Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 31

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 31
EIGA MENN AÐ BYGGJA NOREG? 117 jafn lilýtt sem í Danmörku, já, jafn gott sem suður við Svartahaf . . . En menn rækta sitt vín sjálfir suður við Svartahaf. Þar skáka þeir Afengisverzluninni okkar. Og reyndar nægir okkur að skreppa suður á Skán eða Sjáland einhvern tíma á útmánuðunum (en hver á gjaldeyri til þess?j, þá finnum við, að þar er veturinn æði miklu skemmri. Nei. Noregur ætti að vera svo sem þjóð- garður handa Evrópu — eins og Hitler hafði ráð fyrir gert í sínu mikla hagkvæmdar- áformi — með mörg gistihús handa ferða- mönnum og nokkurn námagröft, og annað ekki. Eða hvað . . . ? Maður er nefndur Nummedal, kynlegur í háttum. Hann grefur í jörðu og finnur minjar um forna menningu þar sem enginn gæti aítlað, að skyni bornir menn hefðu stigið fæti (en máske eru mennirnir ekki skyni bornir?). Langt norður á Finnmörku hefur hann fund- ið leifar fornrar menningar, ég trúi hann kalli hana komsamenningu. Hún er ævaforn, a að geta tólf þúsund ára gömul. Kann að vera eldri en menningin hér suður í landi. Jæja — í þá daga hafa þegar verið til mcnn, sem vildu sjálfunr sér svona illt. En þó er málið svo vaxið, að margir þeirra ættstofna, sem búa uppi í hinum afskekkt- ustu dölum þessa lands, hafa máske ekki flutt þangað með öllu frjálsir og fúsir. Þeir hafa flæmzt þangað undan öðrum ættstofn- um, blótandi og ragnandi hafa þeir hreiðrað um sig uppi í afkimum og á fjallasyllum — og smám sarnan gerzt blíðari á manninn. Ef þessi tilgáta er rétt, þá hefði fólkið, sem býr uppi í fjallabyggðum þessum, átt að vera „lélegra kyn“ í fyrstu. En það verður ekki með sanni sagt í dag. Það er mesta furða, hverju óhagkvæmir lífshættir fá breytt til betra vegar á nokkrum þúsundum ára. Þeir, sem voru þungir á fæti, hafa líklega verið höggnir í strá á leiðinni upp eftir, aðrir hafa steypzt fvrir björg á liðnum öld- um, og þeir, sem ekki nenntu að snúa sér við, hafa soltið í hel. Þeir beztu lifa eftir. En sé höfuðskel þeirra mæld, reynast þeir oft af harla blönduðu kyni. Við munum einnig hafa lært, að Norðmenn séu hreinasti kynstofn norrænna manna. Sama lygin enn. Okkur er nóg að ganga einn dag um Kaupmannahöfn eða Stokkhólm til að finna fólk, sem er að samtöldu Ijósara á hár en Óslóarbúar. Ef við eigum að jafnast á við norræna kynbræður okkar í þessu efni, hljótum við að sækja fólk upp á Haðaland — þar eru menn svo ljóshærðir, að við hljót- um að leita allar götur til Ítalíu hinnar svörtu, í sveitirnar kringum Verónu, til að finna svo ljósa menn. Nei, því er verr, að við erum ekki af ein- ræktuðum stofni. Því er verr? 1 Innsogni býr þjóðflokkur, sem beint verður að telja mongólskan. Málfræðingar hafa velt vöngum yfir jieim í hundrað ár, og þjóðfræðingar slíkt hið sama — margir Sygna þessara hafa svart hár, gula húð, ská- höll augu og flöt nef og gætu eftir ásýnd að dæma verið frá gresjunum austan Volgu. Enginn veit, hvaðan þeir eru komnir. En þeir eru rammnorskir, auk heldur í norskara lagi, þcir klífa fjöll sem geitur og skeggræða á meðan hver við annan á sinni merkilegu mállýzku — sem þeir þykjast geta bjargazt við allar götur til Miklagarðs. Og það geta þeir efalaust, því Sygnir bjargast alls staðar. Sygnir eru beztu hrossakaupmenn hér- lendir (og leyfum oss að gerast dulspakir og tala gálauslega: Skyldi það vera arfur frá gresjunum?). Austlendingar eiga glaðar end- urminningar frá því er hrossasalar komu í héraðið með Sygna í broddi fylkingar. Eng- inn Raumríkingur var svo þungur á sér, að hann sæti um kyrrt, þegar fréttist til ferða slíkra hrossasala. Hrossamang, hrossakaup. Þetta bar ekki vitni um tiltakanlega mikla hagsýni, því vanalega voru heimamenn prettaðir. En það var gaman. Oft hefur verið um það spurt, livort norsk- ur bóndi hafi meiri rnætur á hryssu sinni eða eiginkonu. Sjálfur mundi hann að líkind- um svara: Báðar eru góðar til síns brúks. En

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.