Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Page 45

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Page 45
FRÁ UPPTÖKUM AÐ ÓSI 131 ar, stolt æskuþroskans, liófst og hneig í trássi við föt og foreldra. Stephen minntist þess, er gerzt hafði fyrir tæpri klukkustund. Þá flaugst hann á við Anne út af húfu Vitlausa-Murrays, sem krakkarnir höfðu náð í og hún vildi ekki láta lausa. Allt í einu höfðu þau áflog liætt að vera áflog út af húfu; þau urðu áflog sjálfra sín vegna, unz bæði féllu hlæjandi um koll í grasið, annar handleggur hans lenti af til- viljun utan uni stúlkuna og önnur höndin snerti við brjóstum hennar. Þá lét hún líka húfuna lausa, og augu hennar litu í augu hans . . . Þá klukkustund, sem síðan var lið- in, hafði hver hugsunin alið aðra í huga pilts- ins; en þær leiddu allar til niðurstöðu hins fullvaxna manns, þrátt fyrir alla mannorðs- áhættu undir vökulum augum þess kynjadýrs sem var almenningur í heilli sveit. Miss Ross vissi ekki og gat ekki vitað, hverjar voru hugsanir ungs manns; en hún hafði eyru. Við fatageymsludyrnar hafði Stephen hugsað sér að hvísla að Anne stað og stundu; en sökum þess að hjartað brautzt um í brjósti hans og blóðið í æðunum sló trumbur fyrir eyrum hans, varð hvíslið hærra en skyldi — Miss Ross heyrði hvert orð. Hún varð ill; en hún vissi enganveginn, hvað hún gæti gert. Líkamsstyrkur söku- dólganna kom í veg fyrir, að hún gæti beitt sér á þann hátt, sem vald hennar heimilaði. Auk þess vissi hún ofurvel, að kynþroska stúlka var gædd hæfileikanum til að skynja og skilja hið minnsta hvik í augum annarrar konu. Stephen væri hægt að sansa; en kattar- eðlið í Anne . . . Iilœgilegt! Hún hreytti þessu orði úr sér líkt og smá- þrumu út yfir auð bekkjarsætin. Svo heimsku- legt sem það nú var, þá fyrileit hún stúlkuna. Hún þekkti svosem ungkattareðlið frá því hún var sjálf í skóla; hvað legið gat á bak við það eitt að fá þerriblað lánað eða blýant yddan. En ekki gat hún farið að segja foreldrum Anne, hvað á seyði var. Stafford, svo ráð- vandur og ærukær sem hann var, mvndi að sjálfsögðu skella allri skuld á Stephen til að hvítþvo dóttur sína. Iiönd fólksins í sveit- inni myndi seilast eftir steinum til að grýt.a piltinn, rétt eins og lausnari hans hafði forð- um verið grýttur . . . Og ekki gat hún heldur borið leyndannálið í skólastjórann; sem karlmaður myndi hann verða gjörsamlega hlutlaus, aðeins reynast hálfu verri við Stephen og alls ekki viður- kenna, að stúlkan hafi átt nein upptök; hann myndi ekki skilja það, hve jafnvel stúlkur á aldri Anne Staffords geta reynzt færar í þeirri list að bregða snöru . . . Skyndilega rann upp fyrir henni kvöldið skuggsæla, er hún var sautján ára og faðir hennar lamdi hana fyrir að standa á tali við pilt fyrir utan hliðið. Hún hafði hlegið við piltinum, og á þann hátt, að hann hafði orðið til að taka utan um hana og þrýsta henni að sér. Þá hafði faðir hennar komið og lamið hana með ól þvert yfir lendar og fætur, í augsýn piltsins. Samruni sælu og þjáningar þessa atviks sótti hana heim, hlæjandi og storkandi, í hverjum drauminum eftir annan upp frá því; hvorki foreldri né fyrirbænir reyndust fær um að hindra það . . . Og henni var ljóst, að þar átti og uppruna sinn sá tómleiki er greip hana í þögulli skólastof- unni, er bjartur hlátur barnanna hljóðnaði í fjarska; þá hafði hún lokið sinni daglegu þjónustu, og ekkert beið hennar — nema te, bók, hvílurúm og bænir . . . Faðir vor á himnum fyrirmunaði henni að sækjast eftir ranglátu hóglífi fjöldans . . . Mrs. Turley gekk nú inn í stofuna með tusku, vatnsfötu og kúst. Miss Ross vissi, að af fimm börnum þeirrar konu höfðu tvö fæðzt löngu eftir lát mannsins hennar. Með hjálp skólastjórans hafði Miss Ross reynt að bjarga ekkju þessari frá glötunarbarmin- um með því að bjóða henni hreingerningar- starf ásamt húsnæði í kofa á landareign skól- ans. En þrátt fyrir það allt — fyrirbænir, fatagjafir, útvegun atvinnu og kristilega upp- fræðslu barna konunnar — þá var orðrómur- inn enn við lýði; það var líkast því sem góð

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.