Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 19

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 19
SÍÐDEGISSTUND í UNNSKIPTINGASTOFUNNI 105 freyðandi kjaftæði, sem hún byrlar fólki. Hér gæti spíritisminn komið kirkjunni til hjálpar sem fræðslugrein, og er að því leyti miklu betri en þetta undirstöðulausa trúargjálfur. Spíritisminn getur fært mönnum rök og jafn- vel sannanir fyrir framhaldslífi og gefið fólki nokkrar bendingar um það, hvernig því lífi er hagað. Og hann getur gefið skýringar á sam- henginu milli þess lífs og jarðlífsins. — Þú talaðir áðan um frægðina, Þórbergur. Byrjaðir þú ekki að skrifa til að verða frægur? — Nei, það gerði ég ekki. Það var svo h'till ákafinn í mér að verða frægur, að ég skrifaði enga bók í sjö ár eftir að ég lauk við Bréf til Láru. Hafði enga löngun til þess. Ég skrifaði fáeinar blaðagreinar á þessum árum, sem komu yfir mig eins og steypa. Og ekkert annað. Allan fyrri partinn af Bréfi til Láru skrifaði ég til að skemmta Láru. Hitt skrifaði ég til að breyta þjóðskipulaginu. Annað vakti ekki fyrir mér. Að vísu lét ég fara með nokkr- ar skemmtilegar setningar, en aðeins í því skyni, að bókin seldist. Auðvitað hafði ég dálítið gaman af að skrifa þetta, alveg eins og unglingar hafa gaman af að steypa sér kollskít eða hoppa sem lengst á einum fæti. Það er einkennilegt, að íþróttamenn skuli ekki hafa tekið það inn í sitt kerfi að stökkva á einum fæti. Það gæti þó verið gagnlegt, ef maður fótbrotnaði á öðrum fæti einn á ferð úti á víðavangi. Þá gæti hann stokkið á hin- um til byggða, ef hann væri nógu vel trener- aður hjá Benna Waage. Þess vegna virðist mér þetta vera gagnleg íþrótt. Þetta hef ég sagt Benna Waage, en hann botnaði ekkert í því. Þeir eru alltaf með sportlæti, sem eng- um koma að gagni í lífinu, eins og kringlu- kast og þrístökk. Stangarstökk gat verið gagn- legt í gamla daga, þegar menn urðu að stökkva vfir ár og læki á stöngum, en nú er það alveg orðið úrelt, því nú er þetta allt far- ið í bílum og flugvélum. — Ég hef stundað íþróttir í 44 ár, þ. e. a. s. Möllersæfingar og böð í sjó og vötnum. Framan af iðkaði ég líka dálítið hlaup og nokkuð lengi reyndi ég að marsjera eins hart og franski landherinn. En mér tókst það aldrei. Ég var þá líka orð- inn fullorðinn. Það var á síðari stríðsárunum. Fyrir nokkrum árum færði ég það í tal við Helga frá Brennu, að íþróttasamband íslands gerði mig að heiðursfélaga með öllum réttind- um. Hann sagðist vera með því og ráðlagði mér að tala við Benna Waage. En Benni varð liinn versti og sagði, að ég gæti ekki orðið heiðursfélagi fyrr en ég væri búinn að synda kringum Orfirisey. En þá var ekki hægt að synda kringum Orfirisey, því hafnargarðurinn út í eyjuna var löngu kominn. En þarna sérðu hjartalag þeirra. Það er einskis metið, þótt maður hafi stundað íþróttir í 44 ár heilsu sinni til bóta og lífi sínu til léttis, ef hann hefur ekki komið fram í opinberum skrípa- látum á einhverjum atplássum, sem eru í innsta eðli sínu skólar í mannhatri. Jú-jú, svo sendu þeir mér einu sinni heim eitthvert merki, sem mig minnir að ætti að veita mér leyfi til að koma á fundi hjá einhverjum íþróttafélagsskap. Það var nú bara upp á spott við mig. En ég launaði Benna spottið líkt og frelsarinn niundi gert hafa. Sem vara- forseti MÍR stakk ég upp á því, að hann yrði sendur í nefnd til Rússlands. Það flaug í gegn. Benni fór til Rússlands og kom for- framaður heim.

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.