn geta lagt á sig mikið erfiði til þess að krækja sér í ýmis veraldargæði, sem þeim virðist ekki vera nein lífsnauðsyn að ná. Venjulega byrja þeir með að komast upp á kvenmann og þykjast hafa vaxið að manndómi. Það er frumstæðasta ástríða mannsins. Þetta eitt endist þeim þó ekki til lengdar og þá fer þá að langa eftir að safna auðæfum. Þeir halda áfram að safna og safna og aldrei liafa þeir safnað svo miklu, að þeim finnist þeir vera búnir að fá nóg. Þetta er eins og helgar bækur lýsa þorstan- um í helvíti. Og þeir geta lagt svo mikið að sér til að reyna að fullnægja þessari blekk- ingu í sjálfum sér, að þeir eru orðnir úttaug- aðir menn langt fyrir aldur fram. Peninga- græðgi er mjög slæm fyrir taugarnar og hjart- að og æðakerfið. Aðrir leggja mikið kapp á að geta sallað náungann í fótbolta, stangar- stökki, kringlukasti og þrístökki, sem ég held að sé auvirðilegasta stökk í lieimi. En samt verða menn heimsfrægir fyrir það. Enn aðrir sækjast eftir því að komast til valda, verða dýrkaðir af fólkinu sem alþingismenn, ráð- herrar eða annað því um líkt. Svo eru þeir, sem keppa eftir að verða frægir fyrir að skrifa bækur, yrkja kvæði, möndla óperur. Allt stafar þetta frá cinu og því sama: ein- hverri vöntun í manninum, einhverju and- legu tómi, sem er verið að strcfa við að fylla. En það skrítna við þetta er það, að tómið fyllist aldrei. Og maðurinn er í raun og veru tómur og jafnvesæll að vegarlokum sem í upphafi leiðarinnar. Þetta er eitt af því skrítna við lifið. Tómið verður aðeins fyllt með því að losa sig við strefið við að fylla tómið. Losa sig við persónuleikann, sem ég er frægur fyrir' að liafa kallað svo, því strefið á rætur sínar í persónuleikanum. Hann er hnútarnir í sálarlífinu. Þegar menn hafa leyst þá, ljóma þeir eins og fagurt ljós. En komdu hérna fram snöggvast og heilsaðu henni Imbu litlu Fálu. Ilún er fjögurra ára. Hún er að læra ballett og lofaði að kenna mér, en hefur svikizt um það. Ég gat lært Möllersæfingar af sjálfum mér . . . Og svo göngum við inn í stofuna aftur og Þórbergur tekur upp þráðinn: — Já, þá verða þeir eins og fagurt ljós. Þá er persónuleikinn dauður að eilífu og menn eru komnir í kompaní við allífið. Margir halda, að kompaníið við allífið þýði slokknun einstaklingseðlisins. En þessu er öfugt farið. .Maður með „persónuleika" er aldrei sjálfstæð- ur maður. Hann er alltaf að taka tillit til sjálfs sín og þar með hefur hann gefið sig undir þrældóm annarra. Hann er að hugsa um pen- ingana sína, mannorðið sitt, stöðuna sína, frægðina sína. En sá, sem hefur leyst linúta persónuleikans, hugsar aðeins um sannleik- ann. Hann cr ckki að hugsa um að vera neitt, né verða neitt. Hann er. — En hvernig er bezt að losna við persónu- leikann. Mcð því að fara í klaustur? — Nei, 'ég held bænagerðir hjálpi manni ekkert í þcssum efnum. Þær leysa ekki linút- ana, þær bara færa þá svolítið til. Menn hafa haldið að kirkjan og trúarbrögðin hjálpuðu þeim til þroska. En ég held þau verki öfugt. Þau binda menn í dogmur og færa í fjötra hindurvitna og hleypidóma og trúarhaturs, sem ná valdi á manninum og deyfa hann frá að hugsa sjálfstætt. Ég held að eina leiðin til að leysa hnútana sé sú að skilja sjálfan sig og lífið til hlítar. Það getur mörgum fundizt það erfitt, það getur kannski tekið þá nokkur jarð- líf. En ég held, að önnur leið sé ekki hugsanleg. Trúarbrögðin hafa haldið mönnum í andleg- um viðjum og varnað þeim að skilja og verða andlega sjálfbjarga. Þess vegna liggur allur þorri manna hundflatur og getulaus frammi fyrir hvers konar áróðri og eru orðnir svo andlega villtir, að það má segja þeim í dag, að það sé hvítt, sem þeim var sagt svart í gær. Og menn hafa ekki við að trúa. Þó að eitthvað gott kunni að liggja eftir kirkjuna, þá er það hafið yfir allar efasemdir, að hún hefur unnið meira skemmdarverk á sálum manna en nokkur önnur stofnun í heiminum. — En heldur þú ekki, að kirkjan gæti gert gagn? — Jú, það gæti hún, ef hún breytti sér í þekkingarstofnun og hætti við þetta háfleyga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.