Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Page 59

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Page 59
AÐ VELJA SÉR FÉLAGA 145 fyrir trú sína“, ritaði Ernst Júnger, „er að ná hinu æðsta markmiði, sem hugsazt getur, án tillits til þess, hvort sú trú er sönn eða fölsk. Sú einfalda staðreynd, að mennirnir kasta sér út í orrustu, jafnvel þótt þeir séu sárþjáðir af hræðsu og ótta, sem hvorki agi né föðurlandsást getur eytt, gerir þá, eins og píslarvottinn, að lifandi vitnum hins vfir- mannlega veruleika, sem býr hið innra með þeim og ofar þeim.“ Hetjudáðir hinna vél- rænu öreiga Júngers yrðu því þeim mun há- leitari sem þeir væru fjarlægari hefðbundnu, mannlegu sviði og því meir sem þær nálguð- ust svið hinnar fullkomnu vélar. Þetta var þá endamarkið, lengra varð ekki komizt. Ernst Júnger sneri þó baki við því í tíma, meðan Hitler var enn við völd. í síðari verk- um sínum, en meðal þeirra mætti nefna skrif hans um sársaukann, skáldsögun Auf den Mcmnorlcli])pen, og síðan dagbók ])á, er hann hélt meðan á innrásinni í Frakkland stóð í heimsstyrjöldinni síðari, verður fordæming hans á níhilismanum æ ákveðnari og byggist meir og meir á mannlegum eigindum. Reynsla Alberts Camus er að vísu á annan hátt, en þó sambærileg. Enginn, sem les bæk- ur hans, kemst hjá því að skynja hinar skörpu andstæður, sem skilja á milli Le Mythe de Sisyphe og L’Étranger annars vegar og La Peste og safn hans af lnigunum, er nefnist L’Iíomme Révolté, hins vegar. Bók hans Lc Mythe de Sisyphe hefst á hugleiðingum um sjálfsmorð, og hyggst höfundurinn þannig komast að skýringu á tilgangi lífsins. Hann segir það blákalt, að ástæðan fyrir því, að maðurinn lifi, sé hreint og beint fáránleg. „Að deyja af frjálsum vilja,“ ritar hann, „felur í sér viðurkenningu, sem að minnsta kosti er sprottin af eðlishvöt, á fáránlegu eðli þessa vana, á vöntun einhverrar gildrar ástæðu fyrir því að halda lífinu áfram, tilgangsleysi þessa daglega angurs og fánýti þjáningarinn- ar.“ Að stytta sjálfum sér aldur felur „aðeins í sér viðurkenningu á því, að lífið sé ekki þess virði, að svona mikið sé lagt á sig fyrir það.“ í allri auðmýkt leitar Camus og finnur lausnina á þessari eyðilegu og snauðu til- finningu fáránleikans. „M ig hryllir við þeim heimi, sem ég lifi í,“ segir hann síðar í L’Homme Révolté, „en ég finn til með því fólki, sem byggir hann.“ í skáldsögu hans La Peste birtist tilvera sögupersónanna ekki sem ástríðuþrungin, einráð og marklaus staðreynd, heldur sem aumkunarverð barátta mannanna, sem þjást og strita gegn sameiginlegum ör- lögum. Á einum stað í bók þessari hittir ein af sögupersónunum — Rieux, læknir, — Grand skrifstofumann á bæjarskrifstofunum, en kona hans hefur nýlega farið frá honum, án þess að þau hafi orðið neitt ósátt hvort við annað. „Hann virti Grand fvrir sér úr nokkurri fjarlægð. Gamli skrifarinn stóð eins og hann væri límdur upp við búðarglugga, sem var fullur af útskornum tréleikföngum, hrjúfum og óvönduðum. Tárin streymdu niður kinnar hans. Og þessi tár skelfdu Rieux, því hann skildi þau og fann fyrir þeim í herptu og þurru kokinu. Hann gat jafnvel munað dag- inn, sem hann hafði trúlofað sig, vesalingur- inn; hann hafði séð hann standa fyrir framan verzlun uppdubbaðan í beztu jólafötunum sínum, og Jeanne hallaði sér upp að honum og tjáði honum hamingju sína. Það var eng- inn vafi á því, fersk rödd hennar bergmálaði nú í eyrum Grands vfir fjarlæg árin. Rieux vissi, hvað þessi gamli, grátandi maður var að hugsa á þessu agnabliki og hann hugsaði það sama, án ástar og kærleika væri þessi heimur okkar dauður heimur, og það kemur alltaf að því, að maður gefist upp á prísund vinnunnar og hugrekkisins og þráir ásjónu annarrar mannveru og hjarta fyllt undrum viðkvæmninnar . . . Hann fann sjálfur til óhamingju Grands og eitthvað nagaði hjarta hans á þessari stundu! — hin æðislega bræði, sem hvolfist yfir mann út af þeim þjáning- um, sem manncskja verður að þola.“ Jafnvel sú uppreisn, sem fæðist af með- aumkuninni einni saman, getur veitt lífinu nýjan tilgang. André Malraux er þó enn sérstæðara dæmi, því þessi franski arftaki Nietzsches, sem gengið hefur í gegn um þrónuareld kommún-

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.