Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Qupperneq 51

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Qupperneq 51
Tvö bréf frá Benedikt Gröndal Benedikt Gröndal kom sér upp húsi viö Þing- hollsstræti (nr. 14), sjö árum eftir að hann flutt- ist til Reykjavíkur. „Reisugildi mikið var haldið þann l(i. júlí 1881, og gekk allt vel, en konan mín var alltaf lasin og tók aldrei á heilli sér, og við vorum varla flutt inn í húsið fyrr en hún andaðist þar (19. nóvember), — þá byrjuðu aðrir dagar“ (Dœgradvöl). Þarna bjó Gröndal til 1887. en seldi þá Jóni Jenssyni lnisið, og síðan eign- aðist Bjarni Sæmundsson það og bjó þar til dauðadags. Einar Jónsson snikkari átti heima í húsinu nr. 5 við Skólastræti, sem hann byggði 185(1. Um hann segir Gröndal: „Hann var lista- maður og smíðaði sér fiðlu (fíólín) og lék á hana, kenndi sér sjálfur“ (Reykjavík um aldamótin). — Þegar Gröndal skrifar bréfið, hefur hús Einars auðsjáanlega náð suður og upp að garðinum bak við hús Gröndals, þvert yfir ]>að svæði, sem Amtmannsstígur nú liggur um. Til bœjarstjórnarinnar í Reylcjavík. í fvrra ritaði eg ásamt fleirum bæjarstjórn- inni um þann óþrifnað og forarbleytu, sem hér er í Þingholtsstræti hvenær sem rignir, en þessu hefir enginn gaumur verið gefinn, það eg veit til. Nú rita eg bæjarstjórninni cinn, því eg sé ekki til neins að fá fleiri til að vera með mér, út af þessari Kamargryfju, sem hér er við hornið á húsinu mínu. Þegar Lúders fekk leyfi hjá Einari snikkara til að taka grjótið sem þarna var, þá var honum gjört að skyldu að fylla upp aftur gryfjuna, sem kom af grjót- tökunni; en svo fórst það fyrir; eg kvartaði munnlega síðar við bæjarfógetann út af þessu, og hann áleit það sjálfsagt að gryfjan yrði fyllt; en síðan hefir Einar séð sig um hönd, að eg held, og ætlað að þetta skyldi vera geymslugröf fyrir áburð á túnið, og svo hefir enginn skipt sér af þessu síðan, nema hvað Einar hefir stundum bannað að bera ösku í gryfjuna, en því hefir ekki verið hlýtt, þó ekki öðru vísi en svo, að öskunni er hrúgað á barminn á gryfjunni, því lengra er ekki farið en sem skemmst verður, og fólk er kannske hrætt við að detta ofaní. Eg veit raunar til þess, að hlandforir eru hjá bæjum og mitt í skítaþorpum erlendis, eða öðrum eins svína- bælum og Búkarest eða Constantinopel, þar sem hundtyrkinn býr og hrossskrokkar úldna á götunum hrúgum saman; en það eru ein- dæmi að annað eins skuli vera liðið í bæ, sem á að heita byggður af menntuðum mönn- um og þar að auki þykist vera helztur bæja hér á landi. í þessa gryfju er borið úr öllum kömrum hér í kring — eg hefi cina sumarnótt séð tíu kassa hvern eptir annan borna frá einn salerni hér í götunni, sem um langan tíma var universal-kamar fyrir allt þetta byggðarlag—; í þessa opt nefndu gryfju er hellt öllu hlandi og skítavatni sem hér aflast. Ódaun og fýlu leggur upp úr þessari hlandgröf, svo stofurnar hjá mér lykta af, og eru þær þó loptháar og fullrúmar, og eg er viss um að annað eins svínerí og þetta getur fellt þau hús í verði sem þar eru nærri. Nii hefir þar að auki eitt barn dottið í gryfjuna, og hefði dáið þar ef enginn hefði verið við, eins og opt kann til að bera, en fólkið mun hafa haft óþægilegt verk að ræsta barnið alveg þrekkótt upp yfir höf- uð, dregið upp úr kamargryfju. Hefði þetta verið barn Dr. Jónassens, eða bæjarfógetans, þá held eg eitthvað hefði verið gjört og það strax, og sömuleiðis held eg að fáir menntaðir og málsmetandi menn mundu líða slíka saur- gryfju og óþrifnað við hliðina á sér. Nú er þessi kamarlögur í gryfjunni farinn að grænka af alls konar lifandi kríli sem kviknar undir eins og hitnar í veðrinu, og vita það allir að slíkar vilpur eru hinar megnustu sjúkdóms- uppsprettur, og það kvef, sem hér gengur svo opt, kemur einmitt af tómum saur í rennisteinum og hlandforum; þar að auki hefi eg tekið eptir því að jötunuxar og aðrar pöddur koma nú meir í húsin en áður, og það er allt saman þessari kamargröf að kenna, því allt þess konar lifnar og þrosk- ast í Ammoniaks-loptinu: en þó að mér þyki gaman að pöddum, þá kæri eg mig ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.