Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Page 21

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Page 21
EITT PUND AF BLÝI EÐA EITT PUND AF DÚN 107 þá efnahagspólitík, sem styrkir gjaldeyr- inn, — leiðir til þess að við eignumst hæfi- legar innstæður erlendis og skapar jajn- vœgi milli framboðs og eftirspumar á er- lendum gjaldeyri. Þegar bönkunum er falið að auglýsa, að gengið A dollara sé kr. 16,32 eða á sterlings- pundi kr. 45,70, er þetta alveg hliðstætt falsvottorðunum um saltfiskinn, sem við vorum að skopast að. Seðlabankinn gegn- ir í þessu tilfelli starfi vigtarmannsins. Heil- brigð skynsemi segir, að hann eigi að vara ríkisstjórn landsins og aðrar peningastofn- anir við, þegar halli kemur á vogarstöng- ina, og að hann eigi að ráða yfir varasjóði, sem geri honum kleift að koma jafnvægi á til bráðabirgða, meðan ríkisstjórn og aðr- ir, sem lilut eiga að máli, eru að gera þær ráðstafanir sem þarf, til þess að komast á réttan kjöl aftur. Heilbrigð skynsemi segir einnig, að sé hallinn orðinn svo mikill, að ekki sé unnt að ná hinu sama jafnvægi aftur án óeðli- legra fórna, verði að leita nýs jafnvægis. Þetta má einnig segja með öðrum orðum: Sé gengisskráningin ekki lengur raunhæf, þá er að horfast í augu við það, og skrá gengið, þar sem það á heima. Með þeirri löggjöf, sem nú gildir á Is- landi og segir, að ekki megi breyta geng- inu án samþykkis Alþingis, er verið að reyna að læðast fram hjá veruleikanum. Alþingi gæti með sama rétti tekið að sér að segja fyrir um veðrið á morgun. ★ „En reizlan var bogin og lóðið var lakt“, sagði Grímur Thomsen um Bátsendapund- arann, og þótti á sínum tíma ófögur lýs- ing. Sannleikurinn er sá, að hjá vigtar- manninum í peningamálum þjóðarinnar, Seðlabankanum, er ástandið ennþá aum- ara, því að hjá honum er vogartungan bundin og sýnir alltaf sama þunga, hvað sem á skálarnar er lagt eða af þeim tekið. Þessari óraunhæfu skráningu á verðgildi peninganna fylgja margar plágur, og er hin fyrsta sú, að eftirspurnin eftir erlendum gjaldeyri fer langt fram úr því, sem unnt er að sinna. Eins og skuggi hinnar fyrri kemur næsta plágan: innflutnings- og gjald- eyrisskömmtunin, leyfafarganið. Við erum orðnir þessu svo vanir, að okkur hættir við að líta á það sem eðlilegt ástand. Eg vil því biðja menn að staldra við og hugleiða þetta ofurlitla stund. Er það ekki sorgleg tilhugsun, að þjóðin hefir heilan herskara af velgefnum mönnum á mála til þess eins að draga umsóknir um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi í dilka og skilja sauði frá höfrum? Og það er ekki svo vel, að það sé aðeins vinnuafl þeirra, sem þessa atvinnu stunda á Innflutningsskrif- stofunni og í bönkunum, sem fer til ónýtis. Miklu sorglegra er að hugsa um tafirnar, sem innflytjendur og aðrir, sem um gjald- eyri þurfa að sækja, verða fyrir frá gagn- legri störfum, þegar þeir þurfa að sitja myrkranna milli (og lengur í skammdeg- inu) í biðsölum nefnda og banka, í voninni um að náðarsól gjaldeyrisins megi skína á þá eftir vikur eða mánuði. Allt væri þetta nægilega óskemmtilegt, þótt almenningur treysti því, að allir þeir, sem leyfin veita, væru fæddir undir stjörnu réttlætis og óhlutdrægni. Vonandi eru þeir það, en því miður hefir almenningsálitið orðið á aðra lund, og það hefir orðið til þess, að í viðbót við þá ásókn, sem þeir verða fyrir af öllum þeim, sem leyfanna þarfnast, linnir ekki pólitískum ágangi og heimsóknum frá fólki, sem „þekkti mann, sem þekkti mann“, ef mér leyfist að víkja svolítið við orðum gamallar vísu. Vissulega væri annað þarfara við allar þær vinnustundir að gera, sem þarna fara í súginn. Það yrði eins og sólbráð á vor- degi, ef við gætum losnað við leyfaplág- una. Það myndi birta yfir hugum athafna- mannanna, og þá kæmist í framkvæmd mörg nytsöm hugsun, sem nú kafnar í fæð- ingunni, vegna þess að menn hafa ekki geð í sér til þess að leggja út í baráttuna við hið marghöfða skrímsli leyfaveitinganna.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.