Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Page 28

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Page 28
114 HELGAFELL henni ekki að sannfæra sjálfa sig um það með öllu, og því leið kvöldið, án þess að hún sæi fram á annað en hún hlyti enn sem fyrr að gista á Washington Square. En óviðkomandi atvik, sem bar fyrir augu þeirra um leið og þau konm út af Plaza, batt skjótan endi á þetta liátíðahald: við næstu dyr (það er dálkill grískur veitingastaður), sat lítill snyrtilegur maður með gullspangar- gleraugu hjá sorptunnu og var að naga steik- arbein upp úr tunnunni. Van Buren yppti öxlum, en stúlkan sagði án þess að hugsa sig um: „Þú ert alveg eins og hann“, og fann um Ieið, að þetta var rétt. Hún sneri sér undan og skalf af óviðráðanlegum hi-yllingi. Van Buren gekk burt frá henni og hélt fyrst í austurátt en síðan norður Broadway, bar af bar, unz hann kemur á Lincoln Square, eins og fyrr segir. Þrettán gular, ein svört Og við höfum talið okkur dansendurna, við höfum talið okkur taka þátt í dansleikjunum, okkur sem stigum á eikarspeglinum. Svartipresturinn stakk síðasta blóminu af Himalayatindi í hnappagatið: Æskan er eins og vatnsfullur líknarbelgur, virðuleg ellin fær öðlazt þunga klappanna. Þú Atlantshafið bláa, beiskur svitadropi flogaveikrar jarðar. O, heita ennisdögg, stigin upp til hvolfhimins danshallar, sokkin ásamt silkiklúti í djúp buxnavasans. Æ þessi blóðdans í ljóskeilunni. Ekki er að undra þótt við séum þreytt, við kristöllun ofþreytunnar, sem sló útum sóttheitan hnöttinn, þetta dansfífl með þjófaljósið í skottinu. Vér salt jarðar. Sviti einnar skopparakringlu. Steján Hörður Grímsson.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.