Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 55

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 55
TVÖ BRÉF FRÁ BENEDIKT GRÖNDAL 141 maður geti miðað við þetta! Hefurðu nokk- urntíma séð eða heyrt annað eins bull, Jón, eins og það sem optast er í blöðunum — hvurt sem það er Poesi eða Politík? Jeg segi nei Jón. Jeg ímynda mér annars að þér hálfleiðist fyrir norðan, Jón, þú hefur þar víst engar bækur nema þær sem þú átt sjálfur, en hér eru þó alténd bókasöfnin og handritasöfnin, þó að landsbókasafnið sé í rauninni einhver sú óþarfasta stofnun hér á landi, því bæði er allt í molum og ekkert fylgt tímanum nema uppá slump, engin regla fyrir bóka- kaupum, og svo er bókasafnið ekki notað nema ef vera skyldi af einhverjum fáeinum almúgamönnum sem þá lesa þar ekkert nema íslenzkar sögur, allt annað er svo lítið að ekkert kveður að því, þó einstöku góð bók sé þar sem flækst hefur af hendingu inn fyrir þínghússins heilögu vébönd en tveim þriðju pörtum af bókasafninu held jeg mætti fleygja, með fram af því hér er engin literær Interesse, heldur lifa vorir landar á ideellum Saltfiski, og búast við að jeta hann einnig í öðru lífi. Jeg má til að skrifa þér sona Jón til þess að „dreja“ þér dálítið í kríng, því ef jeg ekki skrifaði si sona, þá mundir þú ekki „dreja“ blaðinu heldur, og ekki hreifa hend- urnar, en nú verður þú að setja handavöðv- ana í meiri hreifingu lieldur en ef þú héldir því alltaf í sömu stellingum, svo þú sérð að þetta er eiginlega eptirlíking á gángi himin- hnattanna, og það sem þyngdareðlið gerir þar, nefnilega að láta þá snúast í kríng, það gera hendurnar á þér við þetta blað, og sá sem kemur höndunum á þér til þess að fremja þennan hríngsnúning í líkingu við himinhnettina, það er jeg. Nú er mér annars ekki ljóst hvað jeg á að skrifa hér eða for- telja þér. Hér er ekkert gefið út af viti, mér vitanlega, jeg hef sagt mig úr Bókmennta- félaginu, því jeg hef ekkert þar að gera, og bæði er Bmfélagið nú á hausnum, og svo gefur það enga ærlega bók út, en hættir við allt, tímaritið á að mínka, og biblíuljóðin liggja eða grúfa vfir félaginu eins og sand- poki — jeg vil heldur ekkert eiga við Dr. B.M. Ólsen, og jeg get eins verið sjálfur mitt félag og verið einn eins og eg alltaf hef verið. Nú er þessi ferhyrningur búinn, og innihald hans er 1 um hríngsnúning, og 2 um eymdar- skap Bókmentafélagsins, altso hérumbil sama Resultat sem ræður á alþíngi. Um ýmislegt til að mynda Simba. Simbi er nú orðinn svo meyr af Bacchusi að hann getur ekki aðstaðið lengur, en ráfar sem Idíot á götunum, þó fullur þegar unnt er, og nú er liðin sú gullna tíð, þegar Simbi lagðist endilangur fyrir dyrnar hjá lands- höfðingja, en Magnús varð að láta sækja tvo kalla til að bera hann burtu, svo brandskatt- ar hann biskupinn og bullar við landfóget- ann, því Simbi er Gentlemaður og heldur sig ekki nema á hærri stöðum, en það er náttúr- lega ekki nema skrokkurinn, því sálin flýgur í kríng út um allt og dumpar líklega seinast niður í þá eldgömlu bókþrykkjarapressu Ein- ars Þórðarsonar, sem stendur hjá Birni meðal annara kjörgripa sem Björn hefur erft eptir Einar, og leiðinlegt er að þú skulir ekki gefa út að nýju prentsöguna þína, því þá gætirðu jnintað hana með þessum historíum um þann frægasta prentara sem hefur verið á íslandi, fyrrum Góðtemplara ásamt Ilalldóri Guð- mundssyni og Kristjáni Þorgrímssyni, en þrenningin fór í hundana á ekta Góðtemplara- vísu. Þessi kapítuli varð þá ekki um „ýmis- legt“, því Simbi hefur orðið einn um hituna sem von er, því hann er einhver sú merki- legasta persóna hér um slóðir, imponerar öll- um og kúgar yfirvöldin, svo þau hafa ekkert við honum, allt saman fvrir Bacchusar krapt, og þetta getur enginn Góðtemplari leikið ept- ir, heldur pukra þeir innan fjögra veggja með gullkragana eins og Fastelavnsstrákar, sem þó eru það þeim fremri, að þeir geta komið útá göturnar með Ilúmbúgið.

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.