Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 20

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 20
PÉTUR BENEDIKTSSON: Eitt pund af blýi eða eitt pund af dún Það veit hver maður. sem eitthvað hefir komið nálægt saltfiskverkun, að fiskurinn léttist smám saman, frá því að fyrst er stráð í hann saltinu um borð í fiskiskipi, unz hann er orðinn að fullstöðnum og máske síðar að Spánar-verkuðum, að ég ekki tali um fullþurrkuðum Brasilíu-verk- uðum saltfiski. Fiskifélagið getur frætt okkur um það, hve mikilli rýrnun megi búast við stig af stigi, og við útflutning ber matsmanni að votta, að rakastigið sé rétt, og vigtarmanni að staðfesta, að rétt sé frá sagt um þyngdina. Það er náttúrlega leiðinda-galli á fisk- inum, hvort sem á málið er litið frá sjón- armiði fiskimanns, verkanda eða útflytj- anda, að hann skuli léttast svona. Allir aðilar hafa þó orðið ásáttir um, að ekkert væri við þessu að gera, það væri nú einu sinni náttúrunnar lögmál. I öllum þeim aragrúa at' undarlegum lagafrumvörpum, sem lögð hafa verið fyrir Alþingi á seinni árum, hefir enginn séð frumvarp til laga um bann gegn því, að saltfiskur léttist í meðförimum, og líklega væri flutnings- maður slíks frumvarps álitinn eitthvað undarlegur, jafnvel í hópi þingmanna. Þó væri þetta engan veginn óframkvæmanlegt. Annaðhvort mætti láta hjá líða að þurrka fiskinn, en skipa matsmanninum að gefa út vottorð um, að þetta væri fullgildur þurrfiskur, eða það mætti verka hann eins og venja er til, en segja vigtarmanninum að gefa vottorð um það, að hann hefði sömu þyngd og hann hafði t. d. upp úr skipi. Þetta væri framkvæmanlegt, — en vit- anlega tæki enginn mark á þessum vott- orðum, því að þau væru falsvottorð. Nú kann lesandanum að virðast það þarfleysa að eyða orðuni að svona heimsku, sem engum detti í hug að gera sig sekan um. Er það nú víst? Eg ætla að minnsta kosti að reyna að sýna fram á, að á öðru sviði leikum við í þessu landi mjög ámóta skrípaleik. ★ Sá sjúkdómur, sem þjáir Islendinga í efnahagsmálum, er kallaður verðþensla, — inflation á útlendu máli. Eitt af mörg- um sjúkdómseinkennum verðþenslunnar er gengislækkun. Peningar landsins verða minna virði út á við en þeir voru áður. Þetta er engu síður náttúrulögmál en hitt, að saltfiskurinn léttist við að þorna. En nú komum við að því, að ýmsir stjórnmála- menn þessa lands, þar á meðal a. m. k. sumir þeirra, sem með völdin hafa farið að undanförnu, hafa það á stefnuskrá sinni að vera „á móti gengislækkun“. Þeir taka þátt í framkvæmd þeirrar stefnu, sem hlýt- ur að leiða til gengislækkunar jafn-örugg- lega og nótt fylgir degi, en þeir bannfæra hið ljóta orð. Vegna þessara pólitísku víg- orða varð að gefa gengislækkuninni, sem lögfest var með „bjargráðunum“ vorið 1958, annað nafn. ★ Hvað er gengi? Það er það verð, sem er á peningum landsins erlendis. Það er mjög æskilegt að forðast sveiflur á genginu. Við getum því öll verið sammála um að vera „á móti gengislækkun“. En við höldum ekki genginu föstu með því að samþykkja lög um það, að ekki megi breyta því. Eina ráðið til þess að vernda gengið er að reka

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.