Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 44

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 44
130 HELGAFELL Börnin í bekknum, tuttugu talsins, höfðu nú fengið pata af þessuni skiptum Miss Ross og Stephcns, og þau undruðust mjög þessa næstum áþreifanlegu þagnarspennu; litu af kennslukonunni á Stephen, síðan aftur á kennslukouuna. Og liann fann fyrir þunga þeirra allra, er þau lögðust á eitt við að koma eigin ár fyrir borð. Að Anne Stafford undan- skilinni var hann tvcim árum eldri en þau flest og þrefalt sterkur á við nokkurt þeirra. Hann vissi vel, að hann naut meira fylgis, innan skólans sem utan, en Miss Ross; og hann varð þess var, að hún lét það gott heita og ætlaðist til þess að hann hjálpaði sér við að hafa hemil á þeim sem yngri voru og óstýrilátari en hann. Augu hans hvörfluðu nú þangað sem Anne sat. Hún bar þóttasvip og lcit kennslukonuna óblíðu auga, þrátt fyrir síu sextán ár, sem veittu henni sjö ára forskot umfram þá síðarnefndu. Línur stúlkunnar voru þó engu síður fullkomnar, svo og þroski hennar allur, og gerðu enda skop að þeim flíkum sem for- eldrar hennar vildu afdráttarlaust að hún gengi í; vöxtur hennar neitaði að viðurkenna það, að óhlutkenndir dagar almanaksins ættu nokkuð skylt við rauuveruleika þrosk- ans. — Stephen vissi vel, að foreldrar hennar vildu sæmd hennar sem mesta; vildu að hún yrði kennslukona, — rétt eins og foreldrar hans sjálfs ætluðust til mikils af honum. En þar sem vel gat farið svo, að Anne yrði dug- mikil stúlka, þá vissi liann og hitt: að sjálfur yrði hann aldrei dugmikill. Framtíðarhug- sjón hans var sú ein að eignast bakpoka og ferðast fótgangandi um landið, eða önnur lönd; og eiga fegurð, sólaryl og birtu stjarna að auðlegð. Fátt var það í sveitinni, þó víðlend væri, sem með öllu fór framhjá honum: hanu vissi, að fólkið var siðastrangt og kröfuhart; að ætlazt var til, ef ung stúlka og piltur héldust í hendur á hlöðuballi, þá yrðu þau hjón í fyllingu tímans; að stórbóndadóttirin sem eignaðist lausaleikskrakkann í fyrra gat hvergi látið sjá sig eftir það; og svo fann hann ekki hvað sízt, hve óbilgirni og kröfu- harka slíkra viðhorfa höfðu ill áhrif á hann sjálfan og beinlínis freistuðu hans til að leita þess, sem eftir guðs og manna lögum nefnist holdleg synd. Hann vissi og, að Miss Ross var mjög siðavönd; fúsari til að syngja sálma en ver- aldlega söngva um lífið, ástina eða föður- landið. Guð og ríki hans voru henni faðir og föðurland, það fór hún ekki dult með. En stundum hvarflaði að Stephen, hvort hún væri aldrei efnmana, og hvort guð einn væri henni allt í senn: vinur, elskhugi, félagi og faðir . . . Stór býflugnadrottning flaug með háu suði inn um gluggann og hnitaði hringi í stofunni. Þegar hún vildi komast út aftur, rakst hún hvað eftir annað á gluggaglerið og suðaði því meira sem vængir hennar og fætur meidd- ust á þessum gagnsæja fangelsisvegg; hún bar ekki skyn á að fljúga út um opna rúð- una spönn fyrir ofan. Vitlausi-Murray, fíflið meðal skólabarn- anna, espaðist allur, hló og sagði: Býfluga, Stephen, — býfluga! og leit til Stephens í von um, að hann hjálpaði fanganum til að komast út. Vitlausi-Murray var góðvildin holdi klædd; og þótt hann skorti greind ávið aðra, var hann fullþroska líkamlega. Annars var hann óeðlilega sólginn í dauð smádýr, svo sem mýs og fugla, sem hann liirti jafnan upp úr göt- unni, stakk í vasann og geymdi, unz þau voru morkuuð sem smyrlingar og ódauninn lagði af þeim langar leiðir. Stephen, sem kenndi í brjósti um fluguna, ekki síður en Vitlausi-Murray, greip nú þérriblað, veiddi liana og sleppti henni út fyrir. Suð hennar dó út í fjarska . . . Hvað er býfluga á háskozku, Stephen? Miss Ross brosti, og börnin hlógu við, því þau skildu tilefni spurningarinnar. Og sjálf- urn varð honum rórra, því að nú vissi hann, að í þetta sinn hafði hún ekki skynjað ann- að í hugsunum hans en hrifni yfir sumrinu og einni býflugu. Hann leit yfir til Anne, sem fitlaði við blý- antinn sinn; ungur og þrýstinn barmur henn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.