Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 49

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 49
FRÁ UPPTÖKUM AÐ ÓSI 135 vörunum. Hún var komin fast að honum; andardráttur hennar lék um kinnar hans; lík- amir þeirra komnir í snertingu. Og þessar hendur hennar — grip þeirra varð þéttara um vanga hans, eftir því sem hún kom nær hon- um. Svo kjökraði hún. Það kjökur var mjög annarlegt, einna líkast bældum hlátri; um varir hennar barst ekki hið minnsta hljóð; hún grét innra með sér — og þrýsti sér upp að honum, allri; hann varð að taka á, til þess að falla ekki aftur fyrir sig. Honum varð litið yfir öxl henni og út. eftir veginum, í báðar áttir; skeð gat, að einhver væri á ferli sem kynni að halda, að hann væri að gera tilraun til að faðma kennara sinn. Nógu slæmt var það, að fara til fundar við Anne Stafford, þótt slíkt sem þetta yrði ekki til að kóróna alla skömm . . . En þá gerðist það, fyrirvaralaust, að Miss Ross sleppti taki sínu og sneri burt frá hon- um, luktum augum. Hálfringlaður horfði hann á hana hvar hún gekk að reiðhjólinu, sveifl- aði því hvatlega og steig á bak. Og ennþá kjökraði hún — eða hló, hvort heldur það nú var. ITún leit ekki við. An frekari orða lagði hún af stað og fór veginn upp á hæðina. Það var mjög á brattann. Hann horfði á eftir henni, hvar hún lagði allan þunga sinn í að stíga hjólið; svo gafst hún upp að lokum og gekk síðasta spölinn upp eftir. Þar fór hún loks í hvarf. Skömmu síðar reikaði Stephen heim á leið og fór sér hægt. Sérhverri ástríðu, sérhverri löngun, hafði verið stungið svefnþorn; það var undarleg tilfinning sljóleika, þreytu og sinnuleysis, blandin kvíða. Hann þráði í senn að mega sofna og hvílast, en óttaðist jafn- framt algleymi og andvaralevsi svefnsins . . . Svo var aftur kominn morgunn; nýr dagur. Þessum degi fagnaði Stephen — vegna þess eins, að dagurinn er timi vökunnar. Hann hjólaði í hægðum sínum áleiðis til skólans; aldrei hafði hann farið sér jafn hægt. En það var ekki vegna fegurðarinnar umhverfis hann, síður en svo. Gærdagurinn var svo sannarlega farinn veg allrar veraldar; í hans stað kom- inn kuldagrár morgunn með regnskýjabakka í nánd. — Þegar pilturinn nálgaðist skólann, sá hann hvar bifreið skólastjórans stóð við hliðið og umhverfis hana hópur skólabarna. Enginn skóli, Stephen! Enginn sltóli í dag! hrópuðu þau til hans, hoppandi af kæti. Stephen kom hjólinu sínu fyrir inni í byrg- inu, en gat enganveginn ímvndað sér, hvað á seyði var. Eftir það gekk hann inn í skóla- stofuna. Það var nú enginn fyrir — nema Anne Staf- ford. Hún sat á sínum venjulega stað og leit ekki við, þegar hann kom, heldur be.vgði sig yfir borðið sitt. Anne? hvíslaði hann. Hvað er að gerast — segðu mér það? Hún svaraði ekki; hinsvegar greindi piltur- inn fótatak skólastjórans fvrir utan dyrnar. Svo kom skólastjóri inn, hávaxinn maður með yfirskegg. og skálmaði rólega að kennaraborð- inu, en nam ekki staðar þar, heldur gekk nokkrum sinnum um gólf, ræskti sig, tók upp vasaklút og þurrkaði út úr sér á honum, snýtti sér hraustlega og þerraði skeggið; allt á mjög rólegan og næsta virðulegan hátt. Loks nam hann staðar og mælti: E — Miss Ross, hún — hún mun eklci kenna í dag. Það er að segja — hún er dáin. Hann leit á Stephen: Ég tilkynni þér þetta, því þú ert elztur meðal nemenda. Hún — e — varð fyrir slysi í gœrkvöldi, Stephen, við Quarry-bugðu; — e — missti stjórn á hjólinu sínu og hrapaði fram af bakkanum . . . Er hann hafði sagt allt þetta, snýtti hann sér að nýju og hélt svo áfram: Skólanum verður lokað í eina viku. Þetta vil ég að þú segir hinum börnunum og sjáir svo til, að þau fari heim. Andartak virtist hann hugsa sig um, leit niður fyrir sig og beit á vörina; síðan kinkaði hann kolli, brosti dauflega og gekk út úr skólastofunni. Anne hafði hvorki hreyft legg né lið. Step- hen hljóp til hennar þangað sem hún sat föl og stjörf í sæti sínu. Hvað er að? spurði hann. Þér var aldrei

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.