Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 61

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 61
AÐ VELJA SÉR FÉLAGA 147 sem hinir nýju félagar manns heyra til. Það getur vart talizt undrunarefni, þótt það komi örsjaldan eða aldrei fyrir, að nokkuð það, sem talizt getur lærdómsríkt og merkilegt úr kverinu eða skólabókunum, verði til þess að valda nokkru liiki á þessari undirgefnu við- töku hins nýja rétttrúnaðar. Maður finnur ekki einu sinni hvöt hjá sér til þess að hrekja þessar gömlu kenniselningar, því þær heyra nú til þeim heimi, sem maður hefur skilið eftir að baki sér. Þær eru hvorki sannar eða falskar; þær eru „borgaralegar“ í eðli sínu, fölnuð laufblöð. Valið er algjörlega háð til- finningunum, hafið upp yfir allar röksemda- færslur. Hinn nýi rétttrúnaður, sem maður hefur veitt svo algjöra viðtöku, gerir einnig kröfu til þess að vera bæði vísindalegur og óhlutdrægur — og þetta er ekki eina eða lítilfjörlegasta ósamræmið, sem þú reynir að leiða liinum nýja trúskiptingi fyrir sjónir, en auðvitað án minnsta árangurs. Þetta er reglan. Ég hef lesið allmikinn fjölda ævisagna um anarkista, sósíalista, kommúnista og fasista, og auk þess er mér að meira eða minna leyti kunnugt um þær aðstæður, sem ollu því, að sumir kunningjar mínir hófu afskipti af stjórnmálum. Enn hef ég ekki fundið neina undantekningu frá þeirri reglu, sem ég hef nú lýst, og ef slíkar undan- tekningar eru til þá held ég að þær séu afar fáar. Oft lýsum við því yfir að við séum bvltingarmenn og íhaldsmenn af ástæðum, sem eru óljósar og lítt skýrðar, ástæðum, sem eru grafnar djúpt niður hið innra með okkur, og áður en við veljum þá höfum við, óafvitandi, þegar valið. Hvað hinni nýju hug- sjón við kemur þá fáum við venjulega allt um hana að vita í skólum flokksins, sem við höfum nú svarið hollustu. Mjög svipuð þessu — og aiveg eins og það á að vera — er sú afneitun, sem á sér alveg öfugan þróunarferil. Ilugsjónin hlýtur nú hina sömu og jafn hastar- lega meðferð og kverið og sögurnar unr ætt- jarðarástina hlutu áður. Svo að ég noti úrelt og fornlegt orðalag, þá lætur höfuðið, jafnvel meðan á hinurn nýja lærdómi stendur, hjart- að draga sig á eftir sér — eða, eftir því hvernig heilsufari viðkomanda er háttað, lætur það magann draga sig á eftir sér. Ein ei þó sú skylda, sem við getum ekki smeygt okkur undan: hún er sú að vera sjálfum okkur meðvitandi unr hvað er að ske. Hvaða þýðingu gat hinn snauði og jarðnæðislausi bóndi á Suður-Ítalíu haft fyrir hinn unga stúdent á árunurn skömmu fyrir heimsstyrj- öldina fyrri, að hann skyldi fallast í faðm- lög við málstað hans? Ilann var sannarlega ekki að hugsa um að gera stjórnmál að ævi- ferli sínum. Þar að auki vissi hann ennþá ekkert um hina stærilátu spásögn marxism- ans, er hyllti öreigana sem lögmæta arftaka að heimspeki nútímans. Ekki vissi henn held- ur að eftir byltinguna í Mílano árið 1848 hafði Carlo Cattaneo lýst því yfir, að upp- frá þeim tírna væri málstaður öreigans tengd- ur frelsinu órjúfanlegum böndum, og hlyti þetta tvennt að verða samferða yfir svið komandi alda, jafn óaðskiljanlegt hvort öðru og riddarinn hesti sínum. Hann hafði enn enga vitneskju um kenningu Rósu Lux- emburgs urn hina eðlilegu hvöt verkalýðsins til byltingar, eða um kenningar Lenins um þau öfl, sem knýja þjóðfélag nútimans áfram eftir braut framfaranna. Ekki var honum heldur neitt kunnugt um Sorel eða aðra spá- menn hins nýja Messíasar. En enda þótt hin- ar nýju kenningar byltingarinnar um sögu- lega köllun öreiganna hefðu ekki ennþá bor- izt til þessa fjarlæga og einangraða héraðs á Suður-Ítalíu, þá voru útflytjendur, sem snúið höfðu aftur heim frá Ameríku, farnir að hvetja jarðnæðislausa bændurna til að stofna fyrstu sarntök sín. Það þarf engan að undra, að ungur maður, sem er þegar bú- inn að fá andstyggð á umhverfi sínu, — þótt hann láti slíkt ekki uppi —, og er jafnframt vitni að öllu þessu umróti, skuli verða fyrir djúpstæðum áhrifum, öðlast nýjar skoðanir á lífinu og verða sannfærður um, að í þessu gamla, þreytta, hrörlega, spillta og værukæra þjóðfélagi, sem hann lifir í, hafi fátæklingarnir verið tákn hins síðasta athvarfs í lífinu — þeir hafi verið fulltrúar einhvers raunveru- legs, sem hollt væri að binda sig við.

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.