Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 56

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 56
LlFSSKOÐUN MÍN II. Að velja sér félaga Eftir IGNAZIO SILONE Ignazio Silone fæddist fyrsta daf; maímánaðar árið 1000, í litlu ítölsku l>orpi, ]>ar sem faðir hans átti landsskika, en móðir hans vann sem vefkona. Aðeins 17 ára að aldri hóf hann af- skipti af verkalýðsmálum, er hann var gerður að ritara iandhúnaðarverkaiuanna í liéraði því, sem hann var fæddur og upp alinn í, hátt uppi í Appeninefjöllum. Fyrsla verk lians var að skipuleggja mótmælagöngu gegn þátttöku í styrjöldinni, en fyrir það var hann dreginn fyrir iög og dóm. Arið 1921 gerðist liann eiun af stofnendum ítalska kommúnistaflokksins, barð- ist gegn vexti fasismans, var varpað í fangelsi og siðan rekinn úr landi. — Loks settist hann að í Sviss árið 1030 og yfirgaf þá jafnframt kommúnistaflokkinn. Árið 1940 tók hann við stjórn utanríkisináladeildar ítalska sósíalista- flokksins. Silone hefur ritað allmargar skáld- sögur, sem sumar hverjar hafa hlotið lieims- frægð, svo sem skáldsögulegar lýsingar hans á sveitungum sinum uppi í fjallahéruðum Norður- ítaliu. en merkastar jieirra eru Fontamara og lirauð 'orj vín. Silone er kvongaður og býr nú í Rómaborg. Grein þá, sem hér birtisl í ís- lcnzkri þýðingu. ritaði liaun fyrir skömmu, og liefur hún birzt í brezka tímaritinu Encounter og bandaríska tímaritinu Dissent, en auk þess valdi Silone ]>essa ritgerð til birtingar í safni ritgerða eftir merkustu núlifandi heimspekinga, en í siðasla hefti Helgafells birtist önnur grein úr þessu safni: Formáli eða eftirináli, eftir Ber- trand Russell. ________________________________________________ Undanfarna fjóra áratugi höfum við verið vitni að hruni flestra þeirra pólitísku og sósíalísku trúarsetninga, sem lí). öldin arf- leiddi okkur að. Afleiðing þessa er sú, að marg- ir menn, er treystu á þessar kenningar sem væru þær lampi fóta þeirra, hafa steypzt út í andlegan vergang og villur, og eiga cnn langa leið fyrir höndum, áður en þeir nái út úr þeim myrkviði. Þetta er einn þáttur hins mikla hættuástands, sem nú ríkir í skiptnm kapítalismans og andkapítalismans. Við stönd- um því frammi fyrir nauðsyn þess að fram- kvæma nýtt mat, ekki cinungis á vanda- málum mannlegrar breytni, heldur einnig á þeirri spurningu, sem stærri er: sjálfum til- gangi lífsins. Það skal þegar tekið fram, að þetta endurmat, jafnvel hinir ómerkilegri þættir þess, er ekki fólgið í sköpun skemmti- legra bókmennta. Við munum ávallt geta fundið ákveðinn hóp virðulegra og heiðvirðra samborgara, sem túlka anda samtiðarinnar á sinn eigin hátt með því hvernig þeir láta skera hár sitt eða hvernig þeir hnýta á sér hálsbindið. En svo eru hinir, sem ekki eru eins lánsamir og ávallt hljóta verri útreið í átökum þeirra afla, sem ég nefndi áður. Það eru þeir, sem ég ber fyrir brjósti að þessu sinni. Á undanförnum 30 árum hafa sjálfsmorð meðal rithöfunda í ýmsum löndum verið tíðari en nokkrn sinni áður. Mér virðist, að hversu mjög sem þessir sorglegu viðburðir sýnast ólíkir á ytra borði, þá eigi þeir sér samt sameiginlegan uppruna: það sem Nietz- sche nefndi níhilisma nútímans. Ég held, að æviferill rithöfunda sé engu síður mikilvægur og táknrænn en bækur þær, sem þeir skrifa. Hvenær sem ég hugleiði þá kennd ringul- reiðar, leiða og andstyggðar, sem einkennir samtíð okkar, þá leitar hugur minn ekki til bóka þeirra Heideggers, Jaspers og Sartres, heldur til sjálfsmorðs þeirra Essenins, Maya- kovskys, Ernst Tollers, Kurt Tucholskys, Stefan Zweigs, Klaus Manns, Dricu La

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.